„Vilhjálmur Ólafsson (Múla)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:KG-mannamyndir 8931.jpg|thumb|350px|''Vilhjálmur og fjölskylda. Sigurður Ingi situr á milli hjónanna.]]
[[Mynd:KG-mannamyndir 8931.jpg|thumb|350px|''Vilhjálmur og Guðbjörg með börnum sínum. Sigurður Ingi situr á milli hjónanna.]]
'''Vilhjálmur Ólafsson''' bátsformaður,  útvegsmaður  á [[Múli|Múla]] fæddist  
'''Vilhjálmur Ólafsson''' bátsformaður,  útvegsmaður  á [[Múli|Múla]] fæddist  
28. ágúst 1872 í Rofabæ í Meðallandi og lést 3. júlí 1951 í Reykjavík.<br>
28. ágúst 1872 í Rofabæ í Meðallandi og lést 3. júlí 1951 í Reykjavík.<br>

Útgáfa síðunnar 20. nóvember 2015 kl. 21:13

Vilhjálmur og Guðbjörg með börnum sínum. Sigurður Ingi situr á milli hjónanna.

Vilhjálmur Ólafsson bátsformaður, útvegsmaður á Múla fæddist 28. ágúst 1872 í Rofabæ í Meðallandi og lést 3. júlí 1951 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson bóndi í Rofabæ, f. 6. júlí 1841 í Seglbúðum í Landbroti, d. 25. ágúst 1881 á Seljalandi u. Eyjafjöllum, og síðari kona hans, (skildu), Þorgerður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1851 í Sandaseli í Meðallandi, d. 4. september 1942 í Reykjavík

Hálfsystur hans, samfeðra, í Eyjum, voru.
1. Vilborg Ólafsdóttir vinnukona á Búastöðum, síðar í Kanada, f. 26. júlí 1866, d. 21. desember 1954 í Kanada.
2. Sigríður Ólafsdóttir húskona í Mjóafirði, síðar hjá Nikólínu Jónsdóttur dóttur sinni og Vilhjálmi Jónssyni stöðvarstjóra á Hásteinsvegi 4, (Ásbrún), f. 17. desember 1867, d. 20. ágúst 1948.

Vilhjálmur var með foreldrum sínum í Rofabæ til 1880, var tökubarn í Klauf í Meðallandi 1880-1881, á Blómsturvöllum í Fljótshverfi 1881-1882, var ómagi í Gamlabæ (Syðri-Steinsmýri) í Meðallandi 1882-1885. Hann var hjá móðurforeldrum sínum í Melhól í Meðallandi 1885-1889, vinnumaður í Botnum þar 1889-1901.
Hann eignaðist Ólaf með Guðbjögu 1900, fluttist til Eyja með henni 1901. Þau voru vinnufólk á Löndum á því ári, giftu sig 1902. Þá voru þau á Oddsstöðum við fæðingu Þorgerðar 1903.
Vilhjálmur og Jónas Jónsson reistu Múla 1904. Þar bjuggu þau síðan meðan bæði lifðu.
Árni tengdafaðir hans kom að Múla 1903 og var hjá þeim til æviloka 1913. Vilhjálmur lést 1951 í Reykjavík.

Kona Vilhjálms, (1902), var Guðbjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 27. september 1869, d. 10. júlí 1929.
Börn þeirra voru:
1. Ólafur Vilhjálmsson skipstjóri, sjómaður, f. 12. september 1900, d. 24. febrúar 1972.
2. Þorgerður Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1903, d. 29. september 1990.
3. Kjartan Leifur Vilhjálmsson skipstjóri, sjómaður, f. 20. mars 1906, drukknaði 30. mars 1932.
4. Guðlaug Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 27. maí 1907, d. 22. júlí 1974.
Fóstursonur þeirra var
5. Sigurður Ingi Jónsson prentari í Reykjavík, f. 19. júní 1917, d. 30. október 1997.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.