„Matthildur Sigurjónsdóttir (Strandbergi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Matthildur Sigurjónsdóttir. '''Matthildur Sigurjónsdóttir''' frá Strandbergi við Strandveg 39a, húsfreyja, læknaritari, háskólanemi fæddist 21. janúar 1957 og lést 7. mars 2011 á Landspítalanum.<br> I. Faðir hennar var Sigurjón Friðþjófur Jónsson símritari, loftskeytamaður, loftsiglingafræðingur, flugumsjónarmaður f. 6. apríl 1925 í Reykjavík,...) |
m (Verndaði „Matthildur Sigurjónsdóttir (Strandbergi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 11. júlí 2022 kl. 16:36
Matthildur Sigurjónsdóttir frá Strandbergi við Strandveg 39a, húsfreyja, læknaritari, háskólanemi fæddist 21. janúar 1957 og lést 7. mars 2011 á Landspítalanum.
I. Faðir hennar var Sigurjón Friðþjófur Jónsson símritari, loftskeytamaður, loftsiglingafræðingur, flugumsjónarmaður f. 6. apríl 1925 í Reykjavík, d. 8. desember 2000.
I. Móðir Matthildar er Ragnheiður Sigurðardóttir frá Stakkagerði, húsfreyja, lyfjatæknir, f. 20. mars 1929.
Börn Ragnheiðar og Sigurjóns:
1. Jón Ari Sigurjónsson vélvirki í Kanada, f. 26. janúar 1952. Barnsmóðir hans Lovísa Gísladóttir. Kona hans Sigríður Oddný Gunnlaugsdóttir.
2. Matthildur Sigurjónsdóttir húsfreyja, læknaritari, háskólanemi, f. 21. janúar 1957, d. 7. mars 2011. Maður hennar Börkur Bragi Baldvinsson.
3. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir húsfreyja, textílforvörður, textíllistamaður, kennir textílsögu, fyrrum safnstjóri á Hvoli á Dalvík, f. 29. september 1958. Fyrrum maður hennar Jón Árnason. Maður hennar Hjörleifur Hjartarson.
4. Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur, f. 19. desember 1962. Kona hans Auður Svanhvít Sigurðardóttir.
5. Sigurjón Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari, f. 15. mars 1967. Barnsmóðir hans Ólöf Reynisdóttir. Sambúðarkona Steinunn Þorsteinsdóttir.
Matthildur var með foreldrum sínum í æsku, á Strandbergi og Hólagötu 29, flutti með þeim til Reykjavíkur 1961.
Hún lauk prófi í gagnfræðaskóla, lauk námi í læknaritun í Fjölbrautarskólanum í Ármúla, stundaði nám í náttúrufræði í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri frá 2005 og vann að BSc-ritgerð um þúfur í íslenskri náttúru, er hún lést.
Matthildur vann ýmis störf, um skeið í Kramhúsinu.
Þau Börkur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast við Laugarnesveg 25.
Matthildur lést 2011.
I. Maður Matthildar var Börkur Bragi Baldvinsson, f. 8. júní 1963. Foreldrar hans Baldur Lárus Guðjónsson, f. 26. júlí 1933, d. 18. apríl 2008, og kona hans Halla Engilráð Stefánsdóttir, f. 2. apríl 1932, d. 3. nóvember 2013.
Börn þeirra:
1. Breki Mar Barkarson, f. 10. janúar 1985. Barnsmóðir hans Ninna Karla Katrínardóttir.
2. Íris Katrín Barkardóttir, f. 5. júlí 1986. Barnfaðir Hjálmar.
3. Sigurjón Mar Barkarson, f. 23. júní 1992.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 15. mars 2011. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.