„Guðlaug Sigurðardóttir (Jaðri)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðlaug Sigurðardóttir''' húsfreyja fæddist 24. júlí 1851 í Pétursey í Mýrdal og lést 30. ágúst 1939 í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður Pálsson bónd...) |
m (Verndaði „Guðlaug Sigurðardóttir (Jaðri)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 13. september 2015 kl. 22:31
Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 24. júlí 1851 í Pétursey í Mýrdal og lést 30. ágúst 1939 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigurður Pálsson bóndi í Pétursey, en síðast í Aurgötu u. Eyjafjöllum, f. 23. desember 1820 á Núpum í Fljótshverfi, d. 1. maí 1890 í Aurgötu, og kona hans Guðný Bjarnadóttir húsfreyja, f. 6. mars 1823 á Mið-Hvoli í Mýrdal, d. 13. janúar 1911 í Reykjavík.
Sigurður faðir Guðlaugar var bróðursonur sr. Jóns Austmanns að Ofanleiti og hálfbróðir, samfeðra, Lárusar föður Ólafs Lárussonar héraðslæknis.
Guðlaug var með foreldrum sínum í Pétursey í Mýrdal til 1856, með þeim í Kárhólma þar 1856-1859.
Hún var tökubarn í Gröf í Skaftártungu 1859-1867, vinnukona á Ljótarstöðum þar 1867-1868, á Borgarfelli þar 1868-1869, í Hraunbæ í Álftaveri 1869-1872. Þá fór hún að Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, var vinnukona í Fljótsdal í Fljótshlíð 1880.
Guðlaug var húsfreyja í Skálakoti u. Eyjafjöllum 1890, fór í Fljótshlíð 1896.
Hún var gift vinnukona á Neðri-Þverá í Fljótshlíð 1901.
Guðmundur lést 1906.
Guðlaug fluttist til Eyja 1908, var húskona á Jaðri 1910 og 1911, stundaði tóvinnu.
Hún var ekkja, húsfreyja á Heklu, (Flötum 8), 1920, lausakona, gamalmenni í Höfða, (Hásteinsvegi) 21, 1930.
Guðlaug fluttist til Reykjavíkur, átti síðast heima á Óðinsgötu 21.
Hún lést 1939.
Maður Guðlaugar, (1889), var Guðmundur Jónsson bóndi og vinnumaður, f. 24. nóvember 1847 að Giljum í Hvolhreppi, Rang., d. 1906.
Börn þeirra voru:
1. Oktavía Guðmundsdóttir húsfreyja á Reynistað, síðar í Reykjavík, f. 18. maí 1882, d. 29. september 1960, gift Þorkeli Sæmundssyni.
2. Jóel Guðmundsson lausamaður, f. 24. febrúar 1884, d. 20. maí 1971.
3. Þorlákur Guðmundsson skósmiður, f. 28. júní 1886, d. 9. maí 1978, kvæntur í Eyjum Gunnþórunni Gunnlaugsdóttur húsfreyju, f. 17. ágúst 1878, d. 30. apríl 1920.
4. Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja á Minni-Núpi, Brekastíg 4, f. 29. mars 1890, d. 25. desember 1985. Fyrri maður hennar var Kristjáni Jónssyni frá Dölum skósmiður, sjómaður, f. 12. apríl 1888, drukknaði 21. mars 1922. Síðari maður Guðnýjar var Helgi Guðmundsson matsveinn, ráðsmaður, f. 19. ágúst 1883, d. 11. ágúst 1940.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.