„Páll Guðmundsson (Jómsborg)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Páll Guðmundsson''' verkamaður í [[Jómsborg]] fæddist | '''Páll Guðmundsson''' verkamaður í [[Jómsborg]] fæddist 16. október 1841 á Strönd í V-Landeyjum og lést 24. apríl 1936.<br> | ||
Faðir hans var Guðmundur bóndi og smiður á Strönd í V-Landeyjum, f. 13. maí 1808, d. 13. mars 1885, Pálsson bónda og þjóðhagasmiðs á Velli í Breiðabólstaðarsókn, síðast á Óttarsstöðum í Garðasókn, Gull., f. 2. mars 1787, d. 18. júlí 1851, Árnasonar bónda skálds og hreppstjóra í Dufþaksholti í Hvolhreppi, f. 1755, d. 4. nóvember 1838, Egilssonar, og fyrri konu Árna Egilssonar, Guðnýjar húsfreyju, f. 1753, d. 2. september 1806, Pálsdóttur. <br> | Faðir hans var Guðmundur bóndi og smiður á Strönd í V-Landeyjum, f. 13. maí 1808, d. 13. mars 1885, Pálsson bónda og þjóðhagasmiðs á Velli í Breiðabólstaðarsókn, síðast á Óttarsstöðum í Garðasókn, Gull., f. 2. mars 1787, d. 18. júlí 1851, Árnasonar bónda skálds og hreppstjóra í Dufþaksholti í Hvolhreppi, f. 1755, d. 4. nóvember 1838, Egilssonar, og fyrri konu Árna Egilssonar, Guðnýjar húsfreyju, f. 1753, d. 2. september 1806, Pálsdóttur. <br> | ||
Móðir Guðmundar í Jómsborg og kona Páls á Óttarsstöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 6. nóvember 1770, d. 4. september 1841, Björnsdóttir bónda í Syðstu-Mörk u. Eyjafjöllum 1801, f. 1741, Magnússonar, og konu Björns, Þorbjargar húsfreyju, f. 21. febrúar 1748, d. eftir 1813, Daðadóttur prests Guðmundssonar.<br> | Móðir Guðmundar í Jómsborg og kona Páls á Óttarsstöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 6. nóvember 1770, d. 4. september 1841, Björnsdóttir bónda í Syðstu-Mörk u. Eyjafjöllum 1801, f. 1741, Magnússonar, og konu Björns, Þorbjargar húsfreyju, f. 21. febrúar 1748, d. eftir 1813, Daðadóttur prests Guðmundssonar.<br> |
Útgáfa síðunnar 6. desember 2021 kl. 20:33
Páll Guðmundsson verkamaður í Jómsborg fæddist 16. október 1841 á Strönd í V-Landeyjum og lést 24. apríl 1936.
Faðir hans var Guðmundur bóndi og smiður á Strönd í V-Landeyjum, f. 13. maí 1808, d. 13. mars 1885, Pálsson bónda og þjóðhagasmiðs á Velli í Breiðabólstaðarsókn, síðast á Óttarsstöðum í Garðasókn, Gull., f. 2. mars 1787, d. 18. júlí 1851, Árnasonar bónda skálds og hreppstjóra í Dufþaksholti í Hvolhreppi, f. 1755, d. 4. nóvember 1838, Egilssonar, og fyrri konu Árna Egilssonar, Guðnýjar húsfreyju, f. 1753, d. 2. september 1806, Pálsdóttur.
Móðir Guðmundar í Jómsborg og kona Páls á Óttarsstöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 6. nóvember 1770, d. 4. september 1841, Björnsdóttir bónda í Syðstu-Mörk u. Eyjafjöllum 1801, f. 1741, Magnússonar, og konu Björns, Þorbjargar húsfreyju, f. 21. febrúar 1748, d. eftir 1813, Daðadóttur prests Guðmundssonar.
Móðir Páls í Jómsborg og kona Guðmundar á Strönd var Elín húsfreyja, f. 31. janúar 1822, d. 3. september 1885, Magnúsdóttir bónda á Fitjarmýri u. Eyjafjöllum, f. 7. október 1797, d. 7. desember 1859, Magnússonar bónda á Lágafelli, Búðarhóli og Búðarhóls-Norðurhjáleigu í A-Landeyjum, f. 1763, d. 26. júní 1839, Jónssonar, og síðari konu Magnúsar á Lágafelli, Elínar húsfreyju 1774, d. 17. júlí 1843, Þorsteinsdóttur.
Móðir Elínar á Strönd og kona Magnúsar á Fitjarmýri var Ólöf húsfreyja á Fitjamýri, f. 9. október 1795, d. 12. júlí 1864, Magnúsdóttir bónda á Fitjarmýri, f. 1760, d. 22. maí 1843, Þorlákssonar, og konu Magnúsar, Vigdísar húsfreyju, f. 1765, d. 19. ágúst 1840, Jónsdóttur.
Páll Guðmundsson var hjá foreldrum sínum á Strönd í V-Landeyjum 1845 og er þar enn 1860, var vinnumaður í Vestri-Tungu í V-Landeyjum 1870.
Þau Guðfinna fluttust til Reykjavíkur og bjuggu í Hansabæ.
Þau fluttust í Landeyjar og voru þar í vinnumennsku.
Hann var vinnumaður í Miðkoti í V-Landeyjum 1890, en Guðfinna var í vinnumennsku í Vestri-Fíflholtshjáleigu með Guðmund son sinn 1890.
Þau slitu samvistum
Páll fluttist til Eyja frá Norðfirði 1904 og var hjá Guðmundi syni sínum og konu hans Elínu Runólfsdóttur í Jómsborg 1910, verkamaður. Hann var á Kirkjuhól, (Bessastíg 4), 1930.
Kona Páls (skildu) var Guðfinna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1853 á Írafelli í Kjós., d. 1. apríl 1936.
Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Írafelli, f. 11. nóvember 1820, d. 31. ágúst 1855, Jónsson bónda í Hvítárholti í Hrunamannahreppi, f. 1779, d. 16. ágúst 1832, Einarssonar bónda í Hlíð þar 1801, f. 1751, d. fyrir manntal 1816, Jónssonar, og konu Einars í Hlíð, Þóru húsfreyju, f. 1739, d. 23. janúar 1819, Beinteinsdóttur.
Móðir Guðmundar á Írafelli og kona Jóns Einarssonar var Vilborg húsfreyja í Hvítárholti, f.
1778 á Jaðri í Hrunamannahreppi, d. 11. september 1839, Jónsdóttir, og móður Vilborgar í Hvítárholti, Rannveigar húsfreyju í Gröf, f. 1754, d. 20. desember 1814, Stefánsdóttur.
Móðir Guðfinnu var Sigríður húsfreyja á Írafelli í Kjós, f. 9. júní 1828, d. 27. júlí 1863, Jónsdóttir bónda í Unnarholti í Ytrhrepp í Árn., f. 7. júlí 1788, d. 8. október 1850, Guðbrandssonar bónda á Stóru-Völlum á Landi og í Unnarholti, f. 1739, d. í apríl 1813, Jónssonar, og síðari konu Guðbrands, Þóreyjar húsfreyju, f 1750 á Bergþórshvoli í V-Landeyjum, d. 28. júlí 1819 í Unnarholti.
Móðir Sigríðar á Írafelli og fyrri kona Jóns Guðbrandssonar var Guðfinna húsfreyja í Unnarholti, f. 21. apríl 1796, d. 21. febrúar 1832, Jónsdóttir bónda á Ósabakka og Helgastöðum í Biskupstungum og Hörgsholti í Hrunamannahreppi, f. 1763, d. 22. júní 1849, Magnússonar, og konu Jóns á Ósabakka, Kristínar húsfreyju, f. 1772, d. 28. janúar 1860, Jónsdóttur.
Guðfinna fluttist að Stóra-Núpi í Gnúpvejahreppi 1903 og var þar til æviloka, blind síðustu 20 árin.
Börn Páls og Guðfinnu voru:
1. Guðmundur Pálsson sjómaður, smiður og bóndi í Brekkuhúsi, f. 15. janúar 1884, d. 3. mars 1956, kvæntur Elínu Runólfsdóttur húsfreyju, f. 20. september 1873, d. 7. mars 1969.
2. Sigurjón Pálsson sjómaður og verkamaður í Eyjum og Reykjavík, f. 21. júní 1887, d. 4. júní 1968.
3. Helgi Pálsson bóndi í Ey í V-Landeyjum, f. 23. febrúar 1889, d. 26. mars 1976, kvæntur Margréti Árnadóttur frá Lágafelli í A-Landeyjum, f. 2. júní 1887, d. 6. júní 1956.
4. Elías Pálsson yfirfiskimatsmaður í Reykjavík, f. 23. júlí 1891, d. 6. október 1977, kvæntur Margréti Halldórsdóttur frá Seyðisfirði.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Elín Guðfinnsdóttir.
- Nokkrar Árnesingaættir – ættarskrár og niðjatal. Sigurður E. Hlíðar. Útg. höfundur 1956.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.