„Óskar Ólafsson (Garðstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Óskar Ólafsson (Garðstöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 14. mars 2024 kl. 12:52

Óskar

Valtýr Óskar Ólafsson frá Garðsstöðum fæddist 11. ágúst 1914 og lést 24. febrúar 1983. Hann bjó að Sólhlíð 5.

Óskar var formaður á mótorbátnum Sigurfara.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Óskar:

Erjar natinn ægis-rann
Óskar Garðs- á stöðum.
Sigurfara siglir hann
sjó með huga glöðum.

Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.

Frekari umfjöllun

Valtýr Óskar Ólafsson frá Garðstöðum, skipstjóri fæddist 11. ágúst 1914 og lést 24. febrúar 1983.
Foreldrar hans voru Ólafur Eyjólfsson formaður, f. 28. september 1891, d. 24. mars 1982, og kona hans Auðbjörg Valtýsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1889, d. 14. ágúst 1963.

Börn Auðbjargar og Ólafs:
1. Valtýr Óskar Ólafsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 11. ágúst 1914 á Önundarhorni, d. 24. febrúar 1983.
2. Jón Guðleifur Ólafsson bifreiðastjóri, verkstjóri, útgerðarmaður, f. 20. september 1916, d. 16. febrúar 1985.
Fóstursonur þeirra, systursonur Ólafs var
3. Eyjólfur Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 26. mars 1922, d. 6. október 1959.

Óskar sótti vélstjóranámskeið 1934, skipstjóranámskeið 1939.
Hann byrjaði skipstjórn með Nönnu VE 300 1943, var með hana í 3 ár, síðan með Sigurfara VE 138, þann eldri til 1951 og þann yngri til 1961, fór þá í land vegna heilsubrests.
Þau Rut giftu sig 1940, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Heimagötu 30, byggðu síðan og bjuggu við Sólhlíð 5.
Óskar lést 1983 og Rut 1989.

I. Kona Óskars, (28. desember 1940), var Rut Ágústsdóttir frá Varmahlíð, húsfreyja, f. 30. september 1920, d. 13. september 1989.
Börn þeirra:
1. Ágúst Pálmar Óskarsson, f. 12. desember 1939 í Varmahlíð.
2. Ólöf Auðbjörg Óskarsdóttir, f. 28. júlí 1941 á Heimagötu 30.
3. Eyrún Edda Óskarsdóttir, f. 2. október 1942 á Heimagötu 30.
4. Eygló Óskarsdóttir, f. 3. ágúst 1953 að Sólhlíð 5.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Myndir