„Björg J. Ragnarsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Björg Jóhanna Ragnarsdóttir. '''Björg Jóhanna Ragnarsdóttir''' húsfreyja, verslunarmaður, ræstitæknir fæddist 14. september 1930 á Akureyri og lést 26. apríl 2016.<br> Foreldrar hennar voru Ragnar Gísli Jónsson söngstjóri, organisti, afgreiðslumaður, f. 29. september 1898, d. 14. apríl 1987, og kona hans Guðrún Benediktsdóttir h...) |
m (Verndaði „Björg J. Ragnarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 14. febrúar 2024 kl. 16:26
Björg Jóhanna Ragnarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, ræstitæknir fæddist 14. september 1930 á Akureyri og lést 26. apríl 2016.
Foreldrar hennar voru Ragnar Gísli Jónsson söngstjóri, organisti, afgreiðslumaður, f. 29. september 1898, d. 14. apríl 1987, og kona hans Guðrún Benediktsdóttir húsfreyja, f. 22. maí 1907, d. 6. apríl 1995.
Björg var með foreldrum sínum, á Akureyri í tvö ár, á Sauðárkróki í tólf ár, í Reykjavík eitt ár, flutti með þeim til Eyja og dvaldi með þeim í fimm ár að Berghólum við Strembugötu 6, síðan bjó hún í Rvk.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1948.
Hún vann í verslun, síðar við ræstingar og við heimilishjálp.
Björg söng í ýmsum kórum, en einkum í Grensáskirkju.
Þau Einar giftu sig 1959, einuðust tvö börn.
Einar lést 2009 og Björg 2016.
I. Maður Bjargar, (5. september 1959), var Einar Jónsson frá Draghálsi í Svínadal í Borgarfirði, bifvélavirki, f. 24. maí 1921, d. 11. október 2009. Foreldrar hans voru Jón Pétursson, f. 23. maí 1887, d. 22. september 1969, og Steinunn Bjarnadóttir, f. 17. mars 1895, d. 27. desember 1972.
Börn þeirra:
1. Guðrún Einarsdóttir, f. 1. september 1961. Maður hennar Halldór Þórólfsson.
2. Ragnar Einarsson, f. 15. desember 1964.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik Blik 1949.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 19. maí 2016. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.