„Katrín Bára Bjarnadóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Katrín Bára Bjarnadóttir''' húsfreyja, verslunarmaður fæddist 15. júlí 1943. <br> Foreldrar hennar voru Bjarni Jóhannesson úr Flatey, síðar á Rifi á Snæfellsnesi,...) |
m (Verndaði „Katrín Bára Bjarnadóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 9. desember 2019 kl. 17:12
Katrín Bára Bjarnadóttir húsfreyja, verslunarmaður fæddist 15. júlí 1943.
Foreldrar hennar voru Bjarni Jóhannesson úr Flatey, síðar á Rifi á Snæfellsnesi, sjómaður í Reykjavík, afgreiðslumaður, rak bifreiðastöðina Bifröst, f. 10. desember 1905, d. 19. maí 1967, og kona hans Hólmfríður Lovísa Ólafsdóttir úr Ólafsvík, húsfreyja, verkakona, f. 28. ágúst 1905, d. 18. nóvember 1967.
Katrín var með foreldrum sínum, lauk fjórða bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og vann verslunarstörf.
Þau Kristján Þór giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn, bjuggu í Odense meðan Kristján nam tæknifræði þar.
Þau fluttust til Eyja, byggðu og bjuggu í Grænuhlíð 16 til Goss, byggðu síðan hús við Birkihlíð og bjuggu þar, en skildu.
Katrín Bára er tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (1963), var Kristján Þór Kristjánsson tæknifræðingur, framkvæmdastjóri, kennari, f. 10. desember 1941 í Reykjavík, d. 29. mars 2017.
Börn þeirra:
1. Kolbrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Hraunbúðum, f. 15. febrúar 1966. Maður hennar Elías Friðriksson.
2. Kristján Þór Kristjánsson kerfisfræðingur í Danmörku, f. 20. október 1967. Kona hans Helga Loftsdóttir.
3. Fríða Dröfn Kristjánsdóttir snyrtifræðingur, f. 15. september 1974. Sambúðarmaður hennar Eyþór Víðisson.
II. Síðari maður Katrínar Báru, (1982 ), er Björgvin Þór Jóhannsson skólastjóri Vélskóla Íslands, f. 5. maí 1940. Foreldrar hans voru Jóhann Vilhjálmsson frá Grænagarði í Gerðahreppi, Gull., bifreiðastjóri í Hafnarfirði, f. 14. júlí 1907, d. 31. mars 1980, og kona hans Guðrún Halldóra Guðjónsdóttir frá Réttarholti í Gerðahreppi, Gull., húsfreyja, f. 6. nóvember 1909, d. 17. desember 1996.
Barn þeirra:
4. Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur, sagnfræðingur, f. 24. mars 1982. Sambúðarmaður hennar Marteinn Sindri Jónsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Katrín Bára.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.