„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Fiskikóngur Vestmannaeyja 1972“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: 250px|thumb|Guðmundur Ingi Guðmundsson. <center>[[Mynd:Skipshöfn á Huganum.png|500px|thumb|center|Skipshöfn á Huganum vetrarvertí...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Fiskikóngur | |||
Vestmannaeyja | |||
1972 | |||
KYRRLÁTT vorkvöld er gengið á vit aflahæsta skipstjóra á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum. Yfir landi og fólki er ró og kyrrð vorsins, þoku-móða með landinu; rólegheit. A svona kvöldi myndi ókunna vart renna í grun hvað að baki því býr að ná í fremstu röð fiskimanna, sem hafa verið viðurkenndir hinir dugmestu í heimi. | |||
Til þess þarf seiglu, þolinmæði, dugnað og útsjónarsemi á hinum fjölmörgu sviðum sjó-mennskunnar. Um borð þarf valinn mann í hverju rúmi. Mannsæld einkennir aflaskipstjór-ann. Hér er aðeins getið fárra þátta, sem skapa fiski- og aflamann. Sumir telja að einnig þurfi hið sjötta skilningarvit. Ekki er það ólíklegt. Ég hefi alltaf mikla virðingu fyrir þessum dug-miklu mönnum, sem flytja þjóðinni auð. | |||
Aflahæsti skipstjóri á liðinni vetrarvertíð í Vestmannaeyjum varð Guðmundur Ingi Guð-mundsson skipstjóri á Huganum VE 55. | |||
Guðmundur hefur undanfarin ár verið í röð beztu fiskimanna í Vestmannaeyjum. Hann og skipshöfn hans á Huganum aflaði í vetur 953 tonn af bolfiski og rúmlega 4.000 tonn af loðnu. Aflahlutur eftir vertíðina er um 470 þús. | |||
Guðmundur Ingi Guðmundsson er fæddur í Hafnarfirði 22. október 1932, sonur hjónanna Guðmundar Tómassonar, sem var sjómaður á togurum og vöruflutningaskipum frá Reykja-vík, og konu hans Steinunnar Sæmundsdóttur. Þau hjón bjuggu í Reykjavík og þar ólst Guð-mundur upp. | |||
Guðmundur fór kornungur á togara frá | |||
Reykjavík og fékk þar sinn góða og harða skóla í verklegri sjómennsku, sem íslenzku tog-ararnir hafa alltaf verið ungum, áhugasömum sjómönnum. | |||
Ber Guðmundur Ingi með sér í karlmann-legu fasi, vasklegu, en frjálsmannlegu, að hann hefur verið togaramaður. Það dylst engum, að þar fer sjómaður góður. | |||
Guðmundur fór aðeins 13 ára gamall hjálp-arkokkur á gamla Gylli með Halldóri Ingimars-syni skipstjóra. Hann fylgdi síðan Halldóri | |||
á Karlsefni og var háseci þar um borð innan við 16 ára aldur. Guðmundur var síðan nokkur ár á Karlsefni og á cogurum frá ísafirði. | |||
Hauscið 1952 seccisc Guðmundur Ingi í Scýri-mannaskólann og lauk þaðan hinu meira fiski-mannaprófi vorið 1954. | |||
Hann kom cil Vescmannaeyja um áramócin 1954-1955 og reri vercíðina 1955 sem háseci á Jötni með Oddi í Dal. Þeir voru þá saman í skiprúmi, fiskikóngarnir Hörður á Andvara og Guðmundur Ingi. Næstu vertíð var hann stýri-maður á Jötni, en vertíðina 1957 byrjaði hann formennsku með Jötun. Næstu vertíð var hann með Hafbjörgu fyrir Ingólf Theódórsson og vertíðina 1959 með Erling IV. Hauscið 1959 fór Guðmundur í útgerð og keypti í félagi við Óskar heitinn Sigurðsson Hugann VE 65, sem var 60 tonna bátur. Veiðar gengu vel á þann bát. | |||
Þeir létu því smíða nýjan bát, sem var af-hentur í Noregi 5. marz 1964; Huginn II. VE 55, sem hefur undir skipstjórn Guðmundar Inga reynzt hið mesta afla- og happaskip. Gamli Huginn var seldur til Suðurnesja 2 ár-um síðar. | |||
Huginn II er 188 rúml. brúttó (ný mæling), 216 rúmt. áður; með 450 ha Stork diesel. | |||
Guðmundur Ingi kennir allri skipshöfninni á siglingatækin. Það er um að gera að kenna hásetunum á talstöð og tæki, segir Guðmundur, það veitir mikið öryggi á allri siglingu. | |||
Þrátt fyrir mikinn og góðan afla, segir Guð-mundur, að liðin vetrarvertíð hafi komið létt við þá á Huganum. Er það mikið vegna þess, að þeir tóku iðulega 2 lagnir í einu og ísuðu aflann um borð. Þeir fengu allan sinn afla austan Vestmannaeyja, mest austur á Vík og austar. Einu sinni lögðu þeir vestan Eyja. | |||
Þeir byrjuðu vertíðina með net, og fengu 174 tonn í netin, mest ufsa, og voru þá mikið á Víkinni. | |||
Þegar loðnan fór að ganga í byrjun febrúar, tóku þeir loðnunót, og öfluðu 4019 tonn af loðnu, eru þetta um 20 fullfermi. Þeir voru 6 vikur á loðnuveiðum. Tóku þá aftur netin. Samtals varð aflinn eins og fyrr segir 953 tonn. Guðmundur Ingi er mjög jafnvígur á öll veið-arfæri. | |||
Skiptist magn og gæði aÖalfisktegunda þanníg: | |||
Bezti róðurinn var 28. marz. Þeir áttu netin á Víkinni og var þar fremur tregt, fluttu austur fyrir Skarðsfjöru og fengu í síðari lögninni 88,5 tonn í 132 net. Samtals gerði róðurínn 97 tonn. A Huganum var 12 manna áhöfn. Tómas bróðir Guðmundar hefur verið scýrimaður síðin báturinn kom til landsins. Fyrsti vélstjóri er Óli S. Bernharðsson, svili Guðmundar, en Guð¬mundur er kvæntur einni af systrunum frá Þingholti, Kristínu Pálsdóttur, sem er systir þeirra Kristins og Sævalds, sem eru vel þekktir afla- og útgerðarmenn hér í bæ, og eiga Berg. Þau hjón eiga 4 börn, 3 tilvonandi aflakónga og eina heimasæcu. | |||
Þrátt fyrir tregari bolfiskafla á Eyjamiðum s.l. 2 vertíðtr, er Guðmundur bjartsýnn á fram-tíð fiskveiðanna, sem og sjálísagt er. Sjórinn er allt of heitur núna, segír Guðmundur. | |||
Guðmundur hlýtur nú titilinn: Fiskikóngur Vestmannaeyja 1972 ,eins og aflakóngur vertíð-arinnar hefur verið nefndur, og er verðlaunaður með silfurskipi, sem gefið er til minningar um Hannes lóðs, frægasra sjósóknara frá Eyjum á öldinni sem leið. Þetta er fjórða bezta vertíð Guðmundar. Hann hefur tvisvar aflað yfir 1200 tonn af bolfiski á vetrarvertíð. | |||
Guðmundi Inga og skipshöfn hans fylgja beztu árnaðar- og heiUaóskir Vestmannaeyinga. | |||
[[Mynd:Guðmundur Ingi Guðmundsson.png|250px|thumb|Guðmundur Ingi Guðmundsson.]] | [[Mynd:Guðmundur Ingi Guðmundsson.png|250px|thumb|Guðmundur Ingi Guðmundsson.]] |
Útgáfa síðunnar 26. apríl 2018 kl. 15:12
Fiskikóngur Vestmannaeyja 1972
KYRRLÁTT vorkvöld er gengið á vit aflahæsta skipstjóra á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum. Yfir landi og fólki er ró og kyrrð vorsins, þoku-móða með landinu; rólegheit. A svona kvöldi myndi ókunna vart renna í grun hvað að baki því býr að ná í fremstu röð fiskimanna, sem hafa verið viðurkenndir hinir dugmestu í heimi. Til þess þarf seiglu, þolinmæði, dugnað og útsjónarsemi á hinum fjölmörgu sviðum sjó-mennskunnar. Um borð þarf valinn mann í hverju rúmi. Mannsæld einkennir aflaskipstjór-ann. Hér er aðeins getið fárra þátta, sem skapa fiski- og aflamann. Sumir telja að einnig þurfi hið sjötta skilningarvit. Ekki er það ólíklegt. Ég hefi alltaf mikla virðingu fyrir þessum dug-miklu mönnum, sem flytja þjóðinni auð. Aflahæsti skipstjóri á liðinni vetrarvertíð í Vestmannaeyjum varð Guðmundur Ingi Guð-mundsson skipstjóri á Huganum VE 55. Guðmundur hefur undanfarin ár verið í röð beztu fiskimanna í Vestmannaeyjum. Hann og skipshöfn hans á Huganum aflaði í vetur 953 tonn af bolfiski og rúmlega 4.000 tonn af loðnu. Aflahlutur eftir vertíðina er um 470 þús. Guðmundur Ingi Guðmundsson er fæddur í Hafnarfirði 22. október 1932, sonur hjónanna Guðmundar Tómassonar, sem var sjómaður á togurum og vöruflutningaskipum frá Reykja-vík, og konu hans Steinunnar Sæmundsdóttur. Þau hjón bjuggu í Reykjavík og þar ólst Guð-mundur upp. Guðmundur fór kornungur á togara frá Reykjavík og fékk þar sinn góða og harða skóla í verklegri sjómennsku, sem íslenzku tog-ararnir hafa alltaf verið ungum, áhugasömum sjómönnum. Ber Guðmundur Ingi með sér í karlmann-legu fasi, vasklegu, en frjálsmannlegu, að hann hefur verið togaramaður. Það dylst engum, að þar fer sjómaður góður. Guðmundur fór aðeins 13 ára gamall hjálp-arkokkur á gamla Gylli með Halldóri Ingimars-syni skipstjóra. Hann fylgdi síðan Halldóri á Karlsefni og var háseci þar um borð innan við 16 ára aldur. Guðmundur var síðan nokkur ár á Karlsefni og á cogurum frá ísafirði. Hauscið 1952 seccisc Guðmundur Ingi í Scýri-mannaskólann og lauk þaðan hinu meira fiski-mannaprófi vorið 1954. Hann kom cil Vescmannaeyja um áramócin 1954-1955 og reri vercíðina 1955 sem háseci á Jötni með Oddi í Dal. Þeir voru þá saman í skiprúmi, fiskikóngarnir Hörður á Andvara og Guðmundur Ingi. Næstu vertíð var hann stýri-maður á Jötni, en vertíðina 1957 byrjaði hann formennsku með Jötun. Næstu vertíð var hann með Hafbjörgu fyrir Ingólf Theódórsson og vertíðina 1959 með Erling IV. Hauscið 1959 fór Guðmundur í útgerð og keypti í félagi við Óskar heitinn Sigurðsson Hugann VE 65, sem var 60 tonna bátur. Veiðar gengu vel á þann bát. Þeir létu því smíða nýjan bát, sem var af-hentur í Noregi 5. marz 1964; Huginn II. VE 55, sem hefur undir skipstjórn Guðmundar Inga reynzt hið mesta afla- og happaskip. Gamli Huginn var seldur til Suðurnesja 2 ár-um síðar. Huginn II er 188 rúml. brúttó (ný mæling), 216 rúmt. áður; með 450 ha Stork diesel. Guðmundur Ingi kennir allri skipshöfninni á siglingatækin. Það er um að gera að kenna hásetunum á talstöð og tæki, segir Guðmundur, það veitir mikið öryggi á allri siglingu. Þrátt fyrir mikinn og góðan afla, segir Guð-mundur, að liðin vetrarvertíð hafi komið létt við þá á Huganum. Er það mikið vegna þess, að þeir tóku iðulega 2 lagnir í einu og ísuðu aflann um borð. Þeir fengu allan sinn afla austan Vestmannaeyja, mest austur á Vík og austar. Einu sinni lögðu þeir vestan Eyja. Þeir byrjuðu vertíðina með net, og fengu 174 tonn í netin, mest ufsa, og voru þá mikið á Víkinni. Þegar loðnan fór að ganga í byrjun febrúar, tóku þeir loðnunót, og öfluðu 4019 tonn af loðnu, eru þetta um 20 fullfermi. Þeir voru 6 vikur á loðnuveiðum. Tóku þá aftur netin. Samtals varð aflinn eins og fyrr segir 953 tonn. Guðmundur Ingi er mjög jafnvígur á öll veið-arfæri. Skiptist magn og gæði aÖalfisktegunda þanníg: Bezti róðurinn var 28. marz. Þeir áttu netin á Víkinni og var þar fremur tregt, fluttu austur fyrir Skarðsfjöru og fengu í síðari lögninni 88,5 tonn í 132 net. Samtals gerði róðurínn 97 tonn. A Huganum var 12 manna áhöfn. Tómas bróðir Guðmundar hefur verið scýrimaður síðin báturinn kom til landsins. Fyrsti vélstjóri er Óli S. Bernharðsson, svili Guðmundar, en Guð¬mundur er kvæntur einni af systrunum frá Þingholti, Kristínu Pálsdóttur, sem er systir þeirra Kristins og Sævalds, sem eru vel þekktir afla- og útgerðarmenn hér í bæ, og eiga Berg. Þau hjón eiga 4 börn, 3 tilvonandi aflakónga og eina heimasæcu. Þrátt fyrir tregari bolfiskafla á Eyjamiðum s.l. 2 vertíðtr, er Guðmundur bjartsýnn á fram-tíð fiskveiðanna, sem og sjálísagt er. Sjórinn er allt of heitur núna, segír Guðmundur. Guðmundur hlýtur nú titilinn: Fiskikóngur Vestmannaeyja 1972 ,eins og aflakóngur vertíð-arinnar hefur verið nefndur, og er verðlaunaður með silfurskipi, sem gefið er til minningar um Hannes lóðs, frægasra sjósóknara frá Eyjum á öldinni sem leið. Þetta er fjórða bezta vertíð Guðmundar. Hann hefur tvisvar aflað yfir 1200 tonn af bolfiski á vetrarvertíð. Guðmundi Inga og skipshöfn hans fylgja beztu árnaðar- og heiUaóskir Vestmannaeyinga.