„Dagrún Kristjánsdóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Dagrún Kristjánsdóttir. '''Dagrún Kristjánsdóttir''' kennari fæddist 1. maí 1921 að Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og lést 10. desember 1997.<br> Foreldrar hennar voru Kristján Helgi Benjamínsson bóndi, f. 24. október 1866, d. 10. janúar 1956, og kona hans FanneyFriðriksdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1881, d. 13. júlí 1955.<br> Dagrún nam í Húsmæðraskólanum á Laugalandi 1943-1944, stundaði framhaldsnám...)
 
m (Verndaði „Dagrún Kristjánsdóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 5. júlí 2023 kl. 10:45

Dagrún Kristjánsdóttir.

Dagrún Kristjánsdóttir kennari fæddist 1. maí 1921 að Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og lést 10. desember 1997.
Foreldrar hennar voru Kristján Helgi Benjamínsson bóndi, f. 24. október 1866, d. 10. janúar 1956, og kona hans FanneyFriðriksdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1881, d. 13. júlí 1955.
Dagrún nam í Húsmæðraskólanum á Laugalandi 1943-1944, stundaði framhaldsnám þar í matreiðslu 1944-1945, nám í Storhushällskurs við Västkustens Ungdomsskola, Ljungskile í Svíþjóð 1946-1947 (var bakari við skólann sumarið 1947), nam í lýðháskólanum í Tärna í Svíþjóð 1951-1952, nam í Húsmæðrakennaraskólanum Stabekk í Noregi janúar 1953 til desember 1954, tók húsmæðrakennarapróf 1954.
Dagrún var aðstoðarkennari í Húsmæðraskólanum á Laugalandi 1944-1945, kennari í Húsmæðraskólanum á Staðarfelli 1947-1949, Húsmæðraskólanum á Ísafirði 1955-1956, Húsmæðraskólanum á Laugalandi 1958-1960, Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1961-1962.
Hún hélt námskeið í Bréfaskóla S. Í. S. 1949-1951 og og fleiri námskeið, m.a. í Svíþjóð og Noregi, annaðist matreiðslu í landbúnaðarskóla á Jälla við Uppsali í Svíþjóð 1950-1951, vann við matreiðslu á Gaustatadsjúkrahúsinu í Ósló síðri hluta árs 1952. Hún var ráðskona á Vífilsstöðum sumarið 1955, á Kleppi sumarið 1956, var aðstoðarráðskona á Elli- og hjúkrunarheimilinu á Sólvangi í Hafnarfirði 1957-1958, vann við hótelrekstur sumrin 1957 og 1960, var ráðskona í Sjálfstæðishúsinu í Rvk 1960-1961, var kennari á Skálatúnsheimilinu 1964-1970, Húsmæðraskólanum á Hallormsstað haustið 1973, Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði 1976-1977. Hún var kennari á nokkrum matreiðslunámskeiðum Húsmæðrafélags Reykjavíkur frá 1969, ráðskona á Sólvangi í Hafnarfirði sumarið 1966, á Hótel Garði í Reykjavík sjö sumur, afleysingarstörf í mötuneytum af og til. Dagrún stundaði verslunarstörf í 3-4 ár.
Dagrún var varaformaður Húsmæðrafélags Rvk 1969, formaður þess 1970-1974.
Rit:
Aðbúnaður aldraðra, skýrsla um aðbúnað á elliheimilum og heimilishjálp í Svíþjóð og Noregi, 1979.
Fjöldi greina í Morgunblaðinu og Vísi 1975-1980.
Húsmæðraþættir í útvarpinu 1960-1972.
Nokkur útvarpserindi um daginn og veginn.
Hún var ritstjóri tímaritsins Húsmóðurinnar og Heimilisins.
Dagrún var ógift og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.