„Borgþór H. Jónsson (veðurfræðingur)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Borgþór Hafsteinn Jónsson. '''Borgþór Hafsteinn Jónsson''' frá Bergstöðum, veðurfræðingur í Reykjavík f...) |
m (Verndaði „Borgþór H Jónsson (veðurfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. júní 2020 kl. 15:27
Borgþór Hafsteinn Jónsson frá Bergstöðum, veðurfræðingur í Reykjavík fæddist 9. apríl 1924 á Bergstöðum og lést 12. nóvember 2002.
Foreldrar hans voru Jón Hafliðason sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 2. febrúar 1887, d. 13. júlí 1972, og kona hans Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 3. september 1883, d. 16. júlí 1970.
Börn Sigríðar og Jóns:
1. Stefán Matthías Þorsteinn Jónsson sjómaður, verslunarmaður, síðast á Seltjarnarnesi, f. 22. febrúar 1911 á Bergstöðum, d. 11. apríl 1974.
2. Margrét Guðbjörg Jónsdóttir, f. 9. febrúar 1913 á Bergstöðum, d. 1. febrúar 1981.
3. Júlíus Jónsson, f. 17. júlí 1915 á Bergstöðum, skírður 25. desember 1915, finnst ekki síðar, hvorki við húsvitjun né á dánarskrá.
4. Borgþór Hafsteinn Jónsson veðurfræðingur, f. 9. apríl 1924 á Bergstöðum, d. 12. nóvember 2002.
Borgþór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1940, stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík 1945. Hann var við nám í verkfræðideild Háskóla Íslands 1945-1946, tók próf í veðurfræði í Sveriges Meterologiska och Hydrologiska Institut (SMH) í Stokkhólmi 1948. Hann sótti fyrirlestra og ráðstefnur um veðurfræði í London 1962, í Stokkhólmi 1963, í Moskvu 1966, London 1968 og Genf 1979, Hafísráðstefnur í Reykjavík 1969 og 1979.
Borgþór var veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í Reykjavík 1948-1952, á Keflavíkurflugvelli 1952-1979, deildarstjóri frá 1963 til starfsloka 1994. Um árabil kenndi hann einnig verðandi flugumferðarstjórum veðurfræði hjá Flugmálastjórn.
Ritstörf:
1. Greinar um veðurfræði í blöðum og tímaritum.
2. Grein í bókinni Hafísinn, Reykjavík 1969.
3. Vikuleg erindi í útvarpi um veðurfræði og skyld efni 1970-1975 og veðurspár í sjónvarpi frá 1978-1998.
Borgþór hlaut afmælismerki Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar 1950 til 1990.
Þau Rannveig giftu sig 1951, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Keflavík, en í Reykjavík frá 1973.
Borgþór lést 2002 og Rannveig 2010.
I. Kona Borgþórs Hafsteins, (20. október 1951), var Rannveig Árnadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 14. apríl 1924, d. 4. mars 2010. Foreldrar hennar voru Árni Einarsson klæðskerameistari, f. 4. desember 1886, d. 19. janúar 1974, og kona hans Guðrún Árnadóttir húsfreyja, f. 5. september 1885, d. 29. september 1960.
Börn þeirra:
1. Erna Borgþórsdóttir húsfreyja, förðunarfræðingur, f. 28. janúar 1960. Maður hennar Óskar Alvarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Íslenzkir samtíðarmenn. Jón Guðnason og Pétur Haraldsson. Bókaútgáfan Samtíðarmenn. Reykjavík 1965-1970.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 22. nóvember 2002. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Skýrsla um Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1930-1943.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.