„Lárus J. Johnsen“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 17: | Lína 17: | ||
Börn þeirra voru:<br> | Börn þeirra voru:<br> | ||
2. [[Lárus L. Johnsen|Lárus Johnsen]] kennari, skrifstofumaður, skákmeistari, f. 12. september 1923, d. 26. ágúst 2006,<br> | 2. [[Lárus L. Johnsen|Lárus Johnsen]] kennari, skrifstofumaður, skákmeistari, f. 12. september 1923, d. 26. ágúst 2006,<br> | ||
3. Sif Áslaug Johnsen húsfreyja í Reykjavík, f. 25. ágúst 1926, d. 12. maí 2006. | 3. [[Sif Áslaug Johnsen]] húsfreyja í Reykjavík, f. 25. ágúst 1926, d. 12. maí 2006. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. |
Útgáfa síðunnar 10. maí 2016 kl. 14:58
Kristinnn Lárus Jóhannsson Johnsen útgerðarmaður, kaupmaður fæddist 31. desember 1884 í Frydendal og lést 15. október 1930.
Foreldrar hans voru Jóhann Jörgen Johnsen, f. 6. október 1847, d. 11. maí 1893 og k.h. Anna Sigríður Árnadóttir, f. 6. júní 1855, d. 20. ágúst 1930.
Lárus nam verslunarfræði í Kaupmannahöfn 1905-1908.
Hann stundaði verslunarstörf og síðar kaupmennsku og útgerð í Eyjum, kenndi tungumál og var réttartúlkur og skjalaþýðandi. Einnig var hann hollenskur visikonsúll.
Póstafgreiðslu hafði Lárus með höndum á vegum Gísla bróður síns, en við því tók sérstakur póstmeistari, Ólafur Jensson.
Lárus bjó hjá móður sinni í Frydendal 1910, á Sólvangi 1920.
Hann starfaði síðar í Reykjavík.
Hann lést 1930.
I. Barnsmóðir Lárusar var Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Möller af Austurlandi, þá vinnukona í Frydendal, f. 29. júlí 1890 í Litlu-Vík í Desjamýrarsókn í N.-Múlasýslu, d. 12. júní 1966, d. 12. júní 1966.
Barn þeirra var
1. Anna Sigríður Lárusdóttir Johnsen húsfreyja í Danmörku og á Íslandi, f. 5. maí 1913, d. 13. nóvember 2004. Maður hennar var Paul Christoffersen, danskur maður.
II. Kona Lárusar, (12. október 1922), var Halldóra Þórðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. október 1892, d. 21. febrúar 1958. Hún gekk undir nafninu Dóra Johnsen.
Börn þeirra voru:
2. Lárus Johnsen kennari, skrifstofumaður, skákmeistari, f. 12. september 1923, d. 26. ágúst 2006,
3. Sif Áslaug Johnsen húsfreyja í Reykjavík, f. 25. ágúst 1926, d. 12. maí 2006.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.