„Ólafur Magnússon (Arnarfelli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ólafur Magnússon''' frá Arnarfelli, starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur í 48 ár fæddist 10. júlí 1922 á Gjábakka og lést 18. október 1998 á Lands...)
 
m (Verndaði „Ólafur Magnússon (Arnarfelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 25. janúar 2018 kl. 18:11

Ólafur Magnússon frá Arnarfelli, starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur í 48 ár fæddist 10. júlí 1922 á Gjábakka og lést 18. október 1998 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Magnús Jónsson skipstjóri, f. 16. febrúar 1897, d. 8. ágúst 1927, og kona hans Þórdís Ólafsdóttir húsfreyja, f. 20. september 1897, d. 17. janúar 1976.

Börn Þórdísar og Magnúsar:
1. Ólafur Magnússon starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 10. júlí 1922 á Gjábakka, d. 18. október 1998.
2. Guðmunda Magnúsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 3. apríl 1925 á Arnarfelli, d. 1. febrúar 2011.
Barn Þórdísar og Marteins Þórarins Gíslasonar, síðari manns hennar:
3. Guðmundur Magnús Marteinsson verkfræðingur í S-Afríku og víðar, f. 13. júní 1937. Kona hans var Þorbjörg Möller Marteinsson húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 21. nóvember 1947, d. 2. apríl 2001.

Ólafur missti föður sinn fimm ára gamall.
Hann var með foreldrum sínum í frumbernsku, á Gjábakka til 1923 og Arnarfelli til 1927.
Móðir hans var í lausamennsku á Gjábakka 1930, en þar bjuggu fósturforeldrar Magnúsar, látins manns hennar.
Ólafur fluttist með móður sinni til Eyrarbakka 1931 og síðan á Selfoss. Hún giftist Marteini Þórarni Gíslasyni og fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur.
Ólafur eignaðist Braga Sævar með Guðrúnu Haraldsdóttur 1944 og Ástu Þóru með Idu Kristjánsdóttur 1963.
Þau Jóhanna giftu sig 1981. Þau áttu ekki barn saman, en Ólafur gekk þrem börnum hennar í föðurstað.

I. Barnsmóðir Ólafs var Guðrún Haraldsdóttir, síðar húsfreyja í Vík í Mýrdal og Reykjavík, f. 31. júlí 1922 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 11. desember 2014. Foreldrar hennar voru Haraldur Einarsson bóndi, f. 13. júlí 1888, d. 20. september 1971, og kona hans Guðlaug Stefanía Andrésdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1892, d. 19. mars 1985.
Barn Ólafs og Guðrúnar:
1. Bragi Sævar Ólafsson, f. 23. júní 1944.
II. Barnsmóðir Ólafs var Ida Kristjánsdóttir, f. 22. september 1922, d. 29. mars 2015.
Barn Ólafs og Idu.
2. Ásta Þóra Ólafsdóttir, f. 21. ágúst 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.