„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1961/ Um öryggismál sjómanna í Eyjum“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
(|) |
||
Lína 6: | Lína 6: | ||
Þar sem stefnt er að því marki að bæta lífsafkomuna og að þræða beztu leiðir til bættra kjara, þá er það hagur sjómanna sem og annarra, ef það tekst að sníða vankantana af í fjárhagsviðskiptununi, og ef hægt er að notfæra sem bezt hverja nýjung, sem er til hagsbóta og hagsældar. Það er t. d. hagur og aukin þægindi fyrir sjómennina ef hafnarskilyrðin batna, ef aðstoðartækin verða betri, og ef bætt skilyrði virka á jákvæðan hátt, þá eru það kjarabætur fyrir alla.<br> | Þar sem stefnt er að því marki að bæta lífsafkomuna og að þræða beztu leiðir til bættra kjara, þá er það hagur sjómanna sem og annarra, ef það tekst að sníða vankantana af í fjárhagsviðskiptununi, og ef hægt er að notfæra sem bezt hverja nýjung, sem er til hagsbóta og hagsældar. Það er t. d. hagur og aukin þægindi fyrir sjómennina ef hafnarskilyrðin batna, ef aðstoðartækin verða betri, og ef bætt skilyrði virka á jákvæðan hátt, þá eru það kjarabætur fyrir alla.<br> | ||
En þar sem þetta er rabb, sem hér fer á eftir, og aðallega er átt við Vestmannaeyjar, vil ég þakka fyrir, að góðum áfanga er náð, hvað viðvíkur hafnarbátnum nýja, og óska þess að hlutverkum þeim, sem vonir standa til að hann þjóni, verði öllum til heilla.<br> | En þar sem þetta er rabb, sem hér fer á eftir, og aðallega er átt við Vestmannaeyjar, vil ég þakka fyrir, að góðum áfanga er náð, hvað viðvíkur hafnarbátnum nýja, og óska þess að hlutverkum þeim, sem vonir standa til að hann þjóni, verði öllum til heilla.<br> | ||
[[Mynd:Togarinn Marie Jose Rosetti.png|500px|thumb|center|Togarinn Marie Jose Rosetti, sem strandaði á hafnargarðinum við Vestmannaeyjar í vetur.]] | |||
Þann 4. apríl síðastliðinn kom í heimahöfn nýr bátur, sem hafnarsjóður Vestmannaeyja hefur látið byggja í Vestur-Þýzkalandi. Bátur þessi er 99 brúttó rúmlestir að stærð, með 500 hk. Deutz sem aðalvél, auk tveggja hjálparvéla, sem drífa rafal og öflugar sjódælur, til eldvarna og björgunar. Kraftmiklar vindur eru í bátnum, vökvadrifinn dráttarkrókur af nýjustu gerð, einnig fullkomin björgunaráhöld, svo og siglingartæki, sem nútíminn gerir kröfur til. [[Hjálmar Bárðarson]] skipaskoðunarstjóri hefur teiknað og gengið frá smíðalýsingunni á báti þessum, sem er efnismikill. traustbyggður og hefur ágæta sjóhæfni.<br> | Þann 4. apríl síðastliðinn kom í heimahöfn nýr bátur, sem hafnarsjóður Vestmannaeyja hefur látið byggja í Vestur-Þýzkalandi. Bátur þessi er 99 brúttó rúmlestir að stærð, með 500 hk. Deutz sem aðalvél, auk tveggja hjálparvéla, sem drífa rafal og öflugar sjódælur, til eldvarna og björgunar. Kraftmiklar vindur eru í bátnum, vökvadrifinn dráttarkrókur af nýjustu gerð, einnig fullkomin björgunaráhöld, svo og siglingartæki, sem nútíminn gerir kröfur til. [[Hjálmar Bárðarson]] skipaskoðunarstjóri hefur teiknað og gengið frá smíðalýsingunni á báti þessum, sem er efnismikill. traustbyggður og hefur ágæta sjóhæfni.<br> | ||
Lína 12: | Lína 14: | ||
Í Reykjavíkurhöfn er talið sjálfsagt og nauðsynlegt að hafa góða bátaaðstoð til handa skipum þeim, sem til hafnarinnar koma, þeim til öryggis og hægðarauka. Það er því engin goðgá, þótt farið sé fram á svipaða aðstoð, við þessi sömu skip, í höfn, þar sem flestar aðstæður eru miklu erfiðari en í Reykjavíkurhöfn, nei öðru nær.<br> | Í Reykjavíkurhöfn er talið sjálfsagt og nauðsynlegt að hafa góða bátaaðstoð til handa skipum þeim, sem til hafnarinnar koma, þeim til öryggis og hægðarauka. Það er því engin goðgá, þótt farið sé fram á svipaða aðstoð, við þessi sömu skip, í höfn, þar sem flestar aðstæður eru miklu erfiðari en í Reykjavíkurhöfn, nei öðru nær.<br> | ||
Eins og margir vita, þá eru Vestmannaeyjar á mjög svörtum lista hvað viðvíkur farm- og tryggingargjöldum af vörum þeim, sem fluttar eru til og frá Eyjum, miðað við aðrar hafnir. Til dæmis má geta þess, að á því herrans ári 1960 tók skip eitt hér fyrstu höfn frá útlöndum, færandi varning heim, og setti hér í land hér um bil 2/5 hluta af farmi sínum, en hinir 3/5 hlutar farmsins áttu að fara til Faxaflóahafna. Nú er það ekkert einsdæmi, að skip taki hér fyrstu höfn frá útlöndum og losi hér hluta af farmi sínum, en hitt er furðulegt og óréttmæt ósanngirni, að fyrir það eitt, að vörur séu staðsettar og merktar á farmskrár til Vestmannaeyja, skuli á stundum þurfa að greiða allt að einum fjórða hluta hærri farmgjöld en fyrir það, sem eftir er í skip, og staðsett er til annarra innlendra hafna, er skipið fer til.<br> | Eins og margir vita, þá eru Vestmannaeyjar á mjög svörtum lista hvað viðvíkur farm- og tryggingargjöldum af vörum þeim, sem fluttar eru til og frá Eyjum, miðað við aðrar hafnir. Til dæmis má geta þess, að á því herrans ári 1960 tók skip eitt hér fyrstu höfn frá útlöndum, færandi varning heim, og setti hér í land hér um bil 2/5 hluta af farmi sínum, en hinir 3/5 hlutar farmsins áttu að fara til Faxaflóahafna. Nú er það ekkert einsdæmi, að skip taki hér fyrstu höfn frá útlöndum og losi hér hluta af farmi sínum, en hitt er furðulegt og óréttmæt ósanngirni, að fyrir það eitt, að vörur séu staðsettar og merktar á farmskrár til Vestmannaeyja, skuli á stundum þurfa að greiða allt að einum fjórða hluta hærri farmgjöld en fyrir það, sem eftir er í skip, og staðsett er til annarra innlendra hafna, er skipið fer til.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2016-06-20 at 13.47.40.png|500px|thumb|center|Höfnin í Vestmannaeyjum.]] | |||
En sökum þess að Vestmannaeyjahöfn er í sama flokki og margar af verstu höfnum þessa lands hjá innlendum sem erlendum tryggingum og af þeim illa séðar frá eldri tímum, vegna þá erfiðra hafnarskilyrða og áhættusamrar innsiglingar, verðum við í dag að gjalda fyrir úreltar kröfur, gömul óhöpp, og þola óréttlátan djáknadóm trygginganna.<br> | En sökum þess að Vestmannaeyjahöfn er í sama flokki og margar af verstu höfnum þessa lands hjá innlendum sem erlendum tryggingum og af þeim illa séðar frá eldri tímum, vegna þá erfiðra hafnarskilyrða og áhættusamrar innsiglingar, verðum við í dag að gjalda fyrir úreltar kröfur, gömul óhöpp, og þola óréttlátan djáknadóm trygginganna.<br> | ||
Það hefur verið reynt við úrbætur okkur í hag, en lítið hefur áunnizt enn, enda kyrrstaða rótgróin og illt að fá breytt gömlum venjum og hefðbundnum formum hjá tryggingunum.<br> | Það hefur verið reynt við úrbætur okkur í hag, en lítið hefur áunnizt enn, enda kyrrstaða rótgróin og illt að fá breytt gömlum venjum og hefðbundnum formum hjá tryggingunum.<br> |
Núverandi breyting frá og með 20. júní 2016 kl. 14:14
Á þessum hátíðisdegi, sem alltaf ber að meta, er skylt að þakka sjómannastéttinni ótrauða baráttu, strit hennar og erfiði við að draga björg á þjóðarskútuna, fyrir að afla verðmætanna, sem eru þjóð okkar svo nauðsynleg, verðmæta sem eru máttarstoðirnar fyrir lífsafkomu okkar, andlegri sem líkamlegri, og eru að langmestu leyti sá burðarás, sem frelsi og fjárhagsafkoma okkar byggir á. En það er ekki á neinn hátt gert lítið úr því, sem aðrir þegnar leggja af mörkum til framdráttar, viðhalds og velgengni þjóðarbúsins, þvert á móti, það er enginn lastaður þó einn sé lofaður.
Þar sem stefnt er að því marki að bæta lífsafkomuna og að þræða beztu leiðir til bættra kjara, þá er það hagur sjómanna sem og annarra, ef það tekst að sníða vankantana af í fjárhagsviðskiptununi, og ef hægt er að notfæra sem bezt hverja nýjung, sem er til hagsbóta og hagsældar. Það er t. d. hagur og aukin þægindi fyrir sjómennina ef hafnarskilyrðin batna, ef aðstoðartækin verða betri, og ef bætt skilyrði virka á jákvæðan hátt, þá eru það kjarabætur fyrir alla.
En þar sem þetta er rabb, sem hér fer á eftir, og aðallega er átt við Vestmannaeyjar, vil ég þakka fyrir, að góðum áfanga er náð, hvað viðvíkur hafnarbátnum nýja, og óska þess að hlutverkum þeim, sem vonir standa til að hann þjóni, verði öllum til heilla.
Þann 4. apríl síðastliðinn kom í heimahöfn nýr bátur, sem hafnarsjóður Vestmannaeyja hefur látið byggja í Vestur-Þýzkalandi. Bátur þessi er 99 brúttó rúmlestir að stærð, með 500 hk. Deutz sem aðalvél, auk tveggja hjálparvéla, sem drífa rafal og öflugar sjódælur, til eldvarna og björgunar. Kraftmiklar vindur eru í bátnum, vökvadrifinn dráttarkrókur af nýjustu gerð, einnig fullkomin björgunaráhöld, svo og siglingartæki, sem nútíminn gerir kröfur til. Hjálmar Bárðarson skipaskoðunarstjóri hefur teiknað og gengið frá smíðalýsingunni á báti þessum, sem er efnismikill. traustbyggður og hefur ágæta sjóhæfni.
Það er endurtekið efni, en staðreynd þó, að misjafnar skoðanir eru um notagildi og nauðsyn slíkrar fleytu fyrir Vestmannaeyjahöfn. En sem fyrr held ég því fram, að það sé og hafi verið nauðsynlegt fyrir höfnina, vegna breyttra aðstæðna, að eignast einnig stærri og öflugri bát en þann, sem fyrir var, til afnota og aðstoðar við skipaþjónustuna, sem höfnin selur og lætur af hendi, oft við misjafnar aðstæður vegna veðra og sjávar. En það skal fúslega viðurkennt, að slík þjónusta, sem hér er á minnzt, er kostnaðarsöm, en er þrátt fyrir það þó nauðsynleg, og er talin af tryggingunum eitt af frumskilyrðunum gagnvart öryggi skipa í og úr höfn.
Það eru að langmestu leyti sömu skipin, sem sigla til Vestmannaeyja og þau sem sigla til Reykjavíkur.
Í Reykjavíkurhöfn er talið sjálfsagt og nauðsynlegt að hafa góða bátaaðstoð til handa skipum þeim, sem til hafnarinnar koma, þeim til öryggis og hægðarauka. Það er því engin goðgá, þótt farið sé fram á svipaða aðstoð, við þessi sömu skip, í höfn, þar sem flestar aðstæður eru miklu erfiðari en í Reykjavíkurhöfn, nei öðru nær.
Eins og margir vita, þá eru Vestmannaeyjar á mjög svörtum lista hvað viðvíkur farm- og tryggingargjöldum af vörum þeim, sem fluttar eru til og frá Eyjum, miðað við aðrar hafnir. Til dæmis má geta þess, að á því herrans ári 1960 tók skip eitt hér fyrstu höfn frá útlöndum, færandi varning heim, og setti hér í land hér um bil 2/5 hluta af farmi sínum, en hinir 3/5 hlutar farmsins áttu að fara til Faxaflóahafna. Nú er það ekkert einsdæmi, að skip taki hér fyrstu höfn frá útlöndum og losi hér hluta af farmi sínum, en hitt er furðulegt og óréttmæt ósanngirni, að fyrir það eitt, að vörur séu staðsettar og merktar á farmskrár til Vestmannaeyja, skuli á stundum þurfa að greiða allt að einum fjórða hluta hærri farmgjöld en fyrir það, sem eftir er í skip, og staðsett er til annarra innlendra hafna, er skipið fer til.
En sökum þess að Vestmannaeyjahöfn er í sama flokki og margar af verstu höfnum þessa lands hjá innlendum sem erlendum tryggingum og af þeim illa séðar frá eldri tímum, vegna þá erfiðra hafnarskilyrða og áhættusamrar innsiglingar, verðum við í dag að gjalda fyrir úreltar kröfur, gömul óhöpp, og þola óréttlátan djáknadóm trygginganna.
Það hefur verið reynt við úrbætur okkur í hag, en lítið hefur áunnizt enn, enda kyrrstaða rótgróin og illt að fá breytt gömlum venjum og hefðbundnum formum hjá tryggingunum.
Það sýnir bezt, hvað þetta er mikið handahóf og handarbakavinna, hvað viðvíkur Vestmannaeyjahöfn, að það eitt skuli nægja, að nafn Vestmannaeyja sé sett á farmskrá, þá sé næg ástæða til að hækka að mun farm- og tryggingargjöld, bara fyrir það eitt hve mikil áhætta var því fylgjandi áður fyrr, að trygginganna dómi, að koma til Vestmannaeyjahafnar. Með tilkomu hafnarbátsins nýja er góðum áfanga náð, áfanga sem markar merk tímamót í sögu hafnarinnar. Það eru að vísu allmargir, sem líta þessa fleytu óhýru auga, telja hana óþarfa, einskisnýta, en til þess eins að níða niður fjárhag hafnarinnar.
En slík kyrrstöðuhugsun hefur skotið hér upp kolli áður, og má minna á, er höfninni var á sínum tíma boðin þjónusta m/b Brimils, þá var henni hafnað á þeim forsendum, að slík þjónusta væri ekki æskileg, þar sem höfnin hefði bát, árabát, til afnota.
Góðu heilli er þetta nú breytt og ekki er lengur treyst eingöngu á árar og handaflið til aðstoðar bátum og skipum í og við Vestmannaeyjahöfn.
Þá er það ekki ómaksins vert, ef tilkoma hafnarbátsins getur styrkt okkur í því, að við náum rétti okkar, að báturinn sanni, að við höfum uppfyllt kröfurnar að miklu leyti, sem tryggingarnar gera til öryggis og aðstoðar skipum þeim, sem okkur sækja heim og okkur gista, að við getum nú krafizt jafnréttis á við aðra landsmenn og að við séum ekki settir að hurðarbaki eða skör lægra en við eigum siðferðislegan rétt til, og að úr sé bætt því ófremdarástandi, sem við höfum búið við varðandi vöruflutninga til og frá Eyjum, vegna ósanngjarnra farm- og tryggingagjalda, byggðra á gömlum úreltum og röngum formúlum.
Eins og mörgum er kunnugt var á fyrsta fundi Björgunarfélags Vestmannaeyja, þann 4. ágúst 1918, samþykkt að láta byggja bát til öryggis og aðstoðar sjómönnum okkar og sjófarendum. Nú, að svo löngum tíma liðnum, hefur þessi samþykkt orðið að veruleika, með aðstoð góðra manna með tilkomu hafnarbátsins.
Það er ekki lítið öryggi að hafa nú bát útbúinn góðum björgunartækjum, öflugum sjódælum, ef leka eða eld ber að í fiskibáti eða skipi, og svo bát ávallt reiðubúinn að fara til hjálpar þeim, sem á aðstoð þurfa að halda, í og við höfnina, enda á slík hjálp á engan hátt að rýra aðstoð þá, sem varðskipin veita okkur.
Störf sjómannanna eru það tengd björgunarstarfseminni, að það er hagur og gleðiefni þeirra sem annarra, ef við bætist hlekkur í keðju slysavarnanna, og ber slíkt að þakka og meta. En gagnvart kostnaðarhliðinni á báti þessum er það að segja, að slík þjónusta, sem hér er minnzt á, er jafn nauðsynleg, hvort sem hún getur borið sig peningalega eða ekki. Ég veit, að þessi höfn, sem aðrar, hefur enga löngun til annars en reyna að halda í horfinu, hvað viðvíkur útgjöldum við hafnarreksturinn, en vill þó eftir beztu getu sinni veita bátum og skipum þá þjónustu, sem tök er á, og reyna að fylgja þróuninni og kröfum tímans til bættra aðstæðna.
Áður en ég lýk þessum línum vil ég fyrir hönd sjómanna færa þakkir árvökum vökumanni, fyrir starfann sem hann hefur unnið af alveg sérstakri trúmennsku, ástundun og skyldurækni. Vitavörðurinn á Stórhöfða, Sigurður Jónatansson, er maður sem vinnur störf sín æðru- og hávaðalaust.
Það eru ekki margir, sem hafa hugmynd um eða gera sér grein fyrir hvílíkt geysistarf liggur að baki vitavörzlunni á Stórhöfða, eða vita um það þrotlausa strit, þá veðrin eru í æstum hami, ill og vond, og brýn þörf er á að hafa vakandi auga með, að snjór eða slydda byrgi ekki fyrir ljósið frá vitanum.
Nei, Sigurður hefur aldrei brugðizt helgustu skyldum vitavarðarins að láta vitaljósið leiftra og lýsa til öryggis sjómönnum og sjófarendum, og til að vísa þeim leiðina, veita þeim örugga vissu um að stefnan sé rétt.
Það hefur margur sjómaðurinn oft verið glaður og þakklátur, þá hann hefur komið auga á ljósleiftrið frá Stórhöfða, þá hann hefur í dimmviðri háð baráttu við duttlungafullar ægisdætur og hörð átök við kára, á leið í heimahöfn, um úfnar og straumillar slóðir við Eyjar.
Eins og allir landsmenn vita, þá gnauðar og herjar stormurinn einna mest hér á landi á Stórhöfða. Það er því oft á tíðum óróasamt og erfiðar aðstæður hjá vitaverðinum við hans starfa, þá er vindurinn og stórviðrin blása með atómkrafti, reynandi að mölva allt og brjóta. Enda eru líka margar andvökunæturnar, sem íbúarnir á Stórhöfða hafa átt, þá ámáttlegur veðragnýrinn vælir og þylur sína óhugnanlegu hljóma með margbreytilegum tónstefjum.
En hvernig sem viðrar, og þótt stormurinn blási, og sprengi af sér allar stigatölur, í ásókn sinni á Stórhöfðann, bregzt vitavörðurinn aldrei, en gengur einbeittur og ótrauður að sínum ábyrgðar- og skyldustörfum, störfum sem hafa svo óútreiknanlegt notagildi og þýðingu fyrir sjómannastéttina í heild.
Ég vil fyrir mína hönd og allra, sem hlut eiga að máli, þakka Sigurði Jónatanssyni fyrir hans langa starfsdag, fyrir hans vakandi áhuga og fórnfúst dáðríkt starf, sem hann hefur innt af hendi í áratugi sem vitavörður á hinum stormasama Stórhöfða.
Það er ósk mín, að ljós gæfu og velfarnaðar lýsi honum og hans um komandi ár, eins og ljós það, sem hann hefur tendrað, hefur orðið öðrum til fararheilla.