„Sveinbjörg Bjarnadóttir (Túni)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sveinbjörg Bjarnadóttir''' frá Grindavík, verkakona, ráðskona, húsfreyja fæddist 24. mars 1899 og lést 7. mars 1991.<br> Faðir hennar var Bjarni bóndi og sjómaður á Þórkötlustöðum í Grindavík 1890, Melbæ þar 1910, dvaldi í skjóli Þorkötlu síðust ár sín, f. 12. ágúst 1855, d. 12. febrúar 1932, Jónsson bónda á Þórkötlustöðum, f. 14. nóvember 1825, d. 13. desember 1882, Jónssonar bónda í Garðhúsum...)
 
m (Verndaði „Sveinbjörg Bjarnadóttir (Túni)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 22. ágúst 2023 kl. 14:51

Sveinbjörg Bjarnadóttir frá Grindavík, verkakona, ráðskona, húsfreyja fæddist 24. mars 1899 og lést 7. mars 1991.
Faðir hennar var Bjarni bóndi og sjómaður á Þórkötlustöðum í Grindavík 1890, Melbæ þar 1910, dvaldi í skjóli Þorkötlu síðust ár sín, f. 12. ágúst 1855, d. 12. febrúar 1932, Jónsson bónda á Þórkötlustöðum, f. 14. nóvember 1825, d. 13. desember 1882, Jónssonar bónda í Garðhúsum í Grindavík, f. 1780, d. 30. janúar 1841, Jónssonar, og konu Jóns í Garðhúsum, Guðrúnar húsfreyju, f. 1798, Jónsdóttur.
Móðir Bjarna og kona (1850) Jóns á Þórkötlustöðum var Valgerður húsfreyja, f. 7. febrúar 1829 á Hrauni í Grindavík, d. 25. júní 1895 í Akurhúsum þar, Guðmundsdóttir bónda í Kirkjuvogi í Höfnum og á Hrauni í Grindavík, f. 1792 á Járngerðarstöðum í Grindavík, d. 30. september 1854 á Hrauni, Jónssonar bónda á Járngerðarstöðum, f. 1746, d. 23. ágúst 1831, og annarrar konu Jóns á Járngerðarstöðum, Margrétar húsfreyju, f. 1755, d. 14. desember 1809, Andrésdóttur.
Móðir Valgerðar á Þórkötlustöðum og kona Guðmundar á Hrauni var Valgerður húsfreyja frá Klængseli í Gaulverjabæjarhreppi, f. 1794, d. 1. júlí 1850 á Hrauni, Hafliðadóttir bónda í Klængseli 1801, f. 1764, d. 29. júlí 1821, Þorvaldssonar, og konu Hafliða, Guðrúnar húsfreyju, f. 1761, d. 30. september 1821, Jónsdóttur.

Móðir Sveinbjargar og kona Bjarna var Kristín húsfreyja í Grindavík, f. 14. júlí 1863, d. 4. nóvember 1919, Hermannsdóttir sjávarbónda og vefari í Buðlungu í Grindavík, f. 18. mars 1834, d. 9. júní 1911, Jónssonar bónda í Hoftúni á Stokkseyri 1819-1826, síðan vinnumanns í Eystri-Móhúsum þar, f. 24. mars 1793, d. 8. október 1872, Hallssonar, og barnsmóður Jóns Hallssonar, Þuríðar vinnukonu í Eystri-Móhúsum, f. 1807, d. 1839, Sveinsdóttur á Syðra-Seli þar Jónssonar.
Móðir Kristínar og kona Hermanns var Guðrún húsfreyja í Buðlungu í Grindavík, f. 15. ágúst 1835, d. 12. maí 1903, Sveinsdóttir, Akurhúsum í Grindavík 1835 og 1845, f. 1794, d. 1858, Jónssonar bónda á Járngerðarstöðum, f. 1746, d. 23. ágúst 1831, Jónssonar, og annarrar konu Jóns á Járngerðarstöðum, Margrétar húsfreyju, f. 1755, d. 14. desember 1809, Andrésdóttur. (sjá ofar: Sveinn Jónsson og Guðmundur Jónsson voru bræður).

Börn Kristínar og Bjarna í Eyjum voru:
1. Tómas Bjarnason bifreiðastjóri.
2. Þorkatla Bjarnadóttir húsfreyja í Bjarmahlíð.
3. Sveinbjörg Bjarnadóttir ráðskona í Túni, síðar húsfreyja á Víðivöllum.
Systurdóttir þeirra var
1. Guðbjört Guðbjartsdóttir húsfreyja á Einlandi.

Sveinbjörg var í Garðhúsum í Grindavík 1920.
Hún flutti til Eyja um 1931, var vinnukona í Bjarmahlíð 1931, vinnustúlka í Túni 1932, lausakona þar 1934 (skráð Björnsdóttir), ráðskona þar hjá Árna Ólafssyni 1938, var gift kona á Víðivöllum 1945, verkakona í Bjarmahlíð 1949.
Hún eignaðist barn með Torfa 1932.
Þau Jón Bergur yngri giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau bjuggu á Víðivöllum og skildu. Hún bjó síðast í Reykjavík.
Sveinbjörg lést 1991.

I. Barnsfaðir Sveinbjargar var Torfi Jóhannsson, síðar bæjarfógeti í Eyjum, f. 7. apríl 1906, d. 10. apríl 1963.
Barn þeirra:
1. Svava Torfadóttir, f. 21. janúar 1932 í Bjarmahlíð, býr í Reykjavík.

II. Maður Sveinbjargar, (skildu) var Jón Bergur Jónsson (Jón í Ólafshúsum), sjómaður, skipstjóri, f. 15. júní 1900, d. 15. maí 1964.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.