„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2002/ „Ég tala bara sjómannamál““: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 67: | Lína 67: | ||
Þeir komu oft í land a laugardagskvöldum eða aðfaranótt sunnudags. Pabbi var þá búinn að fletta Biblíunni sinni olíuvotum höndum og undirbúa orð að flytja söfnuðinum í Betel síðdegis á sunnudegi. Til marks um þessa iðju eru sundurlesnar Biblíur í henglum og olíukámugar spássíur. Athugasemdir krotaðar á miða eða neðnmáls. Hann undirbjó ræður sínar í vélarrúminu á Gæfunni með annað augað á hæðarboxinu og vélarhitanum. Taktfastur hrynjandi gamla Caterpillarsins spilaði undir hugleiðingar um boðskap Frelsarans og sögur Gamla testamentisins. Síðan var farið á dekk. veiðafærum kastað og þau dregin og gert að aflanum. Hefðbundið sjómannslíf við Íslandsstrendur, ekki svo frábrugðið tilveru fiskimannanna við Genesaretvatn sem fyrstir hlýddu kallinu: „Fylg þú mér.“ | Þeir komu oft í land a laugardagskvöldum eða aðfaranótt sunnudags. Pabbi var þá búinn að fletta Biblíunni sinni olíuvotum höndum og undirbúa orð að flytja söfnuðinum í Betel síðdegis á sunnudegi. Til marks um þessa iðju eru sundurlesnar Biblíur í henglum og olíukámugar spássíur. Athugasemdir krotaðar á miða eða neðnmáls. Hann undirbjó ræður sínar í vélarrúminu á Gæfunni með annað augað á hæðarboxinu og vélarhitanum. Taktfastur hrynjandi gamla Caterpillarsins spilaði undir hugleiðingar um boðskap Frelsarans og sögur Gamla testamentisins. Síðan var farið á dekk. veiðafærum kastað og þau dregin og gert að aflanum. Hefðbundið sjómannslíf við Íslandsstrendur, ekki svo frábrugðið tilveru fiskimannanna við Genesaretvatn sem fyrstir hlýddu kallinu: „Fylg þú mér.“ | ||
Eftir verðskuldaða næturhvíld fór pabbi fram úr, rakaði sig og fór í sparifötin. Stundum fór hann í labbitúr með okkur krakkana. Þá var oft komið við í Tótaturni eða Skýlinu og keypt malt og súkkulaði eða ís. Yfir vetrartímann var sunnudagaskóli klukkan 13 í Betel. Þar komu krakkarnir í hundraðatali og þröngt setinn bekkurinn. Þeir sungu svo undir tók í salnum og þótt oft væri reynt að lyfta þakinu með söngnum þá er það víst enn á sínum stað. Eftir að börnin höfðu fengið að heyra Biblíusögu með myndskýringum sem Anna Jónsdóttir eða einhver annar sagði og enn meira og hærra hafði verið sungið, sagði pabbi framhaldssögu af Kalla og Elsu. Sú saga gerðist á kristniboðsakrinum í Afríku og fjallaði um ungan pilt, son kristniboða, og ljónynju sem hann tók ástfóstri við sem hvolp og kallaði Elsu. Lentu þau í ýmsum ævintýrum. Eftir því sem ég veit best prjónaði pabbi þessa sögu á staðnum og fléttaði inn í hana ýmsu sem hann hafði heyrt og lesið af lífsreynslu kristniboða í heitum löndum. Heyra mátti saumnál detta meðan hann sagði söguna og lofaði alltaf framhaldi í næstu viku. Að loknum sunnudagaskólanum stungu krakkarnir peningi í | Eftir verðskuldaða næturhvíld fór pabbi fram úr, rakaði sig og fór í sparifötin. Stundum fór hann í labbitúr með okkur krakkana. Þá var oft komið við í Tótaturni eða Skýlinu og keypt malt og súkkulaði eða ís. Yfir vetrartímann var sunnudagaskóli klukkan 13 í Betel. Þar komu krakkarnir í hundraðatali og þröngt setinn bekkurinn. Þeir sungu svo undir tók í salnum og þótt oft væri reynt að lyfta þakinu með söngnum þá er það víst enn á sínum stað. Eftir að börnin höfðu fengið að heyra Biblíusögu með myndskýringum sem Anna Jónsdóttir eða einhver annar sagði og enn meira og hærra hafði verið sungið, sagði pabbi framhaldssögu af Kalla og Elsu. Sú saga gerðist á kristniboðsakrinum í Afríku og fjallaði um ungan pilt, son kristniboða, og ljónynju sem hann tók ástfóstri við sem hvolp og kallaði Elsu. Lentu þau í ýmsum ævintýrum. Eftir því sem ég veit best prjónaði pabbi þessa sögu á staðnum og fléttaði inn í hana ýmsu sem hann hafði heyrt og lesið af lífsreynslu kristniboða í heitum löndum. Heyra mátti saumnál detta meðan hann sagði söguna og lofaði alltaf framhaldi í næstu viku. Að loknum sunnudagaskólanum stungu krakkarnir peningi í söfnunarbaukinn, Svarta Fúsa. Ofan á bauknum var svartur karl sem kinkaði kollinum í þakklætisskyni fyrir hvern pening sem datt í baukinn. | ||
'''Langdræg ræða'''<br> | '''Langdræg ræða'''<br> | ||
Lína 75: | Lína 75: | ||
Eftir samkomu löbbuðu þeir bræður inn eftir Faxastíg þar sem sá inn á Ál og austur fyrir Bjarnarey eða inn fyrir Hástein. Það var litið til lofts og sjávar og rætt um veðurspána áður en farið var í kvöldmat. Eftir kvöldmatinn var farið í gallabuxurnar og Viktoríupeysuna, sixpensaranum skellt á kollinn, kysst bless og aftur haldið til sjós. | Eftir samkomu löbbuðu þeir bræður inn eftir Faxastíg þar sem sá inn á Ál og austur fyrir Bjarnarey eða inn fyrir Hástein. Það var litið til lofts og sjávar og rætt um veðurspána áður en farið var í kvöldmat. Eftir kvöldmatinn var farið í gallabuxurnar og Viktoríupeysuna, sixpensaranum skellt á kollinn, kysst bless og aftur haldið til sjós. | ||
[[Mynd:Predikarinn Einar í Betel með augum Sigmunds.png|250px|thumb|Predikarinn Einar í Betel með augum Sigmunds]]Pabbi var alltaf sjómaður í hjarta sínu. Honum lét vel að vitna í að margir lærisveinanna sem Jesús gerði að sínum nánustu vinum og samstarfsmönnum voru fiskimenn og sumir skapheitir. Fremstir í fylkingu lærisveina Lausnarans voru ekki rykfallnar heybrækur eða liðleskjur heldur sjóaðir dugnaðarstrákar, þaulvanir fiskveiðum, róðri og netabætingum. Þar var ekki spurt um prófgráður eða ætterni. | |||
'''Sjómaður af hjarta'''<br> | |||
[[Mynd:Predikarinn Einar í Betel með augum Sigmunds.png|250px|thumb|Predikarinn Einar í Betel með augum Sigmunds]]Pabbi var alltaf sjómaður í hjarta sínu. Honum lét vel að vitna í að margir lærisveinanna sem Jesús gerði að sínum nánustu vinum og samstarfsmönnum voru fiskimenn og sumir skapheitir. Fremstir í fylkingu lærisveina Lausnarans voru ekki rykfallnar heybrækur eða liðleskjur heldur sjóaðir dugnaðarstrákar, þaulvanir fiskveiðum, róðri og netabætingum. Þar var ekki spurt um prófgráður eða ætterni. Í Betel kenndu „ólærðir leikmenn“ líkt og postularnir Pétur og Jóhannes eru kynntir í Postulasögu 4.12. Þrumusynirnir Jakob og Jóhannes og sá skapheiti Símon Pétur hefðu allt eins sómt sér á vetrarvertíð í Eyjum og á netabátum í Gyðingalandi. | |||
Honum þótti því ekkert að því þótt stundum hvessti í ræðustólnum og hann sló ekkert af. Lét menn heyra það óþvegið, sagði þeim að hirða pokann sinn. Ef einhver fann að því að svona talsmáti eða háttalag væri ekki við hæfi virðulegs safnaðarleiðtoga og boðbera orðsins þá sagði hann að þetta væri bara sjómannamál. Menn skyldu athuga það að til sjós þyrfti að tala skýru máli og vafningalaust! | Honum þótti því ekkert að því þótt stundum hvessti í ræðustólnum og hann sló ekkert af. Lét menn heyra það óþvegið, sagði þeim að hirða pokann sinn. Ef einhver fann að því að svona talsmáti eða háttalag væri ekki við hæfi virðulegs safnaðarleiðtoga og boðbera orðsins þá sagði hann að þetta væri bara sjómannamál. Menn skyldu athuga það að til sjós þyrfti að tala skýru máli og vafningalaust! | ||
Auk þess að vera sjómaður starfaði pabbi mikið að ýmsu sem laut að útgerð og sjómennsku. Hann gerðist skoðunarmaður gúmbáta veturinn 1955 og vann við það árum saman part úr vetri ásamt Óskari bróður sínum, Kjartani Ólafssyni á Hrauni og öðrum. Eyjamenn höfðu forgöngu um notkun gúmbjörgunarbáta sem björgunartækja hér við land. | Auk þess að vera sjómaður starfaði pabbi mikið að ýmsu sem laut að útgerð og sjómennsku. Hann gerðist skoðunarmaður gúmbáta veturinn 1955 og vann við það árum saman part úr vetri ásamt Óskari bróður sínum, Kjartani Ólafssyni á Hrauni og öðrum. Eyjamenn höfðu forgöngu um notkun gúmbjörgunarbáta sem björgunartækja hér við land. Ýmsir skipstjórnarmenn keyptu báta sem ætlaðir voru til notkunar um borð í flugvélum og settu í báta sína. Þessir bátar sönnuðu gildi sitt þegar í byrjun 6. áratugarins þegar skipbrotsmenn af ''Veigu'', ''Guðrúnu'', ''Glað'' og ''Halkion'' komust lífs af í gúmbátum. Hér í Eyjum hannaði Runólfur Jóhannson geymslukistur, sem tóku öðrum hirslum fram fyrir gúmbáta. Reynslan hér sýndi að fanglína bátanna var í upphafi of veik og skipti pabbi um og setti í sterkari línur. Þetta braut í bága við reglugerð og olli nokkru fjaðrafoki. Það lægði þegar framleiðendur sjálfir, fóru að setja sterkari fangalínur í bátana. Vélskoðunarmaður gerðist pabbi árið 1957. Þægilegt var að samræma það embætti gúmbátaskoðuninni og síðar starfi við höfnina. | ||
'''Hætt til sjós'''<br> | '''Hætt til sjós'''<br> | ||
Haustið 1963 varð fjölskylda okkar fyrir reiðarslagi sem öllu breytti. Þann 6. október lést móðir mín, Guðný Sigurmundsdóttir, skyndilega af barnsförum. Eftir þetta vildi pabbi ekki stunda sjóinn. Vildi heldur vera nálægt okkur krökkunum og vinna í landi. Guðrún Margrét var þá 14 ára, ég 10 ára og Sigurmundur Gísli ekki nema 6 ára. Við vorum vitanlega erfingjar mömmu og því orðin beinir aðilar að útgerðinni. Pabbi hafði á orði að honum hugnaðist ekki að gera út á móti börnunum sínum og tilkynnti | Haustið 1963 varð fjölskylda okkar fyrir reiðarslagi sem öllu breytti. Þann 6. október lést móðir mín, Guðný Sigurmundsdóttir, skyndilega af barnsförum. Eftir þetta vildi pabbi ekki stunda sjóinn. Vildi heldur vera nálægt okkur krökkunum og vinna í landi. Guðrún Margrét var þá 14 ára, ég 10 ára og Sigurmundur Gísli ekki nema 6 ára. Við vorum vitanlega erfingjar mömmu og því orðin beinir aðilar að útgerðinni. Pabbi hafði á orði að honum hugnaðist ekki að gera út á móti börnunum sínum og tilkynnti Óskari að hann vildi hætta útgerð og það varð úr. Gœfa VE 9 var seld og lauk þar með útgerðarsögu þeirra bræðra. Pabbi fór að vinna hjá Hafnarsjóði og varð verkstjóri á grafskipinu Vestmannaey. Einnig var hann mikið með hafnsögubátinn Létti. Fór hann margar ferðir með Jóni I. Sigurðssyni, lóðsi, inn fyrir Eiði að sækja skip, oft í misjöfnum veðrum. Léttir lá lágt á bárunni og mátti vart sjá á stundum hvort hann væri ofan sjávar eða neðan. En þeir félagar treystu Létti og var gott samstarf með þeim Jóni á Látrum og Einari í Betel.<br> | ||
Pabbi kvæntist aftur 11. apríl 1964 Sigurlínu Jóhannsdóttur. Sigurlína gekk okkur systkinum í móðurstað og eignuðust þau pabbi dótturina Guðnýju 1965. Haustið 1970 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þegar pabbi var munstraður hjá Ffladelfíusöfnuðinum sem forstöðumaður. Hann gekk að því starfi af sömu atorkunni og hann hafði tamið sér í Vestmannaeyjum. Unni sér aldrei hvíldar og þótti sumarfríin best þegar hann gat predíkað tvisvar á dag. | Pabbi kvæntist aftur 11. apríl 1964 Sigurlínu Jóhannsdóttur. Sigurlína gekk okkur systkinum í móðurstað og eignuðust þau pabbi dótturina Guðnýju 1965. Haustið 1970 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þegar pabbi var munstraður hjá Ffladelfíusöfnuðinum sem forstöðumaður. Hann gekk að því starfi af sömu atorkunni og hann hafði tamið sér í Vestmannaeyjum. Unni sér aldrei hvíldar og þótti sumarfríin best þegar hann gat predíkað tvisvar á dag. | ||
Einar í Betel, eins og hann var ávallt kallaður hér í Eyjum, varð þekktastur fyrir þátttöku sína í kristilegu starfi og boðun. Fyrst sem Einar í Betel þar sem hann veitti söfnuðinum forstöðu í 22 ár (1948-70) og síðar sem Einar í Fíladelfíu en þar var hann forstöðumaður í tvo áratugi (1970-90). Hann bjó lengst af ævinnar hér í Vestmannaeyjum og hélt alltaf góðu sambandi við heimabyggðina eftir að hann flutti héðan haustið 1970. Rætur hans stóðu alltaf hér í Vestmannaeyjum og tengslin við Eyjarnar voru honum ómetanleg — þráður sem aldrei brast. | Einar í Betel, eins og hann var ávallt kallaður hér í Eyjum, varð þekktastur fyrir þátttöku sína í kristilegu starfi og boðun. Fyrst sem Einar í Betel þar sem hann veitti söfnuðinum forstöðu í 22 ár (1948-70) og síðar sem Einar í Fíladelfíu en þar var hann forstöðumaður í tvo áratugi (1970-90). Hann bjó lengst af ævinnar hér í Vestmannaeyjum og hélt alltaf góðu sambandi við heimabyggðina eftir að hann flutti héðan haustið 1970. Rætur hans stóðu alltaf hér í Vestmannaeyjum og tengslin við Eyjarnar voru honum ómetanleg — þráður sem aldrei brast.<br> | ||
'''Sjómannadagur í Eyjum'''<br> | '''Sjómannadagur í Eyjum'''<br> | ||
Þrátt fyrir að ævistarf pabba hafi öðru fremur orðið við trúboð og sálusorgun, held ég að hann hafi alltaf litið á sig fyrst og fremst sem sjómann. Í kirkjuári Einars í Betel voru | Þrátt fyrir að ævistarf pabba hafi öðru fremur orðið við trúboð og sálusorgun, held ég að hann hafi alltaf litið á sig fyrst og fremst sem sjómann. Í kirkjuári Einars í Betel voru fjórar stórhátíðir. Jól, páskar og hvítasunna eins og hjá öðrum kristnum mönnum. Fjórða stórhátíðin var svo Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum. Hann fann sig best í hópi sjómanna — ekki síst sjómanna í Eyjum. Honum var það mikils virði að vera beðinn um að koma hingað til Vestmannaeyja að minnast hrapaðra og drukknaðra við minnisvarðann við Landakirkju svo lengi sem heilsan leyfði. Það var á vissan hátt hápunktur ársins, allt annað varð að víkja fyrir sjómannadegi í Eyjum. Hér var hann á heimavelli, hitti gamla kunningja, vini og samferðarmenn. Hitt var ekki minna virði að mega deila með þeim gleði og sorg, geta miðlað þeirri huggun sem hann hafði sjálfur hlotið úr hendi Lausnarans. Það fer vel á að enda þennan pistil á orðum Jobs, sem pabbi vitnaði oft í hér á sjómannadag: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.“ | ||
:::::::'''Guðni Einarsson''' | :::::::'''Guðni Einarsson''' | ||
[[Mynd:Heimsigling Hugins.png|500px|center|thumb|Heimsigling Hugins. Myndin tekin þegar skipið var statt við miðbaug. F.v.: Grímur Magnússon, Gylfi Viðar Guðmundsson, Ómar Steinsson, Grímur Gíslason, Guðmundur Huginn Guðmundsson, Guðjón Sveinsson, Willum Andersen, Páll Grétarsson. Standandi fyrir aftan Guðmundur Ingi Guðmundsson jr]] | [[Mynd:Heimsigling Hugins.png|500px|center|thumb|Heimsigling Hugins. Myndin tekin þegar skipið var statt við miðbaug. F.v.: Grímur Magnússon, Gylfi Viðar Guðmundsson, Ómar Steinsson, Grímur Gíslason, Guðmundur Huginn Guðmundsson, Guðjón Sveinsson, Willum Andersen, Páll Grétarsson. Standandi fyrir aftan Guðmundur Ingi Guðmundsson jr]] | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Útgáfa síðunnar 19. júlí 2019 kl. 13:13
,,Ég tala bara sjómannamál“
Um sjómannsferil Einars í Betel
,,Ég tala bara sjómannamál,“ var viðkvæði hjá honum föður mínum, Einari J. Gíslasyni “ predikara og forstöðumanni, þegar einhverjum þótti hann taka sterklegar til orða en öðrum hérlendum guðsmönnum var tamt. Hann vitnaði gjarnan í postulann Pál sem skrifaði Kólossumönnum: „Mál yðar sé ætíð ljúflegt en salti kryddað til þess að þér vitið hvernig þér eigið að svara hverjum manni.“ Honum þótti ekkert verra að leyfa ómenguðu sjávarsaltinu krydda ræðuna enda sjómaður í hjarta sínu.
Bernskuheimili pabba á Arnarhóli hér í Vestmannaeyjum var sjómannsheimili. Faðir hans, Gísli Jónsson, var útgerðarmaður og skipstjóri. Móðurafi hans og nafni, Einar Þorsteinsson útvegsbóndi frá Arnarhóli í Vestur-Landeyjum, var og á heimilinu. Eins og tíðkaðist á fyrri hluta 20. aldarinnar blönduðust á Arnarhóli menning sjávar og sveita. Auk útgerðar var þar stundaður smábúskapur með nokkrar kýr og síðar kindur. Höfð voni vöruskipti við ættingja og vini í Landeyjunum. Þeir fengu fisk og til Eyja kom saltað hrossakjöt og fleira úr sveitinni. Sumarið var notað til heyöflunar, garðræktar og til að vaska og sólþurrka saltfisk. Á haustin voru hnýttir öngultaumar, gerðir hankar fyrir netasteina og netakúlur. Alla vertíðina voru verkaðir sundmagar. Að þessu unnu allir sem vettlingi gátu valdið, jafnt börn sem fullorðnir.
Á vetrarvertíðinni bættist fjöldi vermanna í hóp heimilismanna á Arnarhóli. Sömu menn komu ár eftir ár. Oftast kom Halldór Jóhannsson frá Arnarhóli í Landeyjum, á tuttugu og þrjár vertíðir. Eins komu vinnukonur eða vertíðarstúlkur yfir vertíðina.
Bróðir pabba, Óskar Magnús Gíslason, eða Óskar bróðir, eins og pabbi kallaði hann jafnan, var aðeins fjórtán ára þegar hann var ráðinn beitumaður og háseti á bát föðurs síns, Víking VE 133. Á sumrin var róið á dragnót og unnið meðan stætt var. Fjórar vetrarvertíðir réri Óskar án þess að taka hlut, peningarnir fóru í að borga ábyrgðir sem Gísli á Arnarhóli hafði gengist í fyrir Kaupfélagið Fram.
Sjómennska og hernám
Pabbi átti auðvelt með að muna upp á dag hvenær hann var fyrst skráður í skiprúm sem háseti á Víking VE 133. Sá dagur var skráður með eftirminnilegum hætti í Íslandssöguna, hernámsdagurinn 10. maí 1940. Þetta var einnig afmælisdagur ömmu á Arnarhóli, Guðnýjar Einarsdóttur. Skipstjóri á Víkingi þetta úthald var Óskar bróðir, Júlíus Snorrason á Hlíðarenda var vélstjóri og hásetar þeir Þórarinn Magnússon á Grundarbrekku og pabbi. Vetrarvertíðinni var að ljúka. Víkingur hafði verið gerður út á þorskanet. Nú var skipt um áhöfn að hluta, netin sett í land og skipt yfir á dragnót. Nýjum tógum var slegið undir og sömuleiðis nýrri nót. Pabbi segir svo frá í endurminningum.sínum, Einar í Betel (Reykjavík 1985), að þeir hafi verið að vinna við útbreidda nótina á Básaskersbryggju þegar Þorvaldur Guðjónsson skipstjóri frá Sandfelli, kom og sagði tíðindin af hernáminu. Pabbi lýsir upphafi sjómennsku sinnar svo:
„Í fyrsta róðrinum voru tekin nokkur höl til reynslu í Þríhamradjúpinu. Þangað átti hraunið frá Eldfelli síðar eftir að renna. Daginn eftir var róið snemma og nú að Einidrangi. Þegar afli úr fyrsta hali hafði verið innbyrtur, var mér fyrirlagt að elda fisk í matinn. Fór ég í kassann og tók fallegan skarkola. Nei, það mátti ég ekki, þetta var alltof dýr fiskur, ég átti heldur að taka ýsukóð. Það var gert og ýsan elduð upp úr sjó, þá þurfti ekki að salta í pottinn. Róðrar voru síðan stundaðir dag eftir dag. Við hvíldum okkur og miðin á sunnudögum. Sumir skörkuðu alla hvíldardaga líka og unnu sér aldrei helgi eða friðar. Þeir komust ekkert betur áfram en við og frá öllu sínu hafa þeir orðið að hverfa, einn af öðrum.“
Sjómennskan er ekki hættulaus og eins gott að vera vel vakandi. Í ágúst þetta sumar munaði litlu að pabbi færi fyrir borð eða slasaði sig á dragnótartógunum. Þeir voru austan við Þrídranga, þar sem kallað var „við flakið“. Það var kominn austan kaldi og tæpast lengur næði til veiða. „Fyrra tógið var komið út og nótin á eftir. Ég átti að kasta pokanum og gæta þess að hann flæktist ekki í seinni vænginn. Mér til skelfingar tek ég eftir því að ég stend inni í skiptilínu pokans. Pokinn er kominn „á streit“, herðir á línunni og ekki annað sýnna en ég muni hendast útbyrðis með nótinni. Hvorki var viðlit að stöðva bátinn né hætta við að kasta. Skipti nú engum togum að línan strekktist fast um fótinn. Ég gat skorðað mig undir öldustokknum og um leið kom alda undir bakborðshliðina. Eitt augnablik slaknaði á tóginu og mér tókst að losna.“
Þrír feðgar á einum kili
Um haustið hætti pabbi á Víkingi og sótti um inngöngu á vélstjórnarnámskeið sem haldið var hér í Eyjum. Aldurstakmarkið var 18 ár en hann átti um hálft ár í að uppfylla það skilyrði. Egill Kristbjörnsson vissi að með tímanum myndi rætast úr þessum ágalla hins áhugasama nemanda og hleypti honum á námskeiðið. Pabbi settist því á skólabekk og lauk prófi fyrsta stigs með fyrstu einkunn. Að loknu námskeiðinu fór hann í forföllum í róður á Víkingi. Um borð voru einnig faðir hans, Gísli á Arnarhóli, og Óskar bróðir. Amma, Guðný á Arnarhóli, aftók með öllu að það endurtæki sig að hún ætti þrjá á sama kili. Í þessum róðri varð atvik sem pabbi sagði að hefði latt sig til frekari sjómennsku.
„Ég tók baujuvaktina um nóttina. Við vorum suðaustan við Súlnasker í leiðindaveðri og talsverðum sjó. Það féll í hlut baujuvaktarinnar að halda við eldi í kolakyntri eldavél og hella upp á kaffi áður en ræst var klukkan sjö til að draga línuna. Ég var búinn að bæta kolum í eldavélina og ætlaði upp á dekk. Hófst þá alda undir bátinn og til að verja mig falli studdi ég mig við sjóðheita eldavélina. Fékk ég brunablöðrur á vinstri handarjaðar. Lét ég engan vita af þessu en stóð í blóðgun og færum allan daginn. Um kvöldið var komið sár á hendina og sjálfhætt að róa.“
Aðeins tveimur dögum síðar bauðst pabba starf við vélgæslu í Ísfélaginu og vann hann þar öll stríðsárin. Haustið 1946 fór pabbi í biblíuskóla í Stokkhólmi í Svíþjóð og naut þar kennslu Lewi Pethrusar og annarra forystumanna Hvítasunnuhreyfingarinnar í Svíþjóð. Þegar hann kom heim undir næsta vor gerðist hann trúboði og sinnti því starfi að mestu næstu þrjú árin. Dvaldi hann mikið á Austurlandi og Norðurlandi, m.a. á Siglufirði, þar sem margir komu á síldarárunum og kostaði sig sjálfan og fleiri til trúboðsins með peningum sem hann hafði lagt fyrir á stríðsámnum. Þessi lífsmáti braut algerlega í bág við hið viðtekna. Hann lýsir því svo í endurminningum sínum:
„Pabbi kom til mín, mjög raunamæddur yfir breytni minni. Hann las yfir mér,- hversu aumur ég væri. Öll systkini mín ættu þak yfir höfuðið nema ég. Bað hann mig að undirrita afsal þess efnis að ég samþykkti að taka við þriðjungs eign hans í vélbátnum „Víkingi“, mér að kostnaðarlausu, að öðru leyti en að ég hætti þessu trúboðsveseni. Það kom ekki til mála. Eftir þetta seldi pabbi Hauki Johnsen hlut sinn í bátnum.“
Jesús segir: „Líf manns er ekki tryggt með eigum hans.“ Allir eru að reyna að tryggja líf sitt með eignum og skyndilega eru þeir teknir í burtu frá öllu saman. „Hver fær þá það, sem þú hefur aflað?“ spyr Jesús. „Leitið fyrst Guðsríkis og þess réttlætis og þá mun yður veitast allt að auki.“ Þetta er leyndardómur, sa höndli sem höndlað getur.“
Boðun orðsins og bátasmíði
Pabbi og mamma, Guðný Sigurmundsdóttir, gengu í hjónaband 23. maí 1948. Þau voru samstíga í trúnni og helguðu fyrstu mánuði hjónabandsins trúboðsferðum um landið. Um haustið komu þau aftur til Vestmannaeyja og voru sett í embætti sem forstöðumannshjón í Betel þann 1. október. Þau fóru ásamt fleiri aftur á biblíuskóla í Svíþjóð árið 1950. Hvítasunnuhreyfingin fékk á þessum árum viðurkenningu sem trúfélag hér á landi og árið 1951 voru henni veitt prestsréttindi fyrir tvo presta. Pabbi var annar þeirra sem fékk réttindi og hinn var Ásmundur Eiríksson í Fíladelfíu í Reykjavík. Í framhaldi af því fór pabbi víða um land í trúboðs- og embættiserindum að vígja fólk í hjónaband og greftra.
Söfnuðurinn í Betel var lítill og fjárráðin takmörkuð. Starfið byggðist mikið á sjálfboðavinnu og lítið afgangs til uppihalds forstöðumannshjónum. Eftir því sem fjölskyldan í Betel stækkaði jókst þörfin fyrir daglegt brauð. Pabbi fór tímabundið í ýmis störf til að létta undir fjárhagnum, ýmist til sjós eða lands. Hann hafði stofnað til góðra kynna við Svíþjóð og mörg trúsystkini þar í landi sem entust mörg til æviloka. Það var ekki síst í Gautaborg, þar sem móðursöfnuður Betelsafnaðarins, Smyrnakirkjan er, og á eyjunum í nágrenni Gautaborgar sem þau kynni voru sterkust. Í fiskimannabyggðunum voru margir Hvítasunnumenn og þar fór pabbi oft um og predikaði í kirkjum þeirra.
Síðla vetrar 1955 bankaði Jóhann Pálsson, skipstjóri og aflakóngur, upp á í Betel og spurði pabba hvort hann gæti haft milligöngu um nýsmíði á báti í Svíþjóð. Svo vel vildi til að Albert Andersson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar í Djupvík og sölumaður fyrir J.M. bátavélar, var gestkomandi í Vestmannaeyjum. Gengið var frá pöntun á sjötíu tonna báti eftir teikningu Runólfs Jóhannssonar, skipasmiðs og skipaeftirlitsmanns í Vestmannaeyjum. Báturinn skyldi vera með J.M. Dieselvél og ganga tíu sjómílur. Afhending skyldi fara fram í lok ársins. Verðið var mun lægra en menn áttu að venjast. Að hluta má skýra það með því að „umboðsmaðurinn“ tók ekki venjuleg umboðslaun.
Bátunum fjölgar
Þeir pabbi og Jóhann fóru nokkrum sinnum til Svíþjóðar meðan á smíði bátsins stóð. Þeir gistu aðeins einu sinni í gistihúsi, annars var gist í gestaherbergjum Smyrnakirkjunnar. Það krafðist þess að Jóhann tæki nokkrum háttaskiptum að hætti húsráðenda. Hann mátti hvorki bölva né taka í nefið svo aðrir sæju til. Reyndist honum þetta auðvelt og var ævinlega kallaður „broder Johan“.
Afhending bátsins dróst nokkuð og eftir áramótin 1956 fór áhöfnin út að sækja Hannes lóðs VE 200. Pabbi var ráðinn annar vélstjóri, auk þess að vera milligöngumaður um afhendingu. Jóhann var skipstjóri og bræðurnir Sveinn og Guðmar Tómassynir voru vélstjóri og stýrimaður. Heimsiglingin hófst 24. febrúar og fengu þeir leiðindaveður á heimleiðinni. Ekki var næði til að elda frá því lagt var af stað þar til komið var upp undir Hjörleifshöfða að morgni sjötta dags.
Hannes lóðs reyndist vel og í framhaldinu leituðu fleiri útgerðarmenn til pabba með milligöngu um bátasmíði í Svíþjóð. Hafði hann m.a. milligöngu um smíði- Sindra VE 203 fyrir Fiskiðjuna og Gissurar hvíta SF 55 fyrir Óskar Valdimarsson og Ársæl Guðjónsson á Hornafirði. Svíarnir vildu treysta þessi samskipti og gera pabba að föstum umboðsmanni sínum hér á landi en hugur hans stóð ekki til þess. Hann gat þó notað þessi viðskipti til framdráttar fyrir hvítasunnustarfið, flutti m.a. inn hreinlætistæki og bekki í kirkjur safnaðarins í Vestmannaeyjum og Keflavík með bátunum. Þá urðu þessi viðskipti til að skjóta stoðum undir útgerð pabba og Óskars bróður hans.
Trilluútgerð á Albert
Hannesi lóðs átti að fylgja björgunarbátur, lítill trébátur eins og þá tíðkaðist. Jóhann Pálsson lét pabba fá björgunarbátinn sem hann lagði upp í trillu sem smíðuð var í skipasmíðastöðinni. Trillan var 25 feta löng, 9 feta breið og 4,5 feta djúp. Skrokkur hennar var fluttur heim með Hannesi lóðs. Þegar heim var komið gekk Vigfús Jónsson í Magna, mágur pabba, frá öllu tilheyrandi vél og lögnum. Gunnar Marel Jónsson byggði yfir bátinn, þiljaði af lúkar, hækkaði öldustokk og gerði stýrishús. Hann smíðaði líka ganeringu og stíur í fiskirúmið. Óli Bardal í Seglagerðinni Ægi saumaði segl á bátinn. Trillan fékk nafnið Albert og skráningarnúmer VE 337. Hófu þeir pabbi og Óskar róðra og drógu fyrst út þann 1. mars 1957 á nýja bátnum. Þann 3. mars fóru þeir í róður undir Sand og renndu færum á tuttugu föðmum. Lýsir pabbi því svo:
„Óskar bróðir sleit upp einn og einn fisk. Fór ég á miðfærið, fékk fisk og setti fast. Við vorum í stanslausu fiskiríi fram á miðjan dag. Þá henti Óskar kjölfestunni út og meiri hleðslu þoldi báturinn ekki. Röðuðum við stórum fiskum undir hljóðkút vélarinnar.
Það var mótdrægt á heimleiðinni, stöðugt gaf á og frussaði sjólöðrið yfir bátinn.. Sjór var á skammdekki. Góð véldrifin austurdæla vann sitt verk en stöðugt varð jafnframt að dæla með handdælu til að halda bátnum þurrum.
Þegar heim kom, lögðum við aflann upp í Fiskiðjuna og reyndist hann vera nærri þrjú tonn af góðum vertíðarfiski. Við skiptum við Fiskiðjuna öll okkar útgerðarár. Réði þar kunningsskapur við Ágúst Matthíasson og Þorstein Sigurðsson. Á þessum báti sóttum við að Þrídröngum, Geirfuglaskeri og austur opinn Skógarfoss. Að lokinni vetrarvertíð seldi ég bátinn Kjartani Ólafssyni á Túnsbergi, Eyþóri Sigurbergssyni á Sólheimum og Valdimar Árnasyni í Sigtúni. þeir seldu svo Gísla Magnússyni skipstjóra og útgerðarmann frá Skálholti. Hann lengdi Albert og gerði nýja yfirbyggingu. Þetta var þrítugasta og þriðja skip Gísla og það síðasta.“
Góð ár á Gæfu
Bræðurnir voru ákveðnir í að halda áfram útgerð og leituðu sér að stærri báti. Hann fundu þeir austur á Seyðisfirði, Freyju, tréskip smíðað í Djúpvík 1934 og hét fyrst Örn og þá gert út frá Keflavík. Bátinn nefndu þeir Gœfu, eftir áraskipi Einars Þorsteinssonar, móðurafa þeirra bræðra. Gœfa fékk skráningarnúmerið VE 9. Útgerðin gekk brösótt, vélin hafði séð betri daga og þurfti mikið viðhald. Báturinn sjálfur var hins vegar góður og þótti afar gott sjóskip. Pabbi sagðist alltaf hafa verið á góðum bátum en enginn tók þó Gœfunni fram í hans huga. „Ef maður var niðri í lúkar og vildi vita hvernig veðrið var þá þurfti maður að fara upp á dekk til að sjá það,“ sagði hann.
Gæfan var yfirleitt gerð út á handfæri á vetrarvertíð en humartroll og dragnót á sumrin. Óskar var yfirleitt skipstjóri og var bæði miðaglöggur og farsæll, fór vel með veiðarfæri og tapaði aldrei trolli, dragnót eða togheimum. Tvö sumur var Willum Andersen frá Sólbakka með Gœfu og var Óskar þá kokkur. Óskar var ekki síðri í því hlutverki en skipstjórninni, alltaf veislumatur á borðum og dúkað borð. Pabbi var vélstjóri öll árin sjö sem þeir gerðu Gœfu út. Það bar margt við í útgerðarsögu Gœfu og varð hún uppspretta margra kafla í sagnabanka Eyjamanna eins og frægt er orðið. Pabbi hafði einkar gaman af einu atviki og rekur það í endurminningum sínum. Þar komu við sögu Ásgeir Guðmundsson, háseti frá Norðfirði, og Christian Sarinesen, danskur maður, sem reri árum saman á Gæfu og var kokkur um borð. Það var í birtingu, einn morguninn á vetrarvertíðinni 1959 að þeir eru að dorga á færi sín suður við Skott, sunnan úr Einidrangi. Það var tregfiski, einn og einn þorskur sem beit á langt uppi í sjó. Á færunum voru litamerki úr plasti til að hægt væri að marka dýpið. „Nú fer Ásgeir að hríðdraga, hverja hífuna á fætur annarri. Svipað var á hinum færunum, nema hjá Sarinesen. Hann fékk ekki bein. Sarinesen spurði því Ásgeir: „Hvar fár du fisken, Asger?“ Svarið var langdregið: „Ha-a?“ Enn spyr Sarinesen og fær sama svar frá Ásgeiri. Nú fór að hitna í Sarinesen svo hann spyr höstuglega: „Hvar fár du fisken Asger?“ Eftir stutta stund svarar Ásgeir í mestu hógværð: „Í sjónum.“ Þá sprakk þolinmæði kokksins og hélt ég að hann myndi kasta færi, hníf og goggi útbyrðis. Hann sleppti tökum á færarúllunni svo færið fór vel í botn. Þegar hann náði stjórn á sér, fór hann að draga inn færið en þá var allt fast. Þegar svo stóð á var venja að andæfa á festuna og allir hinir drógu sín færi upp. Það fór að hnikast upp hjá Sarinesen og töldum við víst að þetta væri grjót úr föðurlandinu, eða nétadræsa. Snögglega léttir og sjáum við feikilega stóra lúðu í sjávarskorpunni. Náðist hún þegar inn og reyndist yfir hundrað kíló að þyngd. Var þetta persónulegur happadráttur Sarinesens og olli honum mikilli gleði. Hann dansaði um dekkið og hrópaði: „Det var pent gjort, det var pent gjort!“ Voru nú allar væringar við Ásgeir löngu gleymdar.“
Jöfn skipti og helgarfrí
Um borð í Gœfu var iðkuð jafnaðarmennska í verki og aflahlut skipt jafnt á milli áhafnarinnar. Þetta var óvenjulegt að ekki væri mismunað í launum eftir stöðum um borð. Annað, sem frábrugðið var í útgerð Gæfu öðrum bátum, var að Óskar hélt viðtekinni venju í skipstjórn sinni að róa ekki á sunnudögum og voru þeir bræður samhentir í þeirri stefnu. Þeir stunduðu sjóinn alla rúmhelga daga og Óskar tók oft einu hali meira en aðrir til að geta verið í landi um helgar.
Þeir komu oft í land a laugardagskvöldum eða aðfaranótt sunnudags. Pabbi var þá búinn að fletta Biblíunni sinni olíuvotum höndum og undirbúa orð að flytja söfnuðinum í Betel síðdegis á sunnudegi. Til marks um þessa iðju eru sundurlesnar Biblíur í henglum og olíukámugar spássíur. Athugasemdir krotaðar á miða eða neðnmáls. Hann undirbjó ræður sínar í vélarrúminu á Gæfunni með annað augað á hæðarboxinu og vélarhitanum. Taktfastur hrynjandi gamla Caterpillarsins spilaði undir hugleiðingar um boðskap Frelsarans og sögur Gamla testamentisins. Síðan var farið á dekk. veiðafærum kastað og þau dregin og gert að aflanum. Hefðbundið sjómannslíf við Íslandsstrendur, ekki svo frábrugðið tilveru fiskimannanna við Genesaretvatn sem fyrstir hlýddu kallinu: „Fylg þú mér.“
Eftir verðskuldaða næturhvíld fór pabbi fram úr, rakaði sig og fór í sparifötin. Stundum fór hann í labbitúr með okkur krakkana. Þá var oft komið við í Tótaturni eða Skýlinu og keypt malt og súkkulaði eða ís. Yfir vetrartímann var sunnudagaskóli klukkan 13 í Betel. Þar komu krakkarnir í hundraðatali og þröngt setinn bekkurinn. Þeir sungu svo undir tók í salnum og þótt oft væri reynt að lyfta þakinu með söngnum þá er það víst enn á sínum stað. Eftir að börnin höfðu fengið að heyra Biblíusögu með myndskýringum sem Anna Jónsdóttir eða einhver annar sagði og enn meira og hærra hafði verið sungið, sagði pabbi framhaldssögu af Kalla og Elsu. Sú saga gerðist á kristniboðsakrinum í Afríku og fjallaði um ungan pilt, son kristniboða, og ljónynju sem hann tók ástfóstri við sem hvolp og kallaði Elsu. Lentu þau í ýmsum ævintýrum. Eftir því sem ég veit best prjónaði pabbi þessa sögu á staðnum og fléttaði inn í hana ýmsu sem hann hafði heyrt og lesið af lífsreynslu kristniboða í heitum löndum. Heyra mátti saumnál detta meðan hann sagði söguna og lofaði alltaf framhaldi í næstu viku. Að loknum sunnudagaskólanum stungu krakkarnir peningi í söfnunarbaukinn, Svarta Fúsa. Ofan á bauknum var svartur karl sem kinkaði kollinum í þakklætisskyni fyrir hvern pening sem datt í baukinn.
Langdræg ræða
Klukkan 16.30 var svo samkoma í Betel, nema þegar farið var á Stakagerðistún og haldin útisamkoma. Þá voru hengdir hátalarar á gaflinn á bílskúrnum á Grundabrekku og settur upp hljóðnemi. Betelfólkið stóð með gítara sína, Guðni kokkur Ingvarsson þandi harmónikku og bræðurnir á Skaftafelli og fleiri spiluðu á ýmis strengjahljóðfæri. M.a man ég að Ingólfur í Lukku spilaði á fiðlu, Trausti í Hjarðarholti á mandólín, Óskar í Sólgarði spilaði á gítar og Haraldur á Skaftafelli á sög. Þessir fjórir voru bræður. Þarna var að sjálfsögðu einnig mikið kvennaval sem bæði söng og spilaði.
Pabbi var oft ræðumaður. Eins töluðu þeir oft Óskar bróðir hans og Halli á Grundarbrekku auk annarra. Pabba gat legið hátt rómur eins og kunnugt er. Einhverju sinni, þegar vestangola gældi við Eyjamenn á útisamkomu, segir sagan að lundaveiðimenn í Bjarnarey hafi ekki aðeins notið líflegs söngs Betelinganna á Stakagerðistúni heldur einnig fengið salti kryddaðan boðskapinn í mæltu máli þar sem þeir voru í sætum sínum að háfa lunda.
Eftir samkomu löbbuðu þeir bræður inn eftir Faxastíg þar sem sá inn á Ál og austur fyrir Bjarnarey eða inn fyrir Hástein. Það var litið til lofts og sjávar og rætt um veðurspána áður en farið var í kvöldmat. Eftir kvöldmatinn var farið í gallabuxurnar og Viktoríupeysuna, sixpensaranum skellt á kollinn, kysst bless og aftur haldið til sjós.
Sjómaður af hjarta
Pabbi var alltaf sjómaður í hjarta sínu. Honum lét vel að vitna í að margir lærisveinanna sem Jesús gerði að sínum nánustu vinum og samstarfsmönnum voru fiskimenn og sumir skapheitir. Fremstir í fylkingu lærisveina Lausnarans voru ekki rykfallnar heybrækur eða liðleskjur heldur sjóaðir dugnaðarstrákar, þaulvanir fiskveiðum, róðri og netabætingum. Þar var ekki spurt um prófgráður eða ætterni. Í Betel kenndu „ólærðir leikmenn“ líkt og postularnir Pétur og Jóhannes eru kynntir í Postulasögu 4.12. Þrumusynirnir Jakob og Jóhannes og sá skapheiti Símon Pétur hefðu allt eins sómt sér á vetrarvertíð í Eyjum og á netabátum í Gyðingalandi.
Honum þótti því ekkert að því þótt stundum hvessti í ræðustólnum og hann sló ekkert af. Lét menn heyra það óþvegið, sagði þeim að hirða pokann sinn. Ef einhver fann að því að svona talsmáti eða háttalag væri ekki við hæfi virðulegs safnaðarleiðtoga og boðbera orðsins þá sagði hann að þetta væri bara sjómannamál. Menn skyldu athuga það að til sjós þyrfti að tala skýru máli og vafningalaust! Auk þess að vera sjómaður starfaði pabbi mikið að ýmsu sem laut að útgerð og sjómennsku. Hann gerðist skoðunarmaður gúmbáta veturinn 1955 og vann við það árum saman part úr vetri ásamt Óskari bróður sínum, Kjartani Ólafssyni á Hrauni og öðrum. Eyjamenn höfðu forgöngu um notkun gúmbjörgunarbáta sem björgunartækja hér við land. Ýmsir skipstjórnarmenn keyptu báta sem ætlaðir voru til notkunar um borð í flugvélum og settu í báta sína. Þessir bátar sönnuðu gildi sitt þegar í byrjun 6. áratugarins þegar skipbrotsmenn af Veigu, Guðrúnu, Glað og Halkion komust lífs af í gúmbátum. Hér í Eyjum hannaði Runólfur Jóhannson geymslukistur, sem tóku öðrum hirslum fram fyrir gúmbáta. Reynslan hér sýndi að fanglína bátanna var í upphafi of veik og skipti pabbi um og setti í sterkari línur. Þetta braut í bága við reglugerð og olli nokkru fjaðrafoki. Það lægði þegar framleiðendur sjálfir, fóru að setja sterkari fangalínur í bátana. Vélskoðunarmaður gerðist pabbi árið 1957. Þægilegt var að samræma það embætti gúmbátaskoðuninni og síðar starfi við höfnina.
Hætt til sjós
Haustið 1963 varð fjölskylda okkar fyrir reiðarslagi sem öllu breytti. Þann 6. október lést móðir mín, Guðný Sigurmundsdóttir, skyndilega af barnsförum. Eftir þetta vildi pabbi ekki stunda sjóinn. Vildi heldur vera nálægt okkur krökkunum og vinna í landi. Guðrún Margrét var þá 14 ára, ég 10 ára og Sigurmundur Gísli ekki nema 6 ára. Við vorum vitanlega erfingjar mömmu og því orðin beinir aðilar að útgerðinni. Pabbi hafði á orði að honum hugnaðist ekki að gera út á móti börnunum sínum og tilkynnti Óskari að hann vildi hætta útgerð og það varð úr. Gœfa VE 9 var seld og lauk þar með útgerðarsögu þeirra bræðra. Pabbi fór að vinna hjá Hafnarsjóði og varð verkstjóri á grafskipinu Vestmannaey. Einnig var hann mikið með hafnsögubátinn Létti. Fór hann margar ferðir með Jóni I. Sigurðssyni, lóðsi, inn fyrir Eiði að sækja skip, oft í misjöfnum veðrum. Léttir lá lágt á bárunni og mátti vart sjá á stundum hvort hann væri ofan sjávar eða neðan. En þeir félagar treystu Létti og var gott samstarf með þeim Jóni á Látrum og Einari í Betel.
Pabbi kvæntist aftur 11. apríl 1964 Sigurlínu Jóhannsdóttur. Sigurlína gekk okkur systkinum í móðurstað og eignuðust þau pabbi dótturina Guðnýju 1965. Haustið 1970 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þegar pabbi var munstraður hjá Ffladelfíusöfnuðinum sem forstöðumaður. Hann gekk að því starfi af sömu atorkunni og hann hafði tamið sér í Vestmannaeyjum. Unni sér aldrei hvíldar og þótti sumarfríin best þegar hann gat predíkað tvisvar á dag.
Einar í Betel, eins og hann var ávallt kallaður hér í Eyjum, varð þekktastur fyrir þátttöku sína í kristilegu starfi og boðun. Fyrst sem Einar í Betel þar sem hann veitti söfnuðinum forstöðu í 22 ár (1948-70) og síðar sem Einar í Fíladelfíu en þar var hann forstöðumaður í tvo áratugi (1970-90). Hann bjó lengst af ævinnar hér í Vestmannaeyjum og hélt alltaf góðu sambandi við heimabyggðina eftir að hann flutti héðan haustið 1970. Rætur hans stóðu alltaf hér í Vestmannaeyjum og tengslin við Eyjarnar voru honum ómetanleg — þráður sem aldrei brast.
Sjómannadagur í Eyjum
Þrátt fyrir að ævistarf pabba hafi öðru fremur orðið við trúboð og sálusorgun, held ég að hann hafi alltaf litið á sig fyrst og fremst sem sjómann. Í kirkjuári Einars í Betel voru fjórar stórhátíðir. Jól, páskar og hvítasunna eins og hjá öðrum kristnum mönnum. Fjórða stórhátíðin var svo Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum. Hann fann sig best í hópi sjómanna — ekki síst sjómanna í Eyjum. Honum var það mikils virði að vera beðinn um að koma hingað til Vestmannaeyja að minnast hrapaðra og drukknaðra við minnisvarðann við Landakirkju svo lengi sem heilsan leyfði. Það var á vissan hátt hápunktur ársins, allt annað varð að víkja fyrir sjómannadegi í Eyjum. Hér var hann á heimavelli, hitti gamla kunningja, vini og samferðarmenn. Hitt var ekki minna virði að mega deila með þeim gleði og sorg, geta miðlað þeirri huggun sem hann hafði sjálfur hlotið úr hendi Lausnarans. Það fer vel á að enda þennan pistil á orðum Jobs, sem pabbi vitnaði oft í hér á sjómannadag: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.“
- Guðni Einarsson