„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Og hann talaði við þá“: Munur á milli breytinga
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 4: | Lína 4: | ||
Það er sjálfsagt og eðlilegt að veglega sé staðið að hátíðarhöldum sjómannadagsins hér í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]. Hagur og heill bæjarins er undir því kominn hvernig gengur við höfnina. Þegar vel aflast þá ríkir bjartsýni og framfarahugur, en þegar illa gengur sjást þess fljótt merki á öllum sviðum. Þannig hefur þetta verið og verður enn um ókomin ár. Þess vegna er þeirra hátíðisdagur okkar allra.<br> | Það er sjálfsagt og eðlilegt að veglega sé staðið að hátíðarhöldum sjómannadagsins hér í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]. Hagur og heill bæjarins er undir því kominn hvernig gengur við höfnina. Þegar vel aflast þá ríkir bjartsýni og framfarahugur, en þegar illa gengur sjást þess fljótt merki á öllum sviðum. Þannig hefur þetta verið og verður enn um ókomin ár. Þess vegna er þeirra hátíðisdagur okkar allra.<br> | ||
Menn halda upp á daginn á margvíslegan og fjölbreytilegan hátt. Einn þáttur í hátíðarhöldum dagsins er sjómannamessa í [[Landakirkja|Landakirkju]]. Það er vel að muna eftirskapara sínum á þessum degi. Koma fram fyrir auglit hans. Þakka gæsku hans og náð. Koma fram fyrir Drottinn með bænarefni.<br> | Menn halda upp á daginn á margvíslegan og fjölbreytilegan hátt. Einn þáttur í hátíðarhöldum dagsins er sjómannamessa í [[Landakirkja|Landakirkju]]. Það er vel að muna eftirskapara sínum á þessum degi. Koma fram fyrir auglit hans. Þakka gæsku hans og náð. Koma fram fyrir Drottinn með bænarefni.<br> | ||
Alla daga jafnt stendur Kristur við hlið þér og vill veita leiðsögn og lægja storma stríða sem um þig næða. Hann kemur til þín og talar til þín. | Alla daga jafnt stendur Kristur við hlið þér og vill veita leiðsögn og lægja storma stríða sem um þig næða. Hann kemur til þín og talar til þín.<br> | ||
Í lok Matteusarguðspjalls segir frá því að Jesús kom til lærisveinanna og talaði við þá. Það gerist enn. Þess vegna á Jesús lærisveina nú í dag. | |||
Þeir voru 11 talsins þarna forðum. Lítill söfnuður, fámennt lið. Þeir áttu að vera | Þeir voru 11 talsins þarna forðum. Lítill söfnuður, fámennt lið. Þeir áttu að vera tólf en einn var horfinn. Hann hafði stungið af þegar hann sá hvað þessi útgerð sem Jesús stóð fyrir virtist vonlaus.<br> | ||
Og er það ekki ofur skiljanlegt. Annars vegar var vald, lögregla og her, rómverskt vald sem var mikilfenglegra en sagan hafði áður þekkt. Gegn þessu var ekkert nema Jesús.<br> | Og er það ekki ofur skiljanlegt. Annars vegar var vald, lögregla og her, rómverskt vald sem var mikilfenglegra en sagan hafði áður þekkt. Gegn þessu var ekkert nema Jesús.<br> | ||
Menn fylgja ógjarnan þeim sem greinilega er búinn að tapa. Menn bjarga sér af sökkvandi skipi | Menn fylgja ógjarnan þeim sem greinilega er búinn að tapa. Menn bjarga sér af sökkvandi skipi ef mögulegt er. Og það hefur reyndar verið sagt að sá einn hafi á röngu að standa sem tapar.<br> | ||
Var ekki augljóst að | Var ekki augljóst að Jesús frá Nazaret hafði tapað. Hann var dæmdur og krossfestur. Þetta sá Júdas og stökk frá borði í tæka tíð.<br> | ||
En nú er Jesús samt hér. Dómurinn og krossinn eru að baki en Jesús er hér og II menn. Og ekki virtist það | En nú er Jesús samt hér. Dómurinn og krossinn eru að baki en Jesús er hér og II menn. Og ekki virtist það gæfuleg áhöfn. Sumir voru efablandnir. Var það ekki Júdas einn sem dregið hafði rétta ályktun?<br> | ||
En í dag? Hvað telst skynsamlegt í dag? Hvað finnst þér? | En í dag? Hvað telst skynsamlegt í dag? Hvað finnst þér?<br> | ||
Eitt er víst: Jesús Kristur er annað hvort — eða. Annað tveggja: Sá sem ég hlýt að lúta alveg eða hafna alveg. Annað hvort er | Eitt er víst: Jesús Kristur er annað hvort — eða. Annað tveggja: Sá sem ég hlýt að lúta alveg eða hafna alveg. Annað hvort er krossinn sigur eða ósigur. Annað hvort var dómurinn í höll Pílatusar réttur og endanlegur eða þeim dómi var hnekkt af öðru valdi. Þeim hæstarétti sem fellir hinsta úrskurð um öll mál. | ||
Það er ekki unnt að víkja sér undan því að taka afstöðu. Það er ekki unnt að afgreiða Krist með því að yppta öxlum. | Það er ekki unnt að víkja sér undan því að taka afstöðu. Það er ekki unnt að afgreiða Krist með því að yppta öxlum.<br> | ||
Hvort sem þú átt í erfiðleikum eða átt velgengni að fagna þá kemur Kristur til þín og talar við þig. | Hvort sem þú átt í erfiðleikum eða átt velgengni að fagna þá kemur Kristur til þín og talar við þig.<br> | ||
Hann vill leiða hvern mann | Hann vill leiða hvern mann í þá friðarhöfn sem einlæg trú er hverjum þeim sem viðurkennir vald hans og kærleika.<br> | ||
Hlýðum á rödd hins krossfesta og upprisna Drottins, það mun verða | Hlýðum á rödd hins krossfesta og upprisna Drottins, það mun verða gæfuleiðin. | ||
Farsæld og gifta fylgi ykkur, sjómenn, hér í Vestmannaeyjum og um land allt.<br> | |||
[[Kjartan Örn Sigurbjörnsson|KJARTAN ÖRN]].<br> | [[Kjartan Örn Sigurbjörnsson|KJARTAN ÖRN]].<br> | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Útgáfa síðunnar 3. október 2016 kl. 14:42
Fyrst óska ég sjómönnum og öðrum Vestmanneyingum til hamingju með daginn.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að veglega sé staðið að hátíðarhöldum sjómannadagsins hér í Vestmannaeyjum. Hagur og heill bæjarins er undir því kominn hvernig gengur við höfnina. Þegar vel aflast þá ríkir bjartsýni og framfarahugur, en þegar illa gengur sjást þess fljótt merki á öllum sviðum. Þannig hefur þetta verið og verður enn um ókomin ár. Þess vegna er þeirra hátíðisdagur okkar allra.
Menn halda upp á daginn á margvíslegan og fjölbreytilegan hátt. Einn þáttur í hátíðarhöldum dagsins er sjómannamessa í Landakirkju. Það er vel að muna eftirskapara sínum á þessum degi. Koma fram fyrir auglit hans. Þakka gæsku hans og náð. Koma fram fyrir Drottinn með bænarefni.
Alla daga jafnt stendur Kristur við hlið þér og vill veita leiðsögn og lægja storma stríða sem um þig næða. Hann kemur til þín og talar til þín.
Í lok Matteusarguðspjalls segir frá því að Jesús kom til lærisveinanna og talaði við þá. Það gerist enn. Þess vegna á Jesús lærisveina nú í dag.
Þeir voru 11 talsins þarna forðum. Lítill söfnuður, fámennt lið. Þeir áttu að vera tólf en einn var horfinn. Hann hafði stungið af þegar hann sá hvað þessi útgerð sem Jesús stóð fyrir virtist vonlaus.
Og er það ekki ofur skiljanlegt. Annars vegar var vald, lögregla og her, rómverskt vald sem var mikilfenglegra en sagan hafði áður þekkt. Gegn þessu var ekkert nema Jesús.
Menn fylgja ógjarnan þeim sem greinilega er búinn að tapa. Menn bjarga sér af sökkvandi skipi ef mögulegt er. Og það hefur reyndar verið sagt að sá einn hafi á röngu að standa sem tapar.
Var ekki augljóst að Jesús frá Nazaret hafði tapað. Hann var dæmdur og krossfestur. Þetta sá Júdas og stökk frá borði í tæka tíð.
En nú er Jesús samt hér. Dómurinn og krossinn eru að baki en Jesús er hér og II menn. Og ekki virtist það gæfuleg áhöfn. Sumir voru efablandnir. Var það ekki Júdas einn sem dregið hafði rétta ályktun?
En í dag? Hvað telst skynsamlegt í dag? Hvað finnst þér?
Eitt er víst: Jesús Kristur er annað hvort — eða. Annað tveggja: Sá sem ég hlýt að lúta alveg eða hafna alveg. Annað hvort er krossinn sigur eða ósigur. Annað hvort var dómurinn í höll Pílatusar réttur og endanlegur eða þeim dómi var hnekkt af öðru valdi. Þeim hæstarétti sem fellir hinsta úrskurð um öll mál.
Það er ekki unnt að víkja sér undan því að taka afstöðu. Það er ekki unnt að afgreiða Krist með því að yppta öxlum.
Hvort sem þú átt í erfiðleikum eða átt velgengni að fagna þá kemur Kristur til þín og talar við þig.
Hann vill leiða hvern mann í þá friðarhöfn sem einlæg trú er hverjum þeim sem viðurkennir vald hans og kærleika.
Hlýðum á rödd hins krossfesta og upprisna Drottins, það mun verða gæfuleiðin.
Farsæld og gifta fylgi ykkur, sjómenn, hér í Vestmannaeyjum og um land allt.