„Gísli Sigurður Guðjónsson (prentari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|100px|''Gísli Sigurður Guðjónsson. '''Gísli Sigurður Guðjónsson''' frá Vestari-Uppsölum, prentsmiður, heildsa...)
 
m (Verndaði „Gísli Sigurður Guðjónsson (prentari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. nóvember 2020 kl. 17:06

Gísli Sigurður Guðjónsson.

Gísli Sigurður Guðjónsson frá Vestari-Uppsölum, prentsmiður, heildsali fæddist þar 12. januar 1939 og lést 12. apríl 2007.
Foreldrar hans voru Guðjón Sigurður Gíslason netagerðarmaður, múrari í Eyjum og Reykjavík, f. 15. júní 1910, d. 6. apríl 1987, og kona hans Laufey Bergmundsdóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1911, d. 21. júní 1996.

Gísli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam prentiðn í Prentsmiðjunni Odda í Reykjavík og lauk sveinsprófi í setningu 1959.
Hann vann hjá Oddaprentsmiðju og síðar í Prentsmiðjunni Hólum, en hóf síðan eigin rekstur við pappírsheildsölu og rak hana síðan.
Þau Auður giftu sig 1972, eignuðust eitt barn.
Gísli Sigurður lést 2007.

I. Kona Gísla, (2. desember 1972), er Auður Fanney Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 14. janúar 1936 að Stapaseli í Stafholtstungum í Borgarfirði. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson bóndi í Stapaseli og síðan Flóðatanga í Stafholtstungum, f. 24. júní 1895, d. 21. desember 1990, og kona hans Ingibjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1895, d. 3. nóvember 1989.
Barn þeirra:
1. Reynir Sigurður Gíslason viðskiptafræðingur, f. 22. nóvember 1976. Kona hans Sigríður Edda Hafberg.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.