„Helgi Elíasson (fræðslumálastjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Helgi Elíasson (fræðslumálastjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 20: Lína 20:
I. Kona Helga, (18. mars 1934), var Þuríður ''Hólmfríður'' Davíðsdóttir húsfeyja, f. 9. september 1911 á Þórshöfn á Langanesi, d. 28. mars 1982. Foreldrar hennar voru Davíð Petersen Kristjánsson kaupmaður á Þórshöfn og í Reykjavík, f. 7. apríl 1885, d. 1. ágúst 1960, og kona hans Halldóra Arnljótsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1876, d. 25. nóvember 1959.<br>
I. Kona Helga, (18. mars 1934), var Þuríður ''Hólmfríður'' Davíðsdóttir húsfeyja, f. 9. september 1911 á Þórshöfn á Langanesi, d. 28. mars 1982. Foreldrar hennar voru Davíð Petersen Kristjánsson kaupmaður á Þórshöfn og í Reykjavík, f. 7. apríl 1885, d. 1. ágúst 1960, og kona hans Halldóra Arnljótsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1876, d. 25. nóvember 1959.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. Þórhallur Helgason viðskiptafræðingur, f. 17. september 1934. Kona hans Arnbjörg Örnólfsdóttir.<br>
1. Þórhallur Helgason viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 17. september 1934. Kona hans Arnbjörg Örnólfsdóttir.<br>
2. Gunnlaugur Helgason tæknifræðingur, f. 2. febrúar 1936. Fyrri kona hans Ólöf Finnbogadóttir. Kona hans Valgerður Björnsdóttir.<br>
2. Gunnlaugur Helgason tæknifræðingur, f. 2. febrúar 1936. Fyrri kona hans Ólöf Finnbogadóttir. Kona hans Valgerður Björnsdóttir.<br>
3. Bergljót ''Gyða'' Helgadóttir kennari, f.  23. janúar 1938. Maður hennar Aðalsteinn Davíðsson.<br>
3. Bergljót ''Gyða'' Helgadóttir kennari, f.  23. janúar 1938. Maður hennar Aðalsteinn Davíðsson.<br>

Núverandi breyting frá og með 6. mars 2024 kl. 17:49

Helgi Elíasson.

Helgi Elíasson frá Hörgsdal á Síðu, kennari, fræðslumálastjóri fæddist þar 18. mars 1904 og lést 22. febrúar 1995.
Foreldrar hans voru Elías Bjarnason bóndi á Hunkubökkum á Síðu og víðar, yfirkennari í Reykjavík, höfundur reikningsbóka, f. 17. júní 1879 í Hörgsdal, d. 4. janúar 1970, og kona hans Pálína Elíasdóttir frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja, f. 28. apríl 1885, d. 7. ágúst 1974.

Meðal barna Pálínu og Elíasar:
1. Helgi Elíasson kennari í Eyjum, fræðslumálastjóri, f. 18. mars 1904, d. 22. febrúar 1995.
2. Helga Jóna Elíasdóttir kennari í Eyjum, söngstjóri, f. 26. nóvember 1905, d. 8. mars 2003.

Helgi var með foreldrum sínum í Hörgsdal á Síðu til 1906, í Prestbakkakoti þar 1906-1911, á Hunkubökkum þar 1911-1920.
Hann lauk kennaraprófi 1925, stundaði nám í Gjedved Lærerseminarium á Jótlandi 1927, sótti kennaranámskeið í Þýskalandi 1928 og 1929, stundaði nám í háskóla í Hamborg 1928-1929, kynnti sér skólastörf í allmörgum utanferðum í Bretlandi, Þýskalandi, á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum.
Helgi var smábarnakennari í Eyjum 1925-1926, var stundakennari og forfallakennari í Miðbæjarskólanum í Reykjavík 1927-1928 og 1929-1930, var kennari þar og jafnframt aðstoðarmaður fræðslumálastjóra 1930-1931.
Hann var settur fræðslumálastjóri 1931-1934, fulltrúi fræðslumálastjóra 1934-1944, fræðslumálastjóri frá 1944-1974.
Helgi var prófdómari í Kennaraskólanum, síðar Kennaraháskólanum árum saman, sat í milliþinganefnd um skólamál 1945, sat í stjórn Ríkisútgáfu námsbóka.
Rit: Gagn og gaman I-II, lesbók fyrir byrjendur (ásamt Ísaki Jónssyni) 1933 (margoft síðan), Lög og reglur um skólamál á Íslandi, 1944. Um heimavistarskóla, 1940.
Helstu ritgerðir: Um skólamál á Íslandi 1874-1944, í Almanaki Þjóðvinafélagsins fyrir 1946. Sérprentað: Úr Bretlandsför, í Menntamálum 1947-1948. Sérprentað: Yfirlitsgreinar um íslensk skólamál í skýrslu danska menntamálaráðuneytisins: Folkeskolen og læreseminarierne. Greinar í Menntamálum.
Hann var útgefandi Landabréfabókar ásamt fleiri 1961, (endurbætt útgáfa 1980).
Þau Hómfríður giftu sig 1934, eignuðust fjögur börn.
Hólmfríður lést 1982, og Helgi 1995.

I. Kona Helga, (18. mars 1934), var Þuríður Hólmfríður Davíðsdóttir húsfeyja, f. 9. september 1911 á Þórshöfn á Langanesi, d. 28. mars 1982. Foreldrar hennar voru Davíð Petersen Kristjánsson kaupmaður á Þórshöfn og í Reykjavík, f. 7. apríl 1885, d. 1. ágúst 1960, og kona hans Halldóra Arnljótsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1876, d. 25. nóvember 1959.
Börn þeirra:
1. Þórhallur Helgason viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 17. september 1934. Kona hans Arnbjörg Örnólfsdóttir.
2. Gunnlaugur Helgason tæknifræðingur, f. 2. febrúar 1936. Fyrri kona hans Ólöf Finnbogadóttir. Kona hans Valgerður Björnsdóttir.
3. Bergljót Gyða Helgadóttir kennari, f. 23. janúar 1938. Maður hennar Aðalsteinn Davíðsson.
4. Haraldur Helgason arkitekt, f. 9. desember 1939. Kona hans Karen Eiríksdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 4. mars 1995. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.