„Helga Jóna Elíasdóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Helga Jóna Elíasdóttir. '''Helga Jóna Elíasdóttir''' frá Hörgsdal á Síðu, V.-Skaft., húsfreyja, kennari fæddist þar 26. nóvember 1905 og lést 8. mars 2003 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.<br> Forerldrar hennar voru Elías Bjarnason bóndi á Hunkubökkum á Síðu og víðar, yfirkennari í Reykjavík, höfundur reikningsbóka, f. 17. júní 1879 í Hörgsdal, d. 4. janúar 1970, og kona hans Pálína...)
 
m (Verndaði „Helga Jóna Elíasdóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 25. janúar 2023 kl. 11:55

Helga Jóna Elíasdóttir.

Helga Jóna Elíasdóttir frá Hörgsdal á Síðu, V.-Skaft., húsfreyja, kennari fæddist þar 26. nóvember 1905 og lést 8. mars 2003 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Forerldrar hennar voru Elías Bjarnason bóndi á Hunkubökkum á Síðu og víðar, yfirkennari í Reykjavík, höfundur reikningsbóka, f. 17. júní 1879 í Hörgsdal, d. 4. janúar 1970, og kona hans Pálína Elíasdóttir frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja, f. 28. apríl 1885, d. 7. ágúst 1974.

Meðal barna þeirra var
1. Helgi Elíasson kennari í Eyjum, fræðslumálastjóri, f. 18. mars 1904, d. 22. febrúar 1995.

Helga var með foreldrum sínum í Hörgsdsdal til 1906, í Prestbakkakoti á Síðu 1906-1911, á Hunkubökkum þar 1911-1920, í Reykjavík 1920-1933.
Hún lauk kennaraprófi í Kennaraskóla Íslands 1926.
Helga var kennari í Vestmannaeyjum 1926-27, heimiliskennari við Elliðaár 1927-29, kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík 1929-33, skólastjóri Barnaskólans á Þórshöfn 1933-35, og kenndi þar síðan flest ár til 1956, oftast stundakennari. Hún var kennari við Barnaskólann í Reykholti í Biskupstungum frá 1956-58.
Helga Jóna var söngstjóri í Sauðaneskirkju á Langanesi 1938-41, sat í fyrstu stjórn kvenfélagsins Hvatar, í stjórn kirkjukórsins og kenndi í einkatímum á orgel fram á efri ár. Helga Jóna var búsett í Reykjavík frá 1958.
Þau Óli Pétur giftu sig 1933, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Þórshöfn, í Reykholti í Biskupstungum, og Reykjavík frá 1958.
Óli Pétur lést 1973 og Helga Jóna 2003.

Maður Helgu Jónu, (19. maí 1933), var Óli Pétur Möller skólastjóri, f. 5. apríl 1904, d. 7. ágúst 1973. Foreldrar hans voru Sigþrúður Þórðardóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja á Þórshöfn, f. 1. desember 1876, d. 22. desember 1916, og Kristján Lúðvík Jónsson bókbindari, sjómaður, síðar verksmiðjustarfsmaður Noregi, f. 2. maí 1873 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Elías Pálmi Ólason Möller skólastjóri, oddviti, framkvæmdastjóri á Þórshöfn, fyrrverandi alþingismaður, f. 1. maí 1934, d. 25. maí 2012. Kona hans Elsa Axelsdóttir.
2. Sigríður Óladóttir Möller húsfreyja, starfsmaður við heimilishjálp, f. 12. apríl 1935, d. 30. mars 2011. Maður hennar Gunnar S. Sigurbjörnsson.
3. Davíð Ólason Möller byggingameistari í Reykjavík, f. 30. nóvember 1936. Kona hans Kristjana Friðriksdóttir.
4. Gyðríður Elín Óladóttir Möller húsfreyja í Keflavík, f. 17. nóvember 1941, d. 3. desember 2018. Maður hennar Gerðar Óli Þórðarson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 14. mars 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.