„Uni Runólfsson (Sandfelli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Uni Runólfsson''' frá Skagnesi í Mýrdal, bóndi á Syðri-Kvíhólma og Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum fæddist 25. mars 1833 og lést 5. nóvember 1913 á Sandfelli.<br> Forel...)
 
m (Verndaði „Uni Runólfsson (Sandfelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 1. maí 2020 kl. 16:18

Uni Runólfsson frá Skagnesi í Mýrdal, bóndi á Syðri-Kvíhólma og Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum fæddist 25. mars 1833 og lést 5. nóvember 1913 á Sandfelli.
Foreldrar hans voru Runólfur Sigurðsson frá Gularási í A-Landeyjum, bóndi og skáld á Skagnesi, f. 17. janúar 1798, d. 19. júní 1862 á Skagnesi, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja, f. 1798 á Dyrhólum í Mýrdal, d. 13. apríl 1868 á Skagnesi.

Uni var með foreldrum sínum á Skagnesi til ársins 1834, á Litlu-Heiði 1834-1838, á Skagnesi 1838-1841/3. Hann var tökubarn og síðan vinnumaður í Hryggjum 1842/3-1855, hjá foreldrum sínum á Skagnesi 1855-1858, húsmaður í Suður-Hvammi 1858-1859, í Hryggjum 1859-1860. Hann var bóndi á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum 1860-1872, í Hólakoti þar 1872-1880, á Eyvindarhólum þar frá 1880, ekkill í Syðra-Hólakoti 1890 og 1901.
Uni flutti til Ingveldar dóttur sinnar á Sandfelli 1906.
Hann lést 1913.

Kona Una, (24. júlí 1858), var Elín Skúladóttir frá Skeiðflöt í Mýrdal, húsfreyja, f. 28. mars 1836, d. 8. júní 1879. Foreldrar hennar voru Skúli Markússon bóndi á Skeiðflöt, f. 1797 í Bólstað í Mýrdal, hrapaði til bana í snjóflóði í Hafursey 1. desember 1848, og kona hans Solveig Sveinsdóttir frá Brekkum í Mýrdal, húsfreyja, f. 1798, d. 16. desember 1865.
Börn Elínar og Una í Eyjum:
1. Ingveldur Unadóttir húsfreyja á Sandfelli, f. 10. ágúst 1869, d. 29. desember 1940.
2. Sigurður Unason vinnumaður á Sveinsstöðum 1901, sjómaður, f. 8. janúar 1876, fórst með skipinu Oak 1903.
3. Katrín Unadóttir sjókona, húsfreyja, verkakona, f. 13. september 1878, d. 8. ágúst 1950.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.