„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1964/ Jón J. Bjarnason: minning“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 3: Lína 3:
<big><center>Fæddur 27. des. 1875. Dáinn 7. apríl 1964</center></big><br>
<big><center>Fæddur 27. des. 1875. Dáinn 7. apríl 1964</center></big><br>


[[Mynd:Jón J. Bjarnason.png|250px|thumb]]
[[Mynd:Jón J. Bjarnason.png|300px|thumb]]
Jón J. Bjarnason skipstjóri og seglasaumari, [[Kirkjuvegur|Kirkjuvegi]] 13 hér í bæ, lézt 7. apríl s.l. Hann var Vestfirðingur að ætt, fæddur að Tannanesi í Önundarfirði 27. desember 1875 og var því á 89. aldursári, er hann andaðist.<br>
Jón J. Bjarnason skipstjóri og seglasaumari, [[Kirkjuvegur|Kirkjuvegi]] 13 hér í bæ, lézt 7. apríl s.l. Hann var Vestfirðingur að ætt, fæddur að Tannanesi í Önundarfirði 27. desember 1875 og var því á 89. aldursári, er hann andaðist.<br>
Jón hóf sjóróðra á 14. aldursári á skútu og byrjaði sem kokkur fyrir 14 manna áhöfn.<br>
Jón hóf sjóróðra á 14. aldursári á skútu og byrjaði sem kokkur fyrir 14 manna áhöfn.<br>

Núverandi breyting frá og með 24. júní 2016 kl. 08:50

Jón J. Bjarnason


MINNING


Fæddur 27. des. 1875. Dáinn 7. apríl 1964


Jón J. Bjarnason skipstjóri og seglasaumari, Kirkjuvegi 13 hér í bæ, lézt 7. apríl s.l. Hann var Vestfirðingur að ætt, fæddur að Tannanesi í Önundarfirði 27. desember 1875 og var því á 89. aldursári, er hann andaðist.
Jón hóf sjóróðra á 14. aldursári á skútu og byrjaði sem kokkur fyrir 14 manna áhöfn.
Arið 1905 tók hann próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. eftir að hafa lokið tveggja ára námi á einum vetri. Síðan var hann á ýmsum skipum, m. a. togurum. Skipstjóri var hann hjá Ásgeirsverzlun á Ísafirði um árabil.
Á yngri árum barðist hann mikið fyrir málefnum sjómanna og var alla tíð einlægur verkalýðssinni.
Til Vestmannaeyja kom Jón 1934 og réri þá tvær vertíðir á mb. Faxa með Gísla heitnum Magnússyni.
Arið 1936 hóf hann starf hjá Guðmundi Gunnarssyni seglasaumara, en tók síðan við verkstæðinu og rak það svo að segja til dauðadags, eða í 25 ár, og eru þau handtök orðin mörg, sem hann hefir unnið fyrir útgerðarmenn og aðra hér í bæ. Hann vann öll sín störf af mjög mikilli vandvirkni.
Eftir komu sina til Eyja kenndi Jón á öllum stýrimannanámskeiðum, sem hér voru haldin, að því síðasta frátöldu.
Jón var mikill dugnaðar- og heiðursmaður. Hreystimenni var hann svo af bar. Hann sótti marga báta til útlanda og sigldi þeim farsællega heim.
Síðasti báturinn sem hann sótti var mb. Frigg. Það var árið 1935, í þeirri ferð hreppti hann mjög vont veður og sagðist aldrei hafa verið fegnari landsýn en í þetta skipti, er hann sá Vestmannaeyjar rísa úr sæ. Hafði hann þá staðið við stýrið, nær óslitið, síðustu þrjá sólarhringana.
Stundarkorn hafði hann þó lagt sig niður í mótorhúsi, en varð þá allur olíublautur, vegna leka á leiðslu. Ekki gaf hann sér þó tíma til fataskipta og fékk því mjög slæm brunasár.
Þegar í land kom var hann strax lagður á sjúkrahús og reynt var, með mestu varúð, að ná fötunum úr brunasárunum. Honum fannst þetta ganga seint. tók í skyrtu sína og reif hana lausa með einu handtaki. Þetta smávik svnir, að ekki var kveifarskapnum fyrir að fara.
Sem skipstjóri framkvæmdi hann oft nauðsynlegar aðgerðir á skipshöfn sinni er óhöpp og slys báru að höndum og þá einnig á sjálfum sér, ef því var að skipta. Aðstaðan hefir sjálfsagt ekki alltaf verið upp á það bezta og mikið hefir þá oft reynt á karlmennskuna og kjarkinn. Það var einmitt þessi karlmennskubragur, sem einkenndi Jón svo mjög.
Hann gekk til vinnu, svo að segja fram á síðasta dag, kominn fast að níræðu og er það óræk sönnun karlmennsku hans.
Arið 1936 hóf Jón búskap með Laufeyju Guðjónsdóttur, mestu myndar- og ágætiskonu. Þau áttu saman tvö mannvænleg börn, Sigurborgu og Högna, sem nú eru bæði gift. Högni lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum i Reykjavík á þessu vori.
Sjómannadagsblaðið sendir vinum hans og vandamönnum innilegustu samúðarkveðjur.