„Sigríður Gísladóttir (Eyjarhólum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigríður Júlíana Gísladóttir''' frá Eyjarhólum, húsfreyja fæddist 29. júlí 1904 í Hlíð og lést 7. október 1991.<br> Foreldrar hans voru Gísl...)
 
m (Verndaði „Sigríður Gísladóttir (Eyjarhólum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. ágúst 2019 kl. 18:09

Sigríður Júlíana Gísladóttir frá Eyjarhólum, húsfreyja fæddist 29. júlí 1904 í Hlíð og lést 7. október 1991.
Foreldrar hans voru Gísli Geirmundsson sjómaður, þurrabúðarmaður á Eyjarhólum, f. 9. janúar 1874 á Kalmanstjörn á Reykjanesi, d. 9. júlí 1919 og kona hans Þórunn Jakobína Hafliðadóttir, f. 30. janúar 1875 í Fjósum í Mýrdal, d. 27. maí 1965.

Börn Þórunnar Jakobínu Hafliðadóttur og Gísla Geirmundssonar voru:
1. Hafliði Gíslason rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 28 maí 1902, d. 27. ágúst 1974.
2. Sigríður Júlíana Gísladóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1904, d. 7. október 1991.
3. Jóhannes Gunnar gjaldkeri, f. 14. júlí 1906, d. 20. nóvember 1973.
4. Guðlaugur bæjarstjóri, alþingismaður, f. 1. ágúst 1908, d. 6. mars 1993.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, í Hlíð við fæðingu, var með þeim á Suðurnesjum og í Hafnarfirði, síðast á Eyjarhólum.
Þórður var verksmiðjustjóri í fiskimjölsverksmiðju Gísla J. Johnsen 1925-1926.
Þau Þórður giftu sig 1925, eignuðust tvö börn. Runólfur fæddist á Þrúðvangi, Skólavegi 22 1927, en Jakobína í Reykjavík.
Þau fluttust til Reykjavíkur, bjuggu á Ásvallagötu 16, þá á Hávallagötu 27 og síðar í Tómasarhaga. Jakobína móðir Sigríðar bjó hjá þeim frá 1938 til dánardægurs.
Sigríður Júlíana lést 1991 og Þórður 1994.

Maður hennar, (5. desember 1925), var Þórður Bjartmar Runólfsson járnsmiður, vélfræðingur, öryggiseftirlitsstjóri, kennari, f. 15. september 1899 í Saltvík á Kjalarnesi, d. 31. júlí 1994. Foreldrar hans voru Runólfur Þórðarson bóndi, verkamaður, f. 25. ágúst 1874, d. 20. apríl 1947, og kona hans Kristín Jónsdóttir, f. 9. júlí 1874, d. 6. nóvember 1912.
Börn þeirra:
1. Runólfur Þórðarson efnaverkfræðingur, verksmiðjustjóri í Áburðarverksmiðjunni, f. 30. september 1927 á Þrúðvangi, Skólavegi 22. Kona hans Hildur Halldórsdóttir.
2. Jakobína Þórðardóttir tækniteiknari, deildarstjóri alþjóðadeildar Rauða Krossi Íslands, f. 9. september 1930 í Reykjavík, 27, d. 13. mars 2017. Maður hennar Jón Þorláksson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.