„Pétur Sveinsson (Hruna)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Pétur Sveinsson''' frá Hruna, bifreiðastjóri í Reykjavík fæddist 16. maí 1918 í Baldurshaga á Fáskrúðsfirði og lést 8. september 1985.<br> Foreldrar hans v...)
 
m (Verndaði „Pétur Sveinsson (Hruna)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. febrúar 2018 kl. 16:58

Pétur Sveinsson frá Hruna, bifreiðastjóri í Reykjavík fæddist 16. maí 1918 í Baldurshaga á Fáskrúðsfirði og lést 8. september 1985.
Foreldrar hans voru Margrét Vigdís Gunnlaugsdóttir, síðar húsfreyja í Hruna, f. 6. janúar 1898 í Uppsalakoti í Svarfaðardal, d. 19. júlí 1965, og Sveinn Júlíus Ásmundsson bifvélavirki, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 20. júlí 1894, d. 6. ágúst 1961.

Pétur var með Margréti móður sinni og Sigurði manni hennar á Sæbergi 1920 og í Hruna 1927.
Hann var fóstraður að Búlandi í Skaftártungu, V-Skaft. hjá Gísla Sigurðssyni bónda, f. 11. október 1897, d. 12. júní 1979.
Pétur fluttist til Hafnarfjarðar, var bifreiðastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ og síðan leigubifreiðastjóri í Reykjavík.
Þau Guðlaug Sigríður giftu sig, eignuðust fimm börn, en skildu.
Hann kvæntist Áslaugu og eignaðist með henni tvö börn.
Pétur lést 1985 og Áslaug 2007.

Pétur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Guðlaug Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 8. apríl 1921, d. 3. mars 1977.
Börn þeirra:
1. Jón Dalmann Pétursson flutningabifreiðastjóri, býr á Sauðárkróki, f. 3. apríl 1942. Hann var sonur Guðlaugar Sigríðar. Pétur ættleiddi hann. Fyrri kona hans var María Símonardóttir, síðari kona Sigrún Angantýsdóttir.
2. Sveindís Eyfells Pétursdóttir húsfreyja, póstur, skólaliði í Vogum á Vatnsleysyströnd, f. 7. desember 1943. Maður hennar er Erlendur Magnús Guðmundsson.
3. Sigurður Oddur Pétursson bóndi á Búlandi í Skaftártungu, býr nú á Raufarhöfn, f. 23. desember 1944. Kona hans er Bergdís Jóhannsdóttir.
4. Margrét Hjördís Eyfells Pétursdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 11. febrúar 1947. Fyrri maður var Hörður Rafnsson. Síðari maður er Richard Dawson Woodhead.
5. Andrés Sævar Pétursson bifvélavirki í Kópavogi, f. 6. júní 1948. Kona hans er Ragnheiður Steina Sigurðardóttir.

II. Síðari kona Péturs, (13. september 1959), var Áslaug Árnadóttir húsfreyja frá Stóra-Hvammi, f. 20. janúar 1928, d. 18. júní 2007.
Börn þeirra:
6. Sigurbjörg Pétursdóttir innanhússarkitekt, f. 26. júlí 1955. Maður hennar var Alfreð Alfreðsson. Sambýlismaður er Valdimar Hermannsson.
7. Guðbjörg Aðalheiður Pétursdóttir húsfreyja, sálfræðingur í Svíþjóð, f. 28. júní 1959. Maður hennar er Hallgrímur Friðriksson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.