„Eva Andersen (Sólbakka)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:
Þau skildu.<br>
Þau skildu.<br>
Börn Evu og Gísla voru:<br>
Börn Evu og Gísla voru:<br>
1. [[Erla Jóhanna Elísabet Gísladóttir (Hergilsey)|Erla]] húsfreyja í [[Hergilsey]], f. 26. október 1927 á [[Sólheimar|Sólheimum, Njarðarstíg 15]], d. 7. júní 2005, kona [[Valtýr Snæbjörnsson|Valtýs Snæbjörnssonar]].<br>
1. [[Erla Gísladóttir (Hergilsey)|Erla Jóhanna Elísabet Gísladóttir]] húsfreyja í [[Hergilsey]], f. 26. október 1927 á [[Sólheimar|Sólheimum, Njarðarstíg 15]], d. 7. júní 2005, kona [[Valtýr Snæbjörnsson|Valtýs Snæbjörnssonar]].<br>
2. [[Sonja Hansína Gísladóttir]], f. 4. júlí 1931 á [[Vesturhús]]um, d. 7. september 1987.<br>
2. [[Sonja Hansína Gísladóttir]], f. 4. júlí 1931 á [[Vesturhús]]um, d. 7. september 1987.<br>
3. [[Eygló Guðfinna Gísladóttir]], f. 26. október 1933 á [[Hásteinsvegur |Hásteinsvegi 5]], d. 13. mars 2011.<br>  
3. [[Guðfinna Eygló Gísladóttir]], f. 26. október 1933 á [[Hásteinsvegur |Hásteinsvegi 5]], d. 13. mars 2011.<br>  


II. Barnsfaðir Evu var Sigurður Pétur Norðfjörð Sigurðsson verslunarmaður, f. 20. október 1905, d. 24. júlí 1943.<br>
II. Barnsfaðir Evu var Sigurður Pétur Norðfjörð Sigurðsson verslunarmaður, f. 20. október 1905, d. 24. júlí 1943.<br>

Útgáfa síðunnar 10. apríl 2019 kl. 15:09

Eva Andersen.

Valgerður Ólafía Eva Andersen fæddist 9. nóvember 1908 og lést 17. september 1992.
Foreldrar hennar voru Hans Peter Andersen útgerðarmaður og skipstjóri á Sólbakka í Eyjum, ættaður frá Danmörku, f. 30. mars 1887 í Frederiksand, d. 6. apríl 1955 og kona hans Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1889, d. 23. nóvember 1934.

Eva var með foreldrum sínum á Löndum 1910 og á Sólbakka 1920.
Hún var tvígift:
I. Fyrri maður hennar var Gísli Finnsson kaupmaður, f. 19. júlí 1903, d. 2. maí 1983.
Þau skildu.
Börn Evu og Gísla voru:
1. Erla Jóhanna Elísabet Gísladóttir húsfreyja í Hergilsey, f. 26. október 1927 á Sólheimum, Njarðarstíg 15, d. 7. júní 2005, kona Valtýs Snæbjörnssonar.
2. Sonja Hansína Gísladóttir, f. 4. júlí 1931 á Vesturhúsum, d. 7. september 1987.
3. Guðfinna Eygló Gísladóttir, f. 26. október 1933 á Hásteinsvegi 5, d. 13. mars 2011.

II. Barnsfaðir Evu var Sigurður Pétur Norðfjörð Sigurðsson verslunarmaður, f. 20. október 1905, d. 24. júlí 1943.
Barn þeirra var
4. Kolbrún Sigurðardóttir Norðfjörð, f. 10. september 1940, d. 12. apríl 1954.
Hún var ættleidd 1947 af Valdimari Tómassyni, síðari manni Evu.

III. Síðari maður Evu var Valdimar Tómasson málari, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 23. febrúar 1904, d. 15. ágúst 1992.
Börn Evu og Valdimars:
5. Jóhanna Andersen Valdimarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. mars 1946. Maður hennar er Þórlindur Jóhannsson.
6. Laufey Valdimarsdóttir, f. 22. júní 1947.
7. Valdimar Ómar Valdimarsson, f. 23. mars 1950.

Úr minningargrein:
„Amma var mikil listakona í sér hvað snerti alla handavinnu og saumaskap, og bera mörg heimilin í fjölskyldunni okkar vott um það.
Þær voru ófáar flíkurnar sem hún saumaði á okkur og í mörg, mörg ár bjó hún allar gjafir til sjálf, bæði jóla- og afmælisgjafir.
Hún var mikið snyrtimenni og í öll þau 27 ár sem ég hef lifað man ég ekki eftir heimili hennar öðruvísi en allt væri í röð og reglu og hreint út úr dyrum.
Eitt af áhugamálum hennar til margra ára var garðrækt, og naut garðurinn hennar á Bústaðaveginum góðs af því á meðan hún bjó þar.“ (Kolbrún Þórlindsdóttir. Mbl. 24. sept. 1992).

ctr


Eva og börn hennar af báðum hjónaböndum.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Morgunblaðið 24. september 1992. Minning. Kolbrún Þórlindsdóttir.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.