„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1976/ Aflakóngur Vestmannaeyja 1975“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 15: Lína 15:


Samkvæmt framansögðu er það [[Guðjón Pálsson]], skipstjóri og útgerðarmaður á Gullberginu, sem hlýtur Ingólfsstöngina að þessu sinni og um leið titilinn „Aflakóngur Vestmannaeyja 1975", fyrir að hafa skilað á land mestu aflaverðmæti Eyjabáta það ár. <br>
Samkvæmt framansögðu er það [[Guðjón Pálsson]], skipstjóri og útgerðarmaður á Gullberginu, sem hlýtur Ingólfsstöngina að þessu sinni og um leið titilinn „Aflakóngur Vestmannaeyja 1975", fyrir að hafa skilað á land mestu aflaverðmæti Eyjabáta það ár. <br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-13 at 11.32.35.png|250px|thumb|Við þurfum ekki að fara í grafgötur með það, hverjir telja sig eiga síðasta eintakið.]]
 
Og í dag, á hinum nýja lokadegi vetrarvertíðar, 15. maí, bregðum við okkur í heimsókn til Guðjóns skipstjóra að Hraunslóð 2. Þar býr hann með fjölskyldu sinni í nýju og glæsilegu húsi, sem kom í stað þess, sem fór undir hraun. Að þessu sinni verður Guðjón Pálsson ekki kynntur sérstaklega, né heldur rakinn hans uppruni og sjómannssaga; það var gert svo rækilega í Sjómannadagsblaðinu 1975 af öðru tilefni. Þar sem lesendum kynni að þykja á skorta nú í þeim efnum, vísast til þess blaðs.
Og í dag, á hinum nýja lokadegi vetrarvertíðar, 15. maí, bregðum við okkur í heimsókn til Guðjóns skipstjóra að Hraunslóð 2. Þar býr hann með fjölskyldu sinni í nýju og glæsilegu húsi, sem kom í stað þess, sem fór undir hraun. Að þessu sinni verður Guðjón Pálsson ekki kynntur sérstaklega, né heldur rakinn hans uppruni og sjómannssaga; það var gert svo rækilega í Sjómannadagsblaðinu 1975 af öðru tilefni. Þar sem lesendum kynni að þykja á skorta nú í þeim efnum, vísast til þess blaðs.
Þeir á Gullberginu höfðu rifið upp netin rétt eftir mánaðamótin og tekið trollið um borð í hvelli, og voru að koma úr fyrsta túrnum í gær. Það var vikutúr. Þeir höfðu farið austurum; verið á veiðum í 4 sólarhringa milli Horna, og aflinn var 57—58 tonn. Gerir líklega milli 65 og 70 þúsundir í hlut fyrir utan orlof. Sæmilegt það.<br>
Þeir á Gullberginu höfðu rifið upp netin rétt eftir mánaðamótin og tekið trollið um borð í hvelli, og voru að koma úr fyrsta túrnum í gær. Það var vikutúr. Þeir höfðu farið austurum; verið á veiðum í 4 sólarhringa milli Horna, og aflinn var 57—58 tonn. Gerir líklega milli 65 og 70 þúsundir í hlut fyrir utan orlof. Sæmilegt það.<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-13 at 11.32.04.png|700px|center|thumb|Áhöfnin á Gullbergi á vertíðinni 1976. Allir þessir menn voru lengur eða skemur á skipinu 1975. Talið frá vinstri: — Gunnar Sveinbjörnsson, háseti; Pétur Andersen, háseti; Sveinbjörn Jónsson, háseti; Halldór Benediktsson, matsveinn; Vigfús Guðlaugsson, 2. stýrimaður; Guðjón Pálsson, skipstjóri; Ágúst Borgþórsson, háseti; Samúel Friðriksson, háseti; Óskar Ólafsson, 1. stýrimaður; Hreinn Gunnarsson, háseti; Ólafur Edvinsson, háseti; Grétar Halldórsson, háseti; Ólafur Sigmundsson, 1. vélstjóri, sameignarmaður Guðjóns; Borgþór Pálsson, 2. vélstjóri. — Á myndina vantar 2 skipverja frá árinu 1975: Ingimund Reimarsson, Selfossi, og Guðmund Hólm Bjarnason, Hvolsvelli. (Ljósm.: Sigurgeir).]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-13 at 11.32.04.png|700px|center|thumb|Áhöfnin á Gullbergi á vertíðinni 1976. Allir þessir menn voru lengur eða skemur á skipinu 1975. Talið frá vinstri: — Gunnar Sveinbjörnsson, háseti; Pétur Andersen, háseti; Sveinbjörn Jónsson, háseti; Halldór Benediktsson, matsveinn; Vigfús Guðlaugsson, 2. stýrimaður; Guðjón Pálsson, skipstjóri; Ágúst Borgþórsson, háseti; Samúel Friðriksson, háseti; Óskar Ólafsson, 1. stýrimaður; Hreinn Gunnarsson, háseti; Ólafur Edvinsson, háseti; Grétar Halldórsson, háseti; Ólafur Sigmundsson, 1. vélstjóri, sameignarmaður Guðjóns; Borgþór Pálsson, 2. vélstjóri. — Á myndina vantar 2 skipverja frá árinu 1975: Ingimund Reimarsson, Selfossi, og Guðmund Hólm Bjarnason, Hvolsvelli. (Ljósm.: Sigurgeir).]]
Á Gullberginu hófst sjósókn ársins 1975 14. janúar, með því að farið var í ca. 350—400 mílna ferðalag frá Eyjum, til móts við loðnuna í norðaustur frá Langanesi, þar sem hún var á leið upp að landinu. Loðnuvertíðin stóð svo til 20. mars. Loðnuaflinn varð 6970 tonn. Þá voru netin tekin og veitt í þau til 24. apríl. Netaaflinn varð 190 tonn. Á netavertíðinni urðu þeir fyrir því óhappi, að skrúfublað brotnaði inni í skrúfuhausnum. Sennilega steypugalli.  Þetta var á laugardeginum fyrir páska. Í þetta fóru 9 dagar af besta netatímanum.<br>
Á Gullberginu hófst sjósókn ársins 1975 14. janúar, með því að farið var í ca. 350—400 mílna ferðalag frá Eyjum, til móts við loðnuna í norðaustur frá Langanesi, þar sem hún var á leið upp að landinu. Loðnuvertíðin stóð svo til 20. mars. Loðnuaflinn varð 6970 tonn. Þá voru netin tekin og veitt í þau til 24. apríl. Netaaflinn varð 190 tonn. Á netavertíðinni urðu þeir fyrir því óhappi, að skrúfublað brotnaði inni í skrúfuhausnum. Sennilega steypugalli.  Þetta var á laugardeginum fyrir páska. Í þetta fóru 9 dagar af besta netatímanum.<br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-13 at 11.32.35.png|250px|thumb|Við þurfum ekki að fara í grafgötur með það, hverjir telja sig eiga síðasta eintakið.]]
Síðan voru þeir á trolli fram undir mánaðamótin júlí-ágúst. 3. ágúst var svo farið til Noregs í skoðun með skipið, vegna þess að ábyrgðartími skipasmíðastöðvarinnar var útrunninn. Við skoðunina komu í ljós gallar, sem þurfti að lagfæra. Og lagfæringarnar tóku 3 mánuði. Eftir heimkomuna í byrjun nóvember var farið á Suðurlandssíldina, og veiddu þeir á Gullberginu ríflegan skammtinn sinn, 237 tonn, á einni viku. Þá tók við Norðursjávarsíldveiðin. Þaðan komu þeir heim 10. desember.<br>
Síðan voru þeir á trolli fram undir mánaðamótin júlí-ágúst. 3. ágúst var svo farið til Noregs í skoðun með skipið, vegna þess að ábyrgðartími skipasmíðastöðvarinnar var útrunninn. Við skoðunina komu í ljós gallar, sem þurfti að lagfæra. Og lagfæringarnar tóku 3 mánuði. Eftir heimkomuna í byrjun nóvember var farið á Suðurlandssíldina, og veiddu þeir á Gullberginu ríflegan skammtinn sinn, 237 tonn, á einni viku. Þá tók við Norðursjávarsíldveiðin. Þaðan komu þeir heim 10. desember.<br>
Guðjón segir, að árið 1975 hafi í raun og veru verið lélegt ár, vegna mikilla frátafa. Það sem af er þessu ári (þ. e. 1976) er aflaverðmætið orðið rétt tæpar 50 milljónir. Samt sem áður ná endar ekki saman og ekkert nálægt því. Þessar 50 milljdnir í aflaverðmæti á 4 mánuðum gera ekki betur en að halda við í daglegum rekstri.<br>
Guðjón segir, að árið 1975 hafi í raun og veru verið lélegt ár, vegna mikilla frátafa. Það sem af er þessu ári (þ. e. 1976) er aflaverðmætið orðið rétt tæpar 50 milljónir. Samt sem áður ná endar ekki saman og ekkert nálægt því. Þessar 50 milljdnir í aflaverðmæti á 4 mánuðum gera ekki betur en að halda við í daglegum rekstri.<br>

Núverandi breyting frá og með 13. júní 2017 kl. 12:04

Aflakóngur Vestmannaeyja 1975

29. apríl 1963 gáfu hjónin Sigríður Sigurðardóttir og Ingólfur Theodórsson, netagerðarmeistari, f. h. Netagerðarinnar Ingólfs, Sjómannadagsráði Vestmannaeyja fagran grip, Ingólfsstöngina svonefndu, til verðlaunaveitingar á Sjómannadegi.
Í reglugerð um Ingólfsstöngina frá þeim tíma stendur m. a. eftirfarandi: „. . . Skal hún vera farandgripur og afhendast á Sjómannadegi Vestmannaeyja þeim skipstjóra, sem leggur á land mest aflaverðmæti næstliðins árs, frá 1. janúar til 31 .desember.
Viðkomandi bátur skal vera merktur í Vestmannaeyjum og skipstjóri hans eiga lögheimili þar á því ári, sem veitt er fyrir." Nú hafa þau hjónin sett eftirfarandi viðauka við fyrrnefnda reglugerð:

Gullbergið á leið til hafnar með fullfermi. -(Ljósm.: Sigurgeir).

„Aldrei skal veita neinu skipi verðlaunin, nema það hafi stundað veiðar á árinu með minnst tveimur af eftirtöldum veiðarfærum: Línu, þorskanetum, reknetum og herpinót. Ennfremur togveiðar með allslags togveiðarfærum. Ætíð skal miðað við heildarverðmæti, sem skipið aflar sjálft." Í samræmi við framangreindar reglur var athugað hverjir skipstjórar á Eyjaflotanum kæmu til greina að hljóta Ingólfsstöngina að þessu sinni. Hér birtist skrá yfir þá sex báta, sem mest brúttóaflaverðmæti báru á land árið 1975, og notuðu tvennskonar veiðarfæri að minnsta kosti:

Við eftirgrenslan kom í ljós, að Guðjón Pálsson hafði aldrei komið nálægt byggingu nýja hússins að Hraunslóð 2. Allt hafði mætt á konunni. Hér er hann þó heima. Myndin er af Guðjóni ásamt eiginkonu sinni, Elínborgu Jónsdóttur og börnunum tveim, Eyjólfi og Önnu. (Ljosm.: Sigurgeir).

Gullberg VE 292 kr. 54.312.760
Huginn VE 55 — 47.339.770
Þórunn Sveinsdóttir VE 401 — 40.856.240
Bergur VE 44 — 39.441.297
Surtsey VE 2 — 37.730.260
Ísleifur VE 63 — 37.020.000

Samkvæmt framansögðu er það Guðjón Pálsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Gullberginu, sem hlýtur Ingólfsstöngina að þessu sinni og um leið titilinn „Aflakóngur Vestmannaeyja 1975", fyrir að hafa skilað á land mestu aflaverðmæti Eyjabáta það ár.

Og í dag, á hinum nýja lokadegi vetrarvertíðar, 15. maí, bregðum við okkur í heimsókn til Guðjóns skipstjóra að Hraunslóð 2. Þar býr hann með fjölskyldu sinni í nýju og glæsilegu húsi, sem kom í stað þess, sem fór undir hraun. Að þessu sinni verður Guðjón Pálsson ekki kynntur sérstaklega, né heldur rakinn hans uppruni og sjómannssaga; það var gert svo rækilega í Sjómannadagsblaðinu 1975 af öðru tilefni. Þar sem lesendum kynni að þykja á skorta nú í þeim efnum, vísast til þess blaðs. Þeir á Gullberginu höfðu rifið upp netin rétt eftir mánaðamótin og tekið trollið um borð í hvelli, og voru að koma úr fyrsta túrnum í gær. Það var vikutúr. Þeir höfðu farið austurum; verið á veiðum í 4 sólarhringa milli Horna, og aflinn var 57—58 tonn. Gerir líklega milli 65 og 70 þúsundir í hlut fyrir utan orlof. Sæmilegt það.

Áhöfnin á Gullbergi á vertíðinni 1976. Allir þessir menn voru lengur eða skemur á skipinu 1975. Talið frá vinstri: — Gunnar Sveinbjörnsson, háseti; Pétur Andersen, háseti; Sveinbjörn Jónsson, háseti; Halldór Benediktsson, matsveinn; Vigfús Guðlaugsson, 2. stýrimaður; Guðjón Pálsson, skipstjóri; Ágúst Borgþórsson, háseti; Samúel Friðriksson, háseti; Óskar Ólafsson, 1. stýrimaður; Hreinn Gunnarsson, háseti; Ólafur Edvinsson, háseti; Grétar Halldórsson, háseti; Ólafur Sigmundsson, 1. vélstjóri, sameignarmaður Guðjóns; Borgþór Pálsson, 2. vélstjóri. — Á myndina vantar 2 skipverja frá árinu 1975: Ingimund Reimarsson, Selfossi, og Guðmund Hólm Bjarnason, Hvolsvelli. (Ljósm.: Sigurgeir).

Á Gullberginu hófst sjósókn ársins 1975 14. janúar, með því að farið var í ca. 350—400 mílna ferðalag frá Eyjum, til móts við loðnuna í norðaustur frá Langanesi, þar sem hún var á leið upp að landinu. Loðnuvertíðin stóð svo til 20. mars. Loðnuaflinn varð 6970 tonn. Þá voru netin tekin og veitt í þau til 24. apríl. Netaaflinn varð 190 tonn. Á netavertíðinni urðu þeir fyrir því óhappi, að skrúfublað brotnaði inni í skrúfuhausnum. Sennilega steypugalli. Þetta var á laugardeginum fyrir páska. Í þetta fóru 9 dagar af besta netatímanum.

Við þurfum ekki að fara í grafgötur með það, hverjir telja sig eiga síðasta eintakið.

Síðan voru þeir á trolli fram undir mánaðamótin júlí-ágúst. 3. ágúst var svo farið til Noregs í skoðun með skipið, vegna þess að ábyrgðartími skipasmíðastöðvarinnar var útrunninn. Við skoðunina komu í ljós gallar, sem þurfti að lagfæra. Og lagfæringarnar tóku 3 mánuði. Eftir heimkomuna í byrjun nóvember var farið á Suðurlandssíldina, og veiddu þeir á Gullberginu ríflegan skammtinn sinn, 237 tonn, á einni viku. Þá tók við Norðursjávarsíldveiðin. Þaðan komu þeir heim 10. desember.
Guðjón segir, að árið 1975 hafi í raun og veru verið lélegt ár, vegna mikilla frátafa. Það sem af er þessu ári (þ. e. 1976) er aflaverðmætið orðið rétt tæpar 50 milljónir. Samt sem áður ná endar ekki saman og ekkert nálægt því. Þessar 50 milljdnir í aflaverðmæti á 4 mánuðum gera ekki betur en að halda við í daglegum rekstri.
— Ég segi persónulega fyrir mig, segir Guðjón, að ég mundi selja bátinn núna á stundinni, ef ég gæti. Þannig er búið að velta þessum hlutum upp úr forinni, síðan við pöntuðum þennan bát. Og ég fullyrði, að sá útgerðarmaður í Vestmannaeyjum er vandfundinn, sem ekki mundi selja sinn bát nú, ef kaupandi fyndist.

Þegar eigendur Gullbergs skrifuðu undir kaupsamninginn í ágúst 1973, er áætlað verð skipsins 117 milljdnir kr. Þá var fullur grundvöllur fyrir útgerðinni, miðað við skipsverð, afurðaverð og tilkostnað. En verð skipsins er orðið u. þ. b. 320 milljdnir króna og er ekki enn séð fyrir endann á því. Það voru loðnuveiðarnar, sem áttu að gera útslagið á öruggan hagkvæman rekstur. Síðasta árið á gamla bátnum, gosárið 1973, var jafnaðarverð á loðnu kr. 5,30, en nú eftir sjóðabreytingar, sem hækkuðu þá verðið, er meðalverðið ca. 3,20 — 3,30 krónur.

Færeyingar stræka nú á að fiska til mjölvinnslu svonefndan skítfisk (þ. e. spærling, kolmunna o. s. frv.) fyrir kr. 10,80 pr. kg., þar af eru kr. 3,00 ríkisstyrkur. Hér á landi er líklega hægt að borga kr. 3.00 fyrir mjölvinnslufisk, að sögn verksmiðjueigenda.
Sem dæmi um aukinn tilkostnað í þessari útgerð, sagði Guðjdn, að þegar þeir pöntuðu bátinn, þá pöntuðu þeir loðnunót. Hún átti þá að kosta 4,2 milljdnir króna. En þegar nótin var tekin út af verkstæðinu til notkunar kostaði hún 14, 7 millj. króna.

Það er sannarlega ekki efnilegt, þegar hljóðið er svona í aflakóngunum. Og í sambandi við ummæli Guðjóns, sem tilgreind eru hér að framan, má minna á, að nú á þessu vori hafa tveir bátar verið seldir úr Eyjaflotanum: Kristbjörg VE 70 til Noregs og Ingólfur VE 216 til Norðfjarðar.
Einu leiðina framundan telur Guðjón vera þá, að reyna að nýta betur eigin afla en gert hefur verið. Til dæmis segist hann mest iðrast eftir að hafa ekki reynt að salta netafiskinn um borð í vetur. Með því telur hann að tvöfalda megi aflaverðmætið til útgerðar og bæta aflahlut áhafnarinnar hlutfallslega enn meira; að vísu með mikilli vinnu. Hann segist hafa svo duglega áhöfn, „úrvalsfólk", að þetta hefði vel mátt takast.

Sjómannadagsblaðið óskar Guðjóni Pálssyni skipstjóra, sameignarmönnum hans og allri skipshöfn Gullbergs til hamingju með ágætan árangur í aflabrögðum á árinu 1975, og alls hins besta í framtíðinni.