„Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir. '''Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir''' sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur, danskennari fæddist 9. september 1961 í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson bifvélavirki, f. 31. mars 1927 í Stykkishólmi, d. 2. mars 1974, og kona hans Guðlaug Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1922 í Skaftárdal, V.-Skaft., d. 25. janúar 2016. Ann...) |
m (Verndaði „Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 9. ágúst 2023 kl. 10:55
Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur, danskennari fæddist 9. september 1961 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson bifvélavirki, f. 31. mars 1927 í Stykkishólmi, d. 2. mars 1974, og kona hans Guðlaug Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1922 í Skaftárdal, V.-Skaft., d. 25. janúar 2016.
Anna lauk sjúkraliðaprófi í Sjúkraliðaskóla Íslands 1982, varð stúdent í Fjölbrautarskólanum í Ármúla 1985, lauk danskennaraprófi frá Danslínunni 1992, stundaði nám í hjúkrunarfræði í Háskólanum á Akureyri frá 1995, útskrifaðist 1999, lauk M.S.-prófi í stjórnun heilbrigðisþjónustu í Bifröst 2013, fékk kennsluréttindi 2005.
Hún var sjúkraliði á Landakoti, Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum, öldrunarlækningadeild 1 í Hátúni 12, Sjúkrahúsinu og heilsugæslunni á Sauðárkróki, Sjúkrahúsinu í Eyjum og stundaði heimahjúkrun við heilsugæslustöðina á Akureyri. Hún hefur verið hjúkrunarkona frá 1999.
Anna hefur verið danskennari frá 1988, rekið Dansskóla Önnu Breiðfjörð á Akureyri frá 1996. Hún kennir dans á veturna, vinnur hjúkrunarstörf á sumrin.
Þau Erlendur giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
I. Maður Önnu, (27. desember 1997, skildu 2018), er Erlendur Bogason kafari, rekur köfunarþjónustuna Strýtuna á Akureyri, f. 13. mars 1963.
Barn þeirra:
1. Sævör Dagný Erlendsdóttir, f. 3. apríl 1996. Hún er í námi í sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði, hefur unnið við köfun og köfunarkennslu, hefur unnið m.a. fyrir National Geographic víða um heim.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Anna Breiðfjörð.
- Íslendingabók.
- Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.