„Sigurlínus Stefánsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigurlínus Stefánsson''' bræðslumaður, bókhaldari fæddist 10. nóvember 1872 í Seldal í Norðfirði og lést 18. júní 1954.<br> Foreldrar hans voru Stefán Oddsson bóndi, f. 5. janúar 1835, d. 8. mars 1908, og kona hans Sigurlín Stefánsdóttir húsfreyja, f. 1833, d. 19. nóvember 1873. Sigurlínus var fósturbarn í Skuggahlíð í Norðfirði 1880, vinnumaður þar 1890.<br> Þau Sigríður giftu sig 1893, eignuðust fósturbarn. Þau fluttu til Eyja með...) |
m (Verndaði „Sigurlínus Stefánsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 9. febrúar 2024 kl. 17:19
Sigurlínus Stefánsson bræðslumaður, bókhaldari fæddist 10. nóvember 1872 í Seldal í Norðfirði og lést 18. júní 1954.
Foreldrar hans voru Stefán Oddsson bóndi, f. 5. janúar 1835, d. 8. mars 1908, og kona hans Sigurlín Stefánsdóttir húsfreyja, f. 1833, d. 19. nóvember 1873.
Sigurlínus var fósturbarn í Skuggahlíð í Norðfirði 1880, vinnumaður þar 1890.
Þau Sigríður giftu sig 1893, eignuðust fósturbarn. Þau fluttu til Eyja með barnið 1910 frá Norðfirði, bjuggu í Garðhúsum 1910.
Hann var utanbúðarmaður hjá Verslun Edinborgar 1910 og bræðslumaður hjá Gísla J. Johnsen.
Þau Sigríður fluttu til Neskaupstaðar og þar var Sigurlínus bókhaldari 1930, bjó síðast í Skuggahlíð í Norðfirði.
Sigríður lést 1922 og Sigurlínus 1954.
I. Kona Sigurlínusar, (29. september 1893), var Sigríður Davíðsdóttir frá Norðfirði, húsfreyja, f. 15. febrúar 1849, d. 23. ágúst 1922.
Barn þeirra (fósturbarn):
1. Ólafur Emil Sigmundsson sjómaður, f. 20. desember 1899, d. 30. nóvember 1941. Fyrri sambúðarkona hans var Kristjana Kristjánsdóttir. Síðari sambúðarkona hans var Guðrún Þorleifsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.