„Vilhelmína Sigurðardóttir (Hlíðarási)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Vilhelmína Sigurðardóttir (Hlíðarási)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 4: | Lína 4: | ||
Bróðir Vilhelmínu var<br> | Bróðir Vilhelmínu var<br> | ||
1. [[Sigurður Norðfjörð ( | 1. [[Sigurður Norðfjörð (Sólheimum)|Jón ''Sigurður'' Pétur ''Norðfjörð'' Sigurðsson]] verkamaður, sjómaður, f. 22. júní 1894, d. 6. október 1969. | ||
Vilhelmína var með foreldrum sínum í Mjóafirði eystra í frumbernsku, en faðir hennar drukknaði við Eyjar 1894.<br> | Vilhelmína var með foreldrum sínum í Mjóafirði eystra í frumbernsku, en faðir hennar drukknaði við Eyjar 1894.<br> |
Núverandi breyting frá og með 10. júlí 2019 kl. 10:39
Vilhelmína Soffía Norðfjörð Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 10. október 1887 á Asknesi við Mjóafjörð eystra og lést 10. febrúar 1982 á Akureyri.
Foreldrar hennar voru Sigurður Pétur Jónsson Norðfjörð sjómaður, beykir á Kolableikseyri 1890, f. 23. desember 1860, d. 18. mars 1894, drukknaði við Eyjar, og Sigurlín Bjarnadóttir húsfreyja á Kolableikseyri í Mjóafirði, ekkja á Sólheimum 1910, f. 4. nóvember 1864 í Skálateigi á Norðfirði, d. 7. júlí 1916.
Bróðir Vilhelmínu var
1. Jón Sigurður Pétur Norðfjörð Sigurðsson verkamaður, sjómaður, f. 22. júní 1894, d. 6. október 1969.
Vilhelmína var með foreldrum sínum í Mjóafirði eystra í frumbernsku, en faðir hennar drukknaði við Eyjar 1894.
Hún var með móður sinni í Mjóafirði næstu árin og fluttist með henni til Eyja 1903.
Hún var vinnukona í Hlíðarási, er hún eignaðist Guðbjörgu Sigurlín 1904 og var þar með barnið 1906.
Hún fluttist til Seyðisfjarðar 1908, en barnið varð eftir hjá Sigurlín ömmu sinni.
Vilhelmína var með Jónatani og Guðrúnu barni þeirra í Steinhúsi á Siglufirði 1910, með honum og sex börnum þeirra og Guðbjörgu Sigurlín dóttur sinni á Hjalteyri við Eyjafjörð 1920, í Jónatanshúsi í Hrísey 1930.
Þau fluttust til Akureyrar 1938.
Jónatan lést 1961 og Vilhelmína 1982.
I. Barnsfaðir hennar var Bjarni Benediktsson frá Tumastöðum í Fljótshlíð, sjómaður, verkamaður, þá á Hrauni, síðar á Flateyri, f. 4. maí 1880, d. 11. júní 1954.
Barn þeirra var
1. Guðbjörg Sigurlín Bjarnadóttir, f. 22. desember 1904, d. 16. júlí 1991.
II. Maður Vihelmínu var Jónatan Guðmundsson húsasmiður, söðlasmiður, harmonikkuleikari, f. 28. júlí 1879 í Háakoti í Fljótum, Skagaf., d. 27. mars 1961. Foreldrar hans voru Guðmundur Pálsson, f. 4. febrúar 1841 í Brekku í Biskupstungum, síðar bóndi í Háakoti, d. 5. apríl 1916 á Húnsstöðum í Stíflu, og kona hans Guðrún Jónatansdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1845, d. 25. september 1925 í Lundi í Stíflu.
Börn þeirra:
1. Guðrún Jónatansdóttir húsfreyja, síðast á Seltjarnarnesi, f. 7. júlí 1909, d. 15. janúar 1993. Maður hennar var Erlendur Jónsson.
2. Gunnþóra Jónatansdóttir, f. 22. júlí 1910, d. 1910.
3. Sigurður Norðfjörð Jónatansson, f. 22. júlí 1910, d. 1910.
4. Guðmundur Jónatansson málarameistari, síðast á Akureyri, f. 16. september 1911, d. 17. október 1989. Kona hans María Júlíusdóttir.
5. Maríus Jónatansson, f. 19. janúar 1913, d. 1916.
6. Salbjörg Ingibjörg Jónatansdóttir, síðast í Reykjavík, f. 10. ágúst 1914, d. 11. nóvember 1990. Maður hennar, skildu, Óskar Sigurvin Kristjánsson.
7. Sigurður Norðfjörð Jónatansson vélstjóri, f. 15. desember 1915, drukknaði 7. febrúar 1939. Kona hans Sigríður Ingibjörg Ingimarsdóttir.
8. Sigtryggur Jónatansson verkamaður á Akranesi og í Reykjavík, f. 19. janúar 1917, d. 28. mars 1988. Sambýliskona hans Snæborg Þorsteinsdóttir.
9. Valgarður Jóhann Jónatansson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 31. júlí 1918, d. 17. mars 2003. Fyrri kona Hjördís Ingvarsdóttir. Síðari sambýliskona, skildu, Þórlaug Bjarnadóttir.
10. Lovísa Norðfjörð Jónatansdóttir húsfreyja á Siglufirði, Akureyri og Akranesi, síðast í Reykjavík, f. 10. júlí 1920, d. 3. janúar 1992. Fyrsti maður Jóhann Guðjón Ólafsson. Barnsfaðir hennar Héðinn Friðriksson. Annar maður, skildu, Jóhannes Þorsteinsson. Þriðji maður, skildu, Aðalbjörn Þorgeir Björnsson.
11. Jón Norðfjörð Jónatansson sjómaður í Esbjerg í Danmörku, f. 27. desember 1922, d. 1986. Barnsmóðir Eva Gerður Steindórsdóttir.
12. Halla Sigurlín Jónatansdóttir húsfreyja, verslunarmaður, læknaritari, síðast í Reykjavík, f. 19. nóvember 1924, d. 1. janúar 2018. Maður hennar Einar Stefánsson.
13. Ísafold Jónatansdóttir húsfreyja, síðast á Akureyri, f. 22. mars 1927, d. 22. janúar 1995. Maður hennar Þór Pétursson.
Barn Vilhelmínu og fósturbarn Jónatans var
14. Guðbjörg Sigurlín Bjarnadóttir húsfreyja, f. 22. desember 1904, d. 16. júlí 1991.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.