„Ólafur Vilhjálmsson (rafvirki)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Ólafur Kristján Vilhjálmsson. '''Ólafur Kristján Vilhjálmsson''' frá Ásbrún, Hásteinsvegi 4, rafvirk...)
 
m (Verndaði „Ólafur Kristján Vilhjálmsson (rafvirki)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. mars 2019 kl. 20:40

Ólafur Kristján Vilhjálmsson.

Ólafur Kristján Vilhjálmsson frá Ásbrún, Hásteinsvegi 4, rafvirki fæddist þar 18. mars 1928 og lést 4. mars 2009 á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Vilhjálmur Jónsson frá Dölum, rafveitustjóri, f. 23. janúar 1893, d. 15. júlí 1971, og kona hans Nikólína Jónsdóttir frá Holti í Mjóafirði eystra, húsfreyja, leiklistarkona, f. 15. júlí 1900, d. 15. ágúst 1958.

Börn Vilhjálms og Níkólínu:
1. Sigríður, f. 7. apríl 1927, d. 30. desember 2016.
2. Ólafur rafvirki, f. 18. mars 1928, d. 4. mars 2009.
3. Guðrún Þorgerður Vilhjálmsdóttir snyrtifræðingur, f. 21. janúar 1933, d. 19. september 2017.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Að námi loknu vann hann hjá Rafveitu Vestmannaeyja, en eftir að hann flutti frá Eyjum vann hann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Stálveri h.f. og Blikki og stáli.
Þau Millý eignuðust tvö börn, bjuggu á Hásteinsvegi 58. Þau fluttust til Reykjavíkur 1967, en bjuggu lengst í Mosfellsbæ.
Ólafur lést 1. mars 2009, Ragnar sonur þeirra dó 4. mars 2009 og Millý Birna 5. nóvember 2009.

I. Kona Ólafs var Millý Birna Haraldsdóttir húsfreyja, f. 4. mars 1933, d. 5. nóvember 2009.
Börn þeirra:
1. Ragnar Ólafsson starfsmaður Norðuráls, f. 26. nóvember 1963 í Eyjum, d. 1. mars 2009. Unnusta hans er Valey Björk Guðjónsdóttir.
2. Líney Ólafsdóttir húsfreyja, aðstoðarleikskólastjóri, f. 28. júlí 1965 í Reykjavík. Sambýlismaður hennar er Karl Tómasson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.