„Sveininna Ásta Bjarkadóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 22: Lína 22:
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Kennarar]]
[[Flokkur: Kennarar]]
[[Flokkur: Matráðar]]
[[Flokkur: Matráðskonur]]
[[Flokkur: Ræstitæknar]]
[[Flokkur: Ræstitæknar]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Íbúar við Hólagötu]]
[[Flokkur: Íbúar við Hólagötu]]

Núverandi breyting frá og með 17. janúar 2024 kl. 15:00

Sveininna Ásta Bjarkadóttir.

Sveininna Ásta Bjarkadóttir frá Siglufirði, húsfreyja, matráðskona, kennari fæddist þar 12. apríl 1949 og lést 22. október 2010 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Bjarki Árnason frá Litlu-Reykjum í Reykjahverfi, S-Þing., f. 3. maí 1924, d. 15. janúar 1984, og kona hans Margrét Vernharðsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 20. maí 1926, d. 21. september 1990.

Sveinsína var með foreldrum sínum.
Hún lauk námi í Gagnfræðaskólanum á Siglufirði, í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði 1968.
Hún var aðstoðakennari í Ósk og í Húsmæðraskólanum á Laugum í S.-Þing. Hún nam sjúkrafæði í Húsmæðraskóla Íslands, útskrifaðist matráðskona 1973.
Sveininna vann í eldhúsi Landspítalans, síðan í eldhúsi Sjúkrahússins í Eyjum og sá um ræstingar á sjúkrahúsinu um skeið
Hún gekk í Kvenfélag Landakirkju og var í stjórn þess í nokkur ár.
Þau Hjálmar giftu sig 1978, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Hólagötu 47.
Sveininna Ásta lést 2010.

I. Maður Sveininnu Ástu, (21. október 1978), er Hjálmar Guðmundsson vélfræðingur, vélvirki, f. 14. september 1948.
Börn þeirra:
1. Hafsteinn Hjálmarsson, f. 1. nóvember 1975 í Eyjum.
2. Reynir Hjálmarsson, f. 28. febrúar 1977 í Eyjum. Sambúðarkona hans María Ásgeirsdóttir.
3. Bjarki Hjálmarsson, f. 28. febrúar 1988 í Eyjum. Unnusta hans Birna Karen Björnsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.