„Dóra M. Ingólfsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Dóra Marguerite Ingibjörg Lind Ingólfsdóttir''' húsfreyja, hárgreiðslumeistari fæddist 19. október 1937 í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar voru Ingólfur Örn Pétursson verslunarstjóri í Reykjavík, f. 6. september 1907, d. 7. september 1984, og kona hans Marguerite (Mac Kenzie) Pétursson húsfreyja, f. 26. október 1912, d. 23. nóvember 1983. Dóra var með foreldrum sínum í æsku.<br> Hún lærði hárgreiðsluiðn í Permanentstofunni í Reykjavík. Meist...) |
m (Verndaði „Dóra M. Ingólfsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 8. ágúst 2022 kl. 10:00
Dóra Marguerite Ingibjörg Lind Ingólfsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari fæddist 19. október 1937 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ingólfur Örn Pétursson verslunarstjóri í Reykjavík, f. 6. september 1907, d. 7. september 1984, og kona hans Marguerite (Mac Kenzie) Pétursson húsfreyja, f. 26. október 1912, d. 23. nóvember 1983.
Dóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lærði hárgreiðsluiðn í Permanentstofunni í Reykjavík. Meistari hennar var Ingibjörg Halldórsdóttir. Hún lauk sveinsprófi 1957 og meistarabréf fékk hún 1960.
Dóra hefur unnið við iðn sína.
Hún flutti til Eyja 1960.
Þau Þorsteinn giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Bræðratungu, voru komin að Austurhlíð 4 1967 og bjuggu þar við Gosið 1973. Fjölskyldan flutti í Hafnarfjörð og síðan í Viðlagasjóðshús í Holtsbúð í Garðabæ. Þar búa þau enn (2022).
Börn þeirra:
1. Unnar Örn Þorsteinsson, með doktorspróf, kennari, f. 27. mars 1960, ókvæntur.
2. Stefán Gísli Þorsteinsson, flutningastjóri, f. 4. desember 1966. Kona hans Hildur Jóhannsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.