„Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir. '''Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir''' frá Oddhól, húsfreyja fæddist þar 1...)
 
m (Verndaði „Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 13. nóvember 2017 kl. 21:07

Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir.

Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir frá Oddhól, húsfreyja fæddist þar 16. júní 1922 og lést 18. október 2016 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Foreldrar hennar voru Ólafur Andrés Guðmundsson verkamaður, f. 14. október 1888 í Stekkjarhjáleigu í Hálssókn, S-Múl., d. 20. mars 1955 á Akureyri, og kona hans Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1884 á Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, d. 15. ágúst 1937 í Eyjum.
Börn Ólafs og Sigurbjargar voru:
1. Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Akureyri, síðar starfsmaður Lyfjaverslunar Ríkisins í Reykjavík, f. 18. apríl 1917 í Ásgarði, d. 23. febrúar 1999.
2. Guðmundur Kristinn Ólafsson vélstjóri í Eyjum, f. 23. ágúst 1918 í Ásgarði, d. 4. mars 2002.
3. Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, sjúkrahússstarfsmaður í Reykjavík og Eyjum, f. 4. september 1920 í Ásgarði, d. 15. nóvember 2012.
4. Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Kassagerð Reykjavíkur, f. 16. júní 1922 í Oddhól, d. 18. október 2016.

Ásmunda var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hennar lést er hún var 15 ára.
Hún fluttist til Ragnhildar Guðrúnar systur sinnar á Akureyri, er hún var 17 ára og bjó hjá henni til 1957.
Hún eignaðist Ernu 1947.
Ásmunda starfaði lengst af á netaverkstæði hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.
Árið 1959 flutti hún með Ernu til Reykjavíkur og vann lengst af hjá Kassagerð Reykjavíkur, eða í yfir 30 ár.
Hún giftist Guðmundi Jóni 1969 og bjó í Reykjavík. Eftri lát Guðmundar Jóns 1988 flutti Ása í þjónustuíbúð að Hæðargarði 35. Síðustu æviárin dvaldi Ása á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Guðmundur Jón lést 1988 og Ásmunda Ólafía 2016.

I. Barnsfaðir Ásmundu Ólafíu var Eiríkur Kristjánsson kaupmaður og iðnrekandi á Akureyri, f. 26. ágúst 1893, d. 5. apríl 1965.
Barn þeirra:
1. Erna Eiríksdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 31. október 1947. Maður hennar er Bragi Guðmundur Kristjánsson kaupmaður, f. 22. desember 1944.

II. Maður Ásmundu Ólafíu, (6. september 1969), var Guðmundur Jón Kristjánsson iðnverkamaður, f. 13. október 1920 á Höfn í Dýrafirði, d. 2. október 1988 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson búfræðingur, bóndi á Höfn og Arnarnúpi, síðast í Reykjavík, f. 27. desember 1889, d. 20. desember 1973, og kona hans Guðbjörg Kristjana Guðjónsdóttir húsfreyja, síðast í Hafnarfirði, f. 20. ágúst 1897, d. 31. desember 1989.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.