„Gísli Símonarson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 21: Lína 21:
*Manntal 1801.
*Manntal 1801.
*[[Sigfús M. Johnsen]]. ''Saga Vestmannaeyja''. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1946.}}
*[[Sigfús M. Johnsen]]. ''Saga Vestmannaeyja''. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1946.}}
 
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Kaupmenn]]
[[Flokkur: Kaupmenn]]
[[Flokkur: Verslun]]
[[Flokkur: Verslun]]

Útgáfa síðunnar 5. desember 2021 kl. 14:13

Gísli Símonarson kaupmaður og eigandi Garðsverzlunar fæddist 1773 og lést í október 1837 í Kaupmannahöfn.
Foreldrar hans voru Símon Jónsson bóndi í Málmey, á Skálá og Tjörnum í Sléttuhlíð í Skagafirði, f. 1730, d. 1794, og kona hans Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1736, d. 7. október 1819

Gísli var verzlunarþjónn hjá Jakobeus í Keflavík 1801, varð síðar kaupmaður í Reykjavík og Eyjum.
Hann keypti Höfðaverslun af ekkju J.L. Busch 1825 og rak hana til dánardægurs 1837.
Sören Jacobsen stórkaupmaður í Kaupmannahöfn hafði keypt Garðsverzlun af erfingjum Westy Petreus 1830, en afsal fór fram 1832. Hann seldi Gísla hálfa verzlunina með afsali 9. janúar 1833 og hinn helminginn keypti Gísli af þrotabúi Sörens með afsali 14. febrúar 1835.
Gísli þótti mikill dugnaðar og þrekmaður. Hann bjó í Reykjavík og Kaupmannahöfn, en hafði verzlunarstjóra fyrir sig í Eyjum. Hann andaðist ári eftir kaupin.
Ekkja hans Guðrún Bjarnadóttir seldi svo verzlunina Jens Jakobi Benediktssen 1838.

I. Sambúðarkona Gísla, skildu, var Guðrún Einarsdóttir, f. 1791 í Götuhúsum í Reykjavík, d. 13. júlí í Kaupmannahöfn, nefnd ,,Hundadagadrottning” vegna fylgilags hennar við Jörund hundadagakonung meðan hann dvaldi á Íslandi. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson húsmaður í Götuhúsi III, síðar í Þingholti í Reykjavík, og kona hans Málmfríður Einarsdóttir húsfreyja, húskona, f. 9. ágúst 1764 í Neðstalandi í Öxnadal í Eyjafirði, d. 27. júlí 1841.

II. Kona Gísla, (26. desember 1806), var Guðrún Bjarnadóttir Simonsen húsfreyja, f. 1785, d. 25. júlí 1851 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hennar voru Bjarni Tómasson bóndi í Framnesi og Hofdölum í Skagafirði, f. um 1745, d. 1789, og kona hans Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 1751 í Skagafirði, d. 27. desember 1830 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Guðrún Gísladóttir húsfreyja í Kaupmannahöfn, f. 1808, d. 28. júní 1862 í Kaupmannahöfn. Maður hennar Kristján Opfer Frydensberg.
2. Karl Gísli Gunnar Gíslason lögfræðingur í Kaupmannahöfn, almennt talinn sonur Cartenskjölds stiftamtsmanns, f. 28. nóvember 1813 í Kaupmannahöfn, d. 22. ágúst 1884. Kona hans Ida Klara Kjerulf.
3. Kristín Gísladóttir, f. 1816, d. 1850 í Kaupmannahöfn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.