„Guðmundur Pálsson (Sætúni)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðmundur Gunnar Pálsson''' frá Eyrarbakka, sjómaður, bifreiðastjóri fæddist þar 3. nóvember 1919 og lést 4. júlí 1997 á Vífilsstöðum.<br> Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson sjómaður, f. 26. september 1895, drukknaði við lendingu mb. Sæfara á Eyrarbakka 5. apríl 1927, og kona hans Guðbjörg Elín Þórðardóttir húsfreyja, f. 4. desember 1896, d. 25. nóvember 1983. Guðmundur var með foreldrum sínum, en faðir hans drukknaði, þegar Guðmun...)
 
m (Verndaði „Guðmundur Pálsson (Sætúni)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 23. febrúar 2023 kl. 21:32

Guðmundur Gunnar Pálsson frá Eyrarbakka, sjómaður, bifreiðastjóri fæddist þar 3. nóvember 1919 og lést 4. júlí 1997 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson sjómaður, f. 26. september 1895, drukknaði við lendingu mb. Sæfara á Eyrarbakka 5. apríl 1927, og kona hans Guðbjörg Elín Þórðardóttir húsfreyja, f. 4. desember 1896, d. 25. nóvember 1983.

Guðmundur var með foreldrum sínum, en faðir hans drukknaði, þegar Guðmundur var á áttunda árinu. Hann ólst upp hjá móður sinni með sex systkinum.
Guðmundur lærði vélstjórn ungur.
Hann varð ungur sjómaður, vélstjóri, fyrst reri hann með Jóni Helgasyni á mb. Frey á Eyrarbakka, í byrjun stríðsins reri hann á mb. Ægi í Sandgerði og Keflavík, lenti í sjóhrakningum á honum og var bjargað á síðustu stundu af skipshöfninni á togaranum Óla Garðari.
Guðmundur var sjómaður í Eyjum, bæði á vetrarvertíð og síldveiðum, var um skeið á mb. Sindra með Grétari Þorgilssyni, veiktist af berklum og var á Vífilsstöðum í tæp tvö ár.
Hann hóf störf hjá olíufélaginu Skeljungi í Eyjum og ók olíuflutningabíl til Goss 1973.
Guðmundur vann hjá Trésmiðjunni Víði í Reykjavík í fjögur ár, síðan á Shellstöðinni í Skógarhlíð í rúman áratug.
Þau Margrét giftu sig 1947, eignuðust tvö börn, en annað fæddist andvana og hitt lést dagsgamalt. Þau fóstruðu tvö börn. Margrét og Guðmundur bjuggu í Sætúni við Bakkastíg 10. Þau fluttu til Reykjavíkur í Gosinu, bjuggu að síðustu í Gautlandi í Fossvogi.
Margrét lést 1985, var jarðsett í Eyjum.
Guðmundur eignaðist að vinkonu Þorbjörgu Bjarnadóttur.
Hann lést 1997 á Vífilsstöðum, jarðsettur á Eyrarbakka.

I. Kona Guðmundar Gunnars, (1. nóvember 1947), var Margrét Jónsdóttir frá Sætúni, húsfreyja, f. 11. maí 1916, d. 24. júní 1985.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. andvana 19. mars 1948.
2. Adda Guðmundsdóttir, f. 23. janúar 1949, d. 24. janúar 1949.
Fósturbörn þeirra:
1. Guðný Fríða Einarsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1941.
2. Guðmundur G. Erlingsson, f. 7. febrúar 1957.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.