„Lars Tranberg“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Lars Tranberg''' tómthúsmaður, formaður og hafnsögumaður í [[Larshús]]i, fæddist um 1805 í Gudhjem á Borgundarhólmi og lést 30. ágúst 1860 í Eyjum. Það hét áður Larshús, síðan [[London]]. <br> | '''Lars Tranberg''' tómthúsmaður, formaður og hafnsögumaður í [[Larshús]]i, fæddist um 1805 í Gudhjem á Borgundarhólmi og lést 30. ágúst 1860 í Eyjum. Það hét áður Larshús, síðan [[London]]. <br> | ||
Lars var áberandi í Eyjum á sínum ferli. Auk starfa sinna við sjómennsku og hafnsögumannsstörf var hann m.a. þáttakandi og virkur í [[ | Lars var áberandi í Eyjum á sínum ferli. Auk starfa sinna við sjómennsku og hafnsögumannsstörf var hann m.a. þáttakandi og virkur í [[Herfylkingin|Herfylkingunni]]. Þar gegndi hann lengi störfum bumbuslagara og lúðurþeytara.<br> | ||
Við manntal 1840 var hann 35 ára skipstjóri í [[Fredensbolig]] með Guðrúnu konu sinni 26 ára og barninu Amalie Christine 3 ára.<br> | Við manntal 1840 var hann 35 ára skipstjóri í [[Fredensbolig]] með Guðrúnu konu sinni 26 ára og barninu Amalie Christine 3 ára.<br> | ||
Hann var skipstjóri í [[Sjólyst]] 1845, ekkill með börnin Ingunni 5 ára og Amelie Christine 9 ára hjá sér og vinnukonu Kristínu Pálsdóttur.<br> | Hann var skipstjóri í [[Sjólyst]] 1845, ekkill með börnin Ingunni 5 ára og Amelie Christine 9 ára hjá sér og vinnukonu Kristínu Pálsdóttur.<br> |
Útgáfa síðunnar 19. september 2015 kl. 14:54
Lars Tranberg tómthúsmaður, formaður og hafnsögumaður í Larshúsi, fæddist um 1805 í Gudhjem á Borgundarhólmi og lést 30. ágúst 1860 í Eyjum. Það hét áður Larshús, síðan London.
Lars var áberandi í Eyjum á sínum ferli. Auk starfa sinna við sjómennsku og hafnsögumannsstörf var hann m.a. þáttakandi og virkur í Herfylkingunni. Þar gegndi hann lengi störfum bumbuslagara og lúðurþeytara.
Við manntal 1840 var hann 35 ára skipstjóri í Fredensbolig með Guðrúnu konu sinni 26 ára og barninu Amalie Christine 3 ára.
Hann var skipstjóri í Sjólyst 1845, ekkill með börnin Ingunni 5 ára og Amelie Christine 9 ára hjá sér og vinnukonu Kristínu Pálsdóttur.
Við manntal 1850 er Lars kvæntur tómthúsmaður í Larshúsi með konunni Gunnhildi Oddsdóttur. Börnin frá fyrri konu voru ekki nefnd. Amalía Kristín er horfin, lést 1847. Önnur Amalía Larsdóttir var þá 10 ára tökubarn í Þorlaugargerði hjá Lofti Jónssyni og Guðrúnu Hallsdóttur, en Ingunn var ekki nefnd þá, en 1855 var Ingunn fósturbarn hjá þeim hjónum í Þorlaugargerði.
Við manntal 1860 var fjölskyldan í London (áður Larshúsi). Lars var horfinn á braut, en ekkja hans Gunnhildur Oddsdóttir bjó þar með börnum þeirra, Amalie Elenoru 9 ára, Kristjönu Margréti 6 ára, Maríu Maren Kristensu 4 ára og Jakobi Sandersen Larsson Tranberg 1 árs.
I. Fyrri kona Lars var Guðrún Sigurðardóttir frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, f. 14. maí 1814, d. 16. júlí 1842.
Börn Guðrúnar og Lars:
1. Amalía Kristín Larsdóttir, f. 3. nóvember 1837, d. 10. febrúar 1847.
2. Anne Marie Larsdóttir, f. 18. október 1839, d. 25. október 1839.
3. Ingunn Anne Marie Larsdóttir, f. 6. maí 1841. Hún bjó í Danmörku.
II. Barnsmóðir Lars var Halldóra Jónsdóttir frá Söndum í Meðallandi, V-Skaft., síðar húsfreyja á Steinsstöðum, kona Sigurðar Vigfússonar bónda.
4. Barn þeirra var Guðrún Larsdóttir, f. 23. maí 1843, d. 22. ágúst 1843 úr ginklofa.
II. Síðari kona Lars skipstjóra var Gunnhildur Oddsdóttir, f. 9. október 1824, á lífi 1882.
Börn Gunnhildar og Lars:
5. Alexander Tranberg, f. 10. desember 1850, d. 18. desember 1850, orsakar ekki getið.
6. Amalie Eleonora Larsdóttir, f. 25. júlí 1852. Hún fór utan um tvítugt, giftist í París dönskum söðlasmíðameistara, Emil Hansen. Þau fóru til Chicago.
7. Kristjana Margrét Larsdóttir, f. 9. október 1854, d. 11. febrúar 1866.
8. Maria Maren Kristensa Larsdóttir, f. 7. júní 1857, d. 1934. Hún var fósturdóttir Jórunnar Jónsdóttur Austmann. Hún fót til Chicago. Maður hennar var Chr. Nielsen.
9. Jakob Sandersen Larsson Tranberg, f. 7. ágúst 1860, d. 21. maí 1945.
Á manntali 1845 var Peter Tranberg 24 ára ókvæntur sjómaður í Godthaab, fæddur í Österlarsker á Borgundarhólmi. Um möguleg tengsl þeirra Lars er ókunnugt, en fæðingarstaður Lars er þá uppgefinn sá sami, - Österlarsker.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gunnar Örn Hannesson.
- Holtamannabók I — Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar.Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1946.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.