„Þorgerður Guðmundsdóttir (Rimakoti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þorgerður Guðmundsdóttir''' frá Rimakoti í A.-Landeyjum, húsfreyja fæddist þar 23. ágúst 1877 og lést 10. október 1968 á Eyrarbakka.<br> Foreldrar hennar voru Guðmundur Diðriksson bóndi í Efri-Úlfsstaðahjáleigu í A.-Landeyjum, f. 8. nóvember 1839, d. 25. mars 1893, og fyrri bústýra hans Sigríður Árnadóttir, f. 30. júní 1838, d. 10. apríl 1910. Þau Jónas giftu sig 1902, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Rimakoti 1898 til 1911.<br> Þ...)
 
m (Verndaði „Þorgerður Guðmundsdóttir (Rimakoti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. mars 2024 kl. 13:32

Þorgerður Guðmundsdóttir frá Rimakoti í A.-Landeyjum, húsfreyja fæddist þar 23. ágúst 1877 og lést 10. október 1968 á Eyrarbakka.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Diðriksson bóndi í Efri-Úlfsstaðahjáleigu í A.-Landeyjum, f. 8. nóvember 1839, d. 25. mars 1893, og fyrri bústýra hans Sigríður Árnadóttir, f. 30. júní 1838, d. 10. apríl 1910.

Þau Jónas giftu sig 1902, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Rimakoti 1898 til 1911.
Þorgerður bjó í Rimakoti til 1912, flutti til Eyja og var þar vinnukona og í Landeyjum til 1921, flutti þá til Akureyjar í Landeyjum.
Hún eignaðist barn með Sigurjóni 1915.
Hún bjó með Ólafi í Akurey til 1941 og síðan á býlinu Ólafsvöllum úr landi Akureyjar til dd. Ólafs 1959. Þá flutti hún til sonar síns á Eyrarbakka.
Þorgerður lést 1968.

I. Maður Þorgerðar, (6. júlí 1902), var Jónas Þorvaldsson bóndi, f. 30. ágúst 1849 í Krosshjáleigu í A.-Landeyjum, d. 21. nóvember 1911. Foreldrar hans voru Þorvaldur Magnússon bóndi, f. 1801, d. 30. maí 1871, og Ingibjörg Bjarnadóttir frá Efri-Úlfsstaðahjáleigu, húsfreyja, f. 11. maí 1812, d. 17. maí 1870.
Börn þeirra:
1. Guðjón Jónasson skósmiður á Stöðvarfirði, f. 12. mars 1898, d. 12. desember 1965. Kona hans Oddný Jónasdóttir.
2. Jóhann Jónasson verkamaður á Brú u. Eyjafjöllum, f. 5. nóvember 1906, d. 3. febrúar 1980.
3. Karl Jónasson rennismiður á Eyrarbakka, f. 19. febrúar 1909, d. 15. apríl 1980. Kona hans Aðalheiður Gestsdóttir.
4. Sigurveig Ásdís Jónasóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 19. febrúar 1909, d. 19. apríl 2000. Maður hennar Ármann Guðmundsson.

II. Barnsfaðir Þorgerðar var Sigurjón Einarsson bóndi á Búðarhóli í A.-Landeyjum, síðar í Eyjum, f. 7. apríl 1894, d. 19. október 1987.
Barn þeirra:
5. Aðalsteinn Sigurjónsson verkamaður á Eyrarbakka, f. 6. júní 1915, d. 21. janúar 1988. Kona hans Sigríður Bergsteinsdóttir.

III. Maður Þorgerðar, (19. nóvember 1922), var Ólafur Ólafsson, f. 10. september 1868, d. 21. ágúst 1959. Foreldrar hans voru Ólafur Árnason bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ, f. 17. ágúst 1834, d. 22. mars 1936, og kona hans Anna Gísladóttir húsfreyja, f. 20. nóvember 1829, d. 28. maí 1891.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.