„Guðrún Ragnarsdóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Guðrún Ragnarsdóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 32: | Lína 32: | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar við Foldahraun | [[Flokkur: Íbúar við Foldahraun]] |
Núverandi breyting frá og með 17. ágúst 2023 kl. 20:02
Guðrún Jónína Ragnarsdóttir kennari fæddist 18. október 1962 og lést 22. nóvember 2022.
Foreldrar hennar Ragnar H. Eiríksson, f. 4. ágúst 1930, og Kristín Stefánsdóttir, f. 18. september 1936.
Guðrún varð stúdent í M.R. 1982, lauk kennaranámi 1985.. Hún stundaði viðskiptafræðinám í H.Í. Einnig lauk hún viðbótardiplómanámi í djáknanámi 2015, ásamt viðbótardiplómanámi í Áfengis- og vímuefnafræðum í H.Í. 2017.
Hún kenndi í Hamarsskólanum í Eyjum 1985-1988, í Hagaskólanum í Rvk 1988, Grunnskóla Bolungarvíkur, Vogaskóla.
Guðrún flutti til Noregs 1998, var þar kennari, flutti heim og kenndi í Borgarholtsskóla í Rvk og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Um skeið var hún áfengis- og vímuefnaráðgjafi, en 2017 hóf hún kennslu í Sunnulækjarskóla á Selfossi og vann þar til dánardægurs.
Hún eignaðist barn með Þorsteini 1986.
Þau Håvard giftu sig 1999, eignuðust ekki börn saman, en skildu.
Þau Halldór Pétur giftu sig 2015, eignuðust ekki börn saman, en Halldór átti barn áður.
Guðrún lést 2022.
I. Barnsfaðir Guðrúnar er Þorsteinn Kragh, f. 9. maí 1961, d. 18. nóvember 2017.
Barn þeirra:
1. Kristín Þorsteinsdóttir, f. 27. mars 1986. Maður hennar Petter Stuberg.
II. Maður Guðrúnar, (1999, skildu), er Håvard Kirkerud, f. 12. september 1960.
III. Maður Guðrúnar, (19. desember 2015), er Halldór Pétur Þorsteinsson, f. 12. október 1956. Þau kynntust 2006. Foreldrar hans Þorsteinn Auðunsson, f. 22. febrúar 1920, d. 21. apríl 2008, og Halldóra Oddrún Sigurgeirsdóttir, f. 23. apríl 1929, d. 5. mars 2007.
Barn Þorsteins Péturs:
2. Örvar Þorsteinsson, f. 6. ágúst 1978. Kona hans Fríða Reynisdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 2. desember 2022. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.