„Inga Hrefna Lárusdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Inga Hrefna Lárusdóttir''' frá Gröf í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, húsfreyja, starfsmaður í Hraunbúðum fæddist 22. júní 1929 í Gröf og lést 25. nóvember 2014 á Landspítalanum.<br> Foreldrar hennar voru Lárus Jónsson bóndi, f. 1. október 1889, d. 9. mars 1971, og kona hans Halldóra Jóhannsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 27. apríl 1888, d. 16. febrúar 1974. Inga Hrefna var með foreldrum sínum.<br> Hún sótti húsmæðraskól...) |
m (Verndaði „Inga Hrefna Lárusdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 18. janúar 2022 kl. 11:05
Inga Hrefna Lárusdóttir frá Gröf í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, húsfreyja, starfsmaður í Hraunbúðum fæddist 22. júní 1929 í Gröf og lést 25. nóvember 2014 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Lárus Jónsson bóndi, f. 1. október 1889, d. 9. mars 1971, og kona hans Halldóra Jóhannsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 27. apríl 1888, d. 16. febrúar 1974.
Inga Hrefna var með foreldrum sínum.
Hún sótti húsmæðraskóla og Flensborgarskólann í Hafnarfirði.
Inga Hrefna hóf nám í hjúkrun, vann við Sjúkrahúsið og var starfsmaður í Hraunbúðum.
Þau Jakob giftu sig 1952, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Boðaslóð 1, en síðast á Hólagötu 50.
Jakob lést 1979.
Inga Hrefna bjó síðar á Boðaslóð 12. Hún lést 2014.
Maður Ingu Hrefnu, (13. desember 1952), var Jakob Sigurður Sigurjónsson bifreiðastjóri, f. 23. júní 1928, d. 20. október 1979.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Rúnar Jakobsson, f. 16. apríl 1953 á Boðaslóð 1, d. 4. júlí 2018.
2. Lárus Halldór Jakobsson, f. 21. júlí 1958 að Boðslóð 1, d. 10. október 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 6. desember 2014. Minning Ingu Hrefnu.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.