„Fjórði áratugurinn“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 21: Lína 21:


Afli Vestmannaeyjabátanna varð þennan áratug samtals 293.084 tonn og var hann enn, eins og afli undanfarinna ára, nær eingöngu verkaður í salt og fluttur út ýmist sem fullverkaður fiskur eða sem hálfverkaður saltfiskur.
Afli Vestmannaeyjabátanna varð þennan áratug samtals 293.084 tonn og var hann enn, eins og afli undanfarinna ára, nær eingöngu verkaður í salt og fluttur út ýmist sem fullverkaður fiskur eða sem hálfverkaður saltfiskur.
Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1950. Hann lest á heimili sínu í Vestmannaeyjum 4. október 2000. Foreldrar hans voru hjónin Svava Ágústsdóttir og Einar Sigurðsson útgerðarmaður frá Heiði í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust 11 börn á 15 árum.
Árið 1976 kvæntist Sigurður Guðbjörgu Matthíasdóttur kennara. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vestmannaeyjum og eignuðust fjóra syni, Einar Sigurðsson, Sigurð Sigurðsson, Magnús Sigurðsson og Kristinn Sigurðsson.
Einar, faðir Sigurðar, átti sjávarútvegsfyrirtæki víða um land en mest voru umsvifin í Vestmannaeyjum. Eftir lögfræðinám Sigurðar árið 1974 settust hann og Guðbjörg að í Vestmannaeyjum þar sem Sigurður tók við stjórn fyrirtækis föður síns, Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.
Það var strax á fyrstu arum Sigurðar í Vestmannaeyjum þegar Eyjamenn sáu hve heppnir þeir voru með þennan unga mann sem forstjóra þessa öfluga fyrirtækis.
Árið 1992 sameinaðist Hraðfrystistöðin Ísfélagi Vestmannaeyja og tók Sigurður við stjórn þessa sameinaða fyrirtækis sem hlaut nafn Ísfélagsins.
Sigurður sat í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1986-1994 og frá 1998 til hann lest.




[[Flokkur:Saga]]
[[Flokkur:Saga]]

Útgáfa síðunnar 15. júní 2006 kl. 08:24

Á árunum 1930-1940 varð allveruleg breyting á bátaflota Vestmannaeyinga. Keyptir voru til Vestmannaeyja 48 bátar á þessum árum en af skrá hvarf 61 bátur. Fækkaði þeim því úr 97, eins og þeir voru í ársbyrjun 1930, í 84 árið 1940

Heildarstærð bátaflotans hélst þó nokkuð í stað þar sem tonnatala hans var árið 1940 samtals 1.806 á móti 1.905 tonnum árið 1930. Meðalstærð báta hafði hækkað í 21,6 tonn í lok áratugarins.

Fjórði áratugurinn er sennilega daufasta og athafnaminnsta tímabilið í sögu vélbátaflotans í Vestmannaeyjum fram að þeim tíma. Ástæðan fyrir því er vafalaust verðfallið sem varð á saltfiskinum 1930. Eftir það úthald stóðu svo að segja allir útgerðarmenn í Eyjum eignalausir, og sumir meira en það, og margir þeirra voru svo skuldum hlaðnir að þeir gerðu sér vart vonir um að þeim entist aldur til að greiða þær upp. Útlitið var því allt annað en bjart fyrstu ár þessa áratugar og því eðlilegt að það drægi úr áhuga manna til endurnýjunar og stækkunar bátaflotans. En úr öllu þessu átti eftir að rætast og útgerðin að rétta úr kútnum og það fyrr en varði, eins og síðar kemur fram.

Dýpkunarskip og úrbætur í hafnarmálum

Höfnin 1940

Þrátt fyrir erfiðleika atvinnuveganna á þessum árum réðust bæjaryfirvöld í tvær mikilvægar framkvæmdir á vegum hafnarinnar sem áttu eftir að koma að góðum notum. Hin fyrri að keypt var dýpkunarskipið Vestmannaey 1935. Dýpkunarskipið tók til starfa strax eftir heimkomuna við að dýpka innsiglinguna, þannig að allir bátar Eyjaflotans gátu farið áhættulaust út og inn úr höfninni hvenær sem var. Síðan var höfnin dýpkuð svo að bátarnir flutu mun betur.

Önnur framkvæmdin var gerð Básaskersbryggjunnar sem lokið var við árið 1937. Leysti hún hinn mikla vanda sem skapast hafði við löndun aflans úr þeim mikla fjölda báta sem gerður var út frá Eyjum.

Upphaf togveiða

Sumarið 1938 fengu eigendur að m/b Voninni, sem var 24,78 tonna bátur með 50 hestafla vél, styrk frá Fiskimálasjóði til þess að setja togveiðiútbúnað í bátinn. Var ætlunin að hann gerði tilraun til humarveiða með þessum útbúnaði, þetta misheppnaðist þó að nokkru því að ýmislegt fleira en humar kom með, en menn sáu þó að þarna var komið mjög nothæft veiðarfæri sem skilaði betri árangri en dragnótin.

Þýðingarmiklar veiðar

M/b Vonin

Togveiðar urðu strax mjög þýðingarmiklar í Eyjum. En þegar landhelgin var færð út í áföngum urðu veiðarnar ávallt erfiðari, því mjög þrengdist að innan fiskveiðimarkanna við hverja útfærslu. Þetta kom harðara niður á bátunum en stóru togurunum sem gátu vegna stærðar sinnar og meira vélarafls fiskað fjær landi en vélbátar. En útgerðarmennirnir héldu þó þessum veiðum áfram sem leiddi þá óhjákvæmilega til endurtekinna landhelgisbrota. Alþingi var mjög erfitt um vik að veita bátunum einhverjar undanþágur, það var ekki fyrr en með breytingum árið 1968, með lögunum um bann gegn botnvörpuveiðum innan fiskveiðimarkanna, og síðar fiskveiðilagasamþykktinni, sem aðstaða bátanna batnaði mjög, þar sem þeim var nú heimiluð veiði allt inn að þremur sjómílum frá straumfjöruborði við suðurströndina, og allt upp að Vestmannaeyjum.

Afli Vestmannaeyjabátanna varð þennan áratug samtals 293.084 tonn og var hann enn, eins og afli undanfarinna ára, nær eingöngu verkaður í salt og fluttur út ýmist sem fullverkaður fiskur eða sem hálfverkaður saltfiskur.