„Gíslína Sigurbjartsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Gíslína Sigurbjartsdóttir''', frá Skansinum, húsfreyja, ljósmóðir, fæddist þar 23. apríl 1937.<br> Foreldrar hennar Sigurbjartur Guðjónsson, bóndi í Hávarðarkoti í Þykkvabæ, Rang. og kona hans Halldóra Guðleif Magnúsdóttir, frá Skansinum, húsfreyja, f. 18. nóvember 1917, d. 28. desember 2004. Gíslína varð ljósmóðir 1957, vann á Lsp febrúar -maí 1958 og í Djúpárhrepps- og Ásahrepp...)
 
m (Verndaði „Gíslína Sigurbjartsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 17. september 2024 kl. 12:52

Gíslína Sigurbjartsdóttir, frá Skansinum, húsfreyja, ljósmóðir, fæddist þar 23. apríl 1937.
Foreldrar hennar Sigurbjartur Guðjónsson, bóndi í Hávarðarkoti í Þykkvabæ, Rang. og kona hans Halldóra Guðleif Magnúsdóttir, frá Skansinum, húsfreyja, f. 18. nóvember 1917, d. 28. desember 2004.

Gíslína varð ljósmóðir 1957, vann á Lsp febrúar -maí 1958 og í Djúpárhrepps- og Ásahreppsumdæmi frá 1961. Hún vann einnig lengi hjá Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar.
Þau Hafsteinn giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Miðkoti III 1960-1964, reistu nýbýlið Sigtún í Djúpárhreppi 1965 og bjuggu þar síðan.

I. Maður Gíslínu, (31. desember 1959), er Guðmundur Hafsteinn Einarsson, smiður, bifreiðastjóri hjá Verslun Friðriks Friðrikssonar í Þykkvabæ. Foreldrar hans voru Einar Stefánsson bóndi í Bjólu, f. 18. júlí 1906, d. 26. janúar 1996, og kona hans Ragnheiður Tómasdóttir, húsfreyja, f. 5. maí 1910, d. 22. október 1989.
Börn þeirra:
1. Halldórs Hafsteinsdóttir, húsfreyja í Hákoti í Þykkvabæ, f. 8. febrúar 1960.
2. Ragnheiður Hafsteinsdóttir, heimilisfræðikennari í Sigtúni á Kjalarnesi, f. 12. maí 1966.
3. Einar Hafsteinsson, bóndi í Hábæ í Þykkvabæ, f. 12. maí 1966.
4. Tyrfingur Hafsteinsson, verkstjóri í Meiritungu í Holtum, Rang, f. 18. júní 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.