„Hanna María Siggeirsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Hanna María Siggeirsdóttir''' frá Rvk, lyfjafræðingur, lyfsali fæddist þar 6. ágúst 1950.<br> Foreldrar hennar voru Siggeir Vilhjálmsson frá Hafnarfirði, heildsali í Rvk, f. 5. júní 1912, d. 29. september 1998, og kona hans Sigríður Hansdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð, húsfreyja, f. 6. júlí 1916, d. 17. mars 2003. Hanna María lauk landsprófi í Vogaskóla í Rvk, varð stúdent í MH 1970, lærði lyfjafræði í HÍ í tvo vetur, lauk n...) |
m (Verndaði „Hanna María Siggeirsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 7. apríl 2024 kl. 12:25
Hanna María Siggeirsdóttir frá Rvk, lyfjafræðingur, lyfsali fæddist þar 6. ágúst 1950.
Foreldrar hennar voru Siggeir Vilhjálmsson frá Hafnarfirði, heildsali í Rvk, f. 5. júní 1912, d. 29. september 1998, og kona hans Sigríður Hansdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð, húsfreyja, f. 6. júlí 1916, d. 17. mars 2003.
Hanna María lauk landsprófi í Vogaskóla í Rvk, varð stúdent í MH 1970, lærði lyfjafræði í HÍ í tvo vetur, lauk náminu í Danmörku.
Hún vann við afgreiðslu í mjólkurbúð og vann í Útvegsbanka Íslands nokkur sumur, og í apótekum í námi sínu.
Hanna María var lyfjafræðingur í Norðurbæjarapóteki í Hafnarfirði og í Holtsapóteki í Rvk og kenndi ýmis lyfjafræðifög í Hjúkrunarskóla Íslands, Lyfjatækniskóla Íslands og HÍ uns hún varð apótekari í Stykkishólmi um áramótin 1985/1986. Þar var hún til áramóta 1994/1995, en varð þá apótekari í Eyjum til 2006. Hún var apótekari í Laugarnesapóteki, sem hún flutti í Borgartún 28 og kallaði Lyfjaborg.
Hún hætti apóteksrekstri 2013 og fór að sinna ýmsum tómstunda- og félagsstörfum.
Hanna María var með í að reka Jónshús í Khöfn og var í stjórn hússins, var með í Emblum og Lions í Stykkishólmi, gekk í Rótaryhreyfinguna í Eyjum 1995, tók þátt í Félagi kvenna í atvinnulífinu, gerðist Zontakona í Rvk. Hún hefur séð um æskulýðsstarf Rótaryhreyfingarinnar á Íslandi í mörg ár. Einnig hefur hún tekið þátt í stjórn Vöruhúss tækifæranna, sem er eitt af verkefnum U3A, en það er háskóli þriðja aldursskeiðsins.
Þau Erlendur giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Maður Hönnu Maríu er Erlendur Ping Sen Jónsson, fyrrum prófessor í heimspeki við HÍ, f. 26. apríl 1948. Foreldrar hans Jón Júlíusson starfsmannastjóri hjá Flugleiðum, f. 11. desember 1926, d. 3. júní 1998, og kona hans Signý Una Sen Júlíusson húsfreyja, deildarlögfræðingur hjá lögreglustjóranum í Rvk, f. 23. júlí 1928 í Kína, d. 7. ágúst 2021.
Börn þeirra:
1. Jón Helgi Sen Erlendsson, á Seltjarnarnesi, f. 28. febrúar 1982. Kona hans Martina Vigdís Nardini, læknir.
2. Guðbergur Geir Erlendsson, verkfræðistjóri í Los Angeles, f. 23. febrúar 1986. Kona hans Sigríður Marta Harðardóttir, lögfræðingur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 6. ágúst 2020, Árnað heilla. Viðtal við Hönnu Maríu.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.