„Sigurlaug Guðmundsdóttir (Ekru)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurlaug Líney Guðmundsdóttir''' húsfreyja fæddist 10. júlí 1911 og lést 8. júní 1991. <br> Foreldrar hennar voru Guðmundur Bergþórsson sjómaður, verkamaður í R...)
 
m (Verndaði „Sigurlaug Guðmundsdóttir (Ekru)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 9. nóvember 2017 kl. 19:47

Sigurlaug Líney Guðmundsdóttir húsfreyja fæddist 10. júlí 1911 og lést 8. júní 1991.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Bergþórsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 2. maí 1861, d. 10. desember 1947, og kona hans Sigríður Gísladóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1874, d. 5. desember 1954.

Sigurlaug ólst upp með foreldrum sínum.
Hún bjó með Ólafi í nokkur ár, eignaðist með honum tvo syni. Þau slitu samvistir.
Þau Hermann giftu sig og bjuggu á Ekru 1940 með Guðmund Dalmann, son Sigurlaugar hjá sér.
Þau bjuggu í Reykjavík, eignuðust tvö börn.
Sigurlaug Líney lést 1991 og Hermann 2006.

I. Sambýlismaður Sigurlaugar var Ólafur Haraldur Ólason húsgagnasmiður í Reykjavík, f. 15. október 1904, d. 10. janúar 1948.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Dalmann Ólafsson, f. 16. júní 1932, d. 29. október 1978.
2. Jón Óli Ólafsson, f. 25. desember 1935.

II. Maður Sigurlaugar var Hermann Helgason vélstjóri, sjómaður frá Hamri, f. 30. janúar 1916 á Löndum, d. 15. júlí 2006.
Börn þeirra:
3. Jóna Gunnhildur Hermannsdóttir, f. 5. maí 1941, d. 1. mars 2016. Maður hennar var Haraldur Árnason.
4. Sigurður Hermannsson húsasmiður á Seltjarnarnesi, f. 22. ágúst 1946. Kona hans er Vilborg Sigurðardóttir húsfreyja.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.