„Gyðríður Sveinsdóttir (Lambhaga)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Gyðríður Sveinsdóttir''', (skráð Guðríður við skírn), síðar í Lambhaga, fæddist 1. október 1851 u. Eyjafjöllum og lést 29. janúar 1913.<br> Foreldr...) |
m (Verndaði „Gyðríður Sveinsdóttir (Lambhaga)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 21. janúar 2017 kl. 20:47
Gyðríður Sveinsdóttir, (skráð Guðríður við skírn), síðar í Lambhaga, fæddist 1. október 1851 u. Eyjafjöllum og lést 29. janúar 1913.
Foreldrar hennar voru Sveinn Pálmason bóndi, f. 12. október 1816, d. 12. febrúar 1898, og kona hans Gyðríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 20. október 1811, d. 25. nóvember 1859.
Gyðríður var með foreldrum síum í frumbernsku, en móðir hennar lést 1859. Hún var með föður sínum og systkinum í Björnskoti u. Eyjafjöllum 1860 og 1870, var vinnukona á Tjörnum þar 1880.
Hún eignaðist Árna á Helgusöndum 1889, var þar með hann hjá Sveini föður sínum 1890, var vinnukona á Lágafelli í A-Landeyjum 1901.
Gyðríður fluttist til Eyja 1906 og var leigjandi í Lambhaga 1910, á Fögruvöllum 1912 og þar lést hún 1913.
I. Barnsfaðir Gyðríðar var Jón Sigurðsson bóndi á Tjörnum u. Eyjafjöllum, f. 24. mars 1857, d. 5. apríl 1932.
Barn þeirra var
1. Árni Jónsson verslunarmaður, verkstjóri á Tanganum, f. 12. apríl 1989, d. 21. júní 1963.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.