„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1963/ Þegar Erlingur IV. fórst“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big><center>Þegar [[Erlingur IV VE-45|Erlingur IV]]. fórst</center></big></big><br> | <big><big><center>Þegar [[Erlingur IV VE-45|Erlingur IV]]. fórst</center></big></big><br> | ||
[[Mynd:Ásberg Lárentinusson skipstjóri.png|250px|thumb|Ásberg Lárentinusson skipstjóri.]] | |||
Þann 22. marz s.l. árla morguns spurðust þau válegu tíðindi um bæinn að, að Erlingur IV. hefði farizt.<br> | Þann 22. marz s.l. árla morguns spurðust þau válegu tíðindi um bæinn að, að Erlingur IV. hefði farizt.<br> | ||
Í bæ sem þessum, sem byggir alla sína afkomu á sjósókn, má ávallt búast við tíðindum sem þessum, þótt öllum finnist, þegar að slæm eru veður, að þeir séu viðbúnir hinum verstu tíðindum. En svo berst fréttin. Þá finnum við öll, hvað við erum í raun og veru vanbúin. Við finnum bezt hvað þunnt er á hinni hörðu skel, sem við svo mörg brynjum okkur með. Og okkar fyrsta spurning er: „Hvað um mennina, koma þeir allir?“ Í þetta skipti, sem svo oft áður eigum við að þakka hinu dásamlega björgunartæki gúmbátnum, að við getum nú á Sjómannadaginn fagnað því, að í dag eru á meðal vor átta af þessari vösku skipshöfn.<br> | Í bæ sem þessum, sem byggir alla sína afkomu á sjósókn, má ávallt búast við tíðindum sem þessum, þótt öllum finnist, þegar að slæm eru veður, að þeir séu viðbúnir hinum verstu tíðindum. En svo berst fréttin. Þá finnum við öll, hvað við erum í raun og veru vanbúin. Við finnum bezt hvað þunnt er á hinni hörðu skel, sem við svo mörg brynjum okkur með. Og okkar fyrsta spurning er: „Hvað um mennina, koma þeir allir?“ Í þetta skipti, sem svo oft áður eigum við að þakka hinu dásamlega björgunartæki gúmbátnum, að við getum nú á Sjómannadaginn fagnað því, að í dag eru á meðal vor átta af þessari vösku skipshöfn.<br> |
Útgáfa síðunnar 22. júní 2016 kl. 14:16
Þann 22. marz s.l. árla morguns spurðust þau válegu tíðindi um bæinn að, að Erlingur IV. hefði farizt.
Í bæ sem þessum, sem byggir alla sína afkomu á sjósókn, má ávallt búast við tíðindum sem þessum, þótt öllum finnist, þegar að slæm eru veður, að þeir séu viðbúnir hinum verstu tíðindum. En svo berst fréttin. Þá finnum við öll, hvað við erum í raun og veru vanbúin. Við finnum bezt hvað þunnt er á hinni hörðu skel, sem við svo mörg brynjum okkur með. Og okkar fyrsta spurning er: „Hvað um mennina, koma þeir allir?“ Í þetta skipti, sem svo oft áður eigum við að þakka hinu dásamlega björgunartæki gúmbátnum, að við getum nú á Sjómannadaginn fagnað því, að í dag eru á meðal vor átta af þessari vösku skipshöfn.
En sá fögnuður er því miður beiskju blandinn, því að tvo vantar, þá Guðna Friðriksson 1. vélstjóra og Samúel Ingvason háseta.
Guðni Friðriksson var ættaður frá Siglufirði. Fæddur þann 29. ágúst 1929. Foreldrar hans voru Guðný Kristjánsdóttir og Friðrik Stefánsson. Móður sína missti Guðni kornungur og ólst hann upp hjá vandalausum. Guðni fluttist ungur til Vestmannaeyja til systur sinnar, Jónu Fríðriksdóttur, konu Alfreðs Hjartarsonar útgerðarmanns. Voru þau systkin mjög samrýmd.
Guðni byrjaði kornungur að stunda sjó og má segja að sjórinn hafi átt hug hans allan. Guðni vann hylli allra sinna félaga, sakir dugnaðar og samvizkusemi við störf sín.
Hann var sérstakt prúðmenni, sem vildi hvers manns vanda leysa.
Hjá félögum sínum skilur Guðni eftir ljúfar minningar um góðan dreng.
Samúel Ingvason var fæddur á Akranesi hinn 19. febrúar 1942. Foreldrar hans voru Sigríður Ásgeirsdóttir og Ingvi Guðmundsson.
Samúel var aðeins búinn að vera fáa daga hér í Vestmannaeyjum, þegar þetta hörmulega slys bar að höndum. Hann var í öðrum róðri sínum á Erlingi IV. Samúel kom félögum sínum fyrir sjónir sem hugljúfur dugnaðar maður. Hann skilur eftir sig unnustu, Þórönnu Þórarinsdóttur.
Sjómannadagsblaðið sendir aðstandendum þeirra félaga hugheilar samúðarkveðjur.
Skipstjóri á Erlingi IV. var Ásberg Lárentínusson.
Þeir sem björguðust voru: Ásberg Lárentínusson skipstjóri, Óskar Þórarinsson stýrimaður, Eiður Marinósson 2. vélstjóri, Guðni Ágústsson, matsveinn, Guðmundur Lárusson háseti, Uwe Brandt háseti, Árni Guðmundsson háseti og Egill Árnason háseti.
Eins og öllum er kunnugt, bjargaði Stefán Stefánsson og skipshöfn hans á „Halkion“, skipshöfninni af Erlingi IV. Stefán hefur verið sérstakur gæfumaður í sinni formannstíð og er þess minnzt á öðrum stað í blaðinu.
Skipstjóri og skipshöfn á Erlingi IV. hefur beðið Sjómannadagsblaðið að færa Stefáni og skipshöfn hans sínar beztu þakkir fyrir giftusamlega björgun og góða aðhlynningu. Mun þeim seint úr minni líða sú hlýja og það vinarþel, sem þeir mættu um borð í þessu gæfuskipi.
Sjómannadagsráð.