„Óskar Bjarnasen (Haukabergi)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 16: | Lína 16: | ||
I. Kona Óskars, (1925), var [[Rannveig Helgadóttir Bjarnasen |Rannveig Jóhanna Helgadóttir Bjarnasen]] frá [[Dalbær|Dalbæ]], f. 3. febrúar 1898 á Seyðisfirðir, d. 22. apríl 1956.<br> | I. Kona Óskars, (1925), var [[Rannveig Helgadóttir Bjarnasen |Rannveig Jóhanna Helgadóttir Bjarnasen]] frá [[Dalbær|Dalbæ]], f. 3. febrúar 1898 á Seyðisfirðir, d. 22. apríl 1956.<br> | ||
Börn þeirra:<br> | Börn þeirra:<br> | ||
1. [[Baldur Guðjón Bjarnasen]] flugvirki, yfirflugvélstjóri, f. 27. janúar 1927 á Haukabergi, d. 12. febrúar 2012.<br> | 1. [[Baldur G. Bjarnasen|Baldur Guðjón Bjarnasen]] flugvirki, yfirflugvélstjóri, f. 27. janúar 1927 á Haukabergi, d. 12. febrúar 2012.<br> | ||
2. [[Ethel Maggý Bjarnasen]] húsfreyja, danskennari, bankastarfsmaður, f. 26. mars 1930 á Haukabergi, d. 29. desember 2001.<br> | 2. [[Ethel Maggý Bjarnasen]] húsfreyja, danskennari, bankastarfsmaður, f. 26. mars 1930 á Haukabergi, d. 29. desember 2001.<br> | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Útgáfa síðunnar 17. október 2021 kl. 14:15
Óskar Antonsson Bjarnasen skrifstofumaður, fulltrúi, útgerðarmaður, húsvörður fæddist 21. mars 1899 í Vík í Mýrdal og lést 22. október 1957 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Anton Gísli Emil Pétursson Bjarnasen verslunarstjóri, f. 6. desember 1864, d. 21. mars 1916, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 29. desember 1859 á Arnarbæli í Ölfusi, d. 5. mars 1955.
Börn Antons og Guðrúnar Jónsdóttur:
1. Jóhann Antonsson Bjarnasen f. 26. júní 1885, d. 24. september 1953.
2. Karl Antonsson Bjarnasen, f. 18. október 1889, d. 1915.
Börn Antons og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur:
3. Axel Antonsson Bjarnasen, f. 3. febrúar 1895, d. 25. september 1967.
4. Óskar Antonsson Bjarnasen, f. 21. mars 1899, d. 22. október 1957.
Óskar var með foreldrum sínum í æsku, í Vík við fæðingu, fluttist með þeim til Eyja 1900, var með þeim í Garðinum 1910. Hann missti föður sinn 1916, var verslunarfulltrúi í Dagsbrún 1920, skrifari á Haukabergi 1927, skrifstofumaður þar 1930, var í útgerð um skeið.
Þau Rannveig fluttu til lands 1932, þar sem Óskar varð húsvörður Háskóla Íslands til dánardægurs.
Þau giftu sig 1925, eignuðust tvö börn. Þau byggðu Haukaberg við Vestmannabraut 11 og bjuggu þar frá 1926.
Rannveig lést 1956 og Óskar 1957.
I. Kona Óskars, (1925), var Rannveig Jóhanna Helgadóttir Bjarnasen frá Dalbæ, f. 3. febrúar 1898 á Seyðisfirðir, d. 22. apríl 1956.
Börn þeirra:
1. Baldur Guðjón Bjarnasen flugvirki, yfirflugvélstjóri, f. 27. janúar 1927 á Haukabergi, d. 12. febrúar 2012.
2. Ethel Maggý Bjarnasen húsfreyja, danskennari, bankastarfsmaður, f. 26. mars 1930 á Haukabergi, d. 29. desember 2001.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.