„Sæmundur Runólfsson (Gjábakka)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 11: | Lína 11: | ||
4. [[Einar Einarsson (Kastala)|Einar Einarsson]], tómthúsmaður frá [[Kastali|Kastala]], 30 ára. <br> | 4. [[Einar Einarsson (Kastala)|Einar Einarsson]], tómthúsmaður frá [[Kastali|Kastala]], 30 ára. <br> | ||
5. [[Magnús Sigmundsson (Oddsstöðum)|Magnús Sigmundsson]] sjómaður frá Oddsstöðum, 24 ára. <br> | 5. [[Magnús Sigmundsson (Oddsstöðum)|Magnús Sigmundsson]] sjómaður frá Oddsstöðum, 24 ára. <br> | ||
6. Sæmundur Runólfsson vinnumaður á [[Gjábakki|Gjábakka]], 22 ára. <br> | 6. [[Sæmundur Runólfsson (Gjábakka)|Sæmundur Runólfsson]] vinnumaður á [[Gjábakki|Gjábakka]], 22 ára. <br> | ||
Sæmundur var ókvæntur og barnlaus. | Sæmundur var ókvæntur og barnlaus. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Útgáfa síðunnar 29. september 2023 kl. 14:11
Sæmundur Runólfsson vinnumaður á Gjábakka fæddist 11. maí 1821 á Mið-Fossi í Mýrdal og drukknaði 18. nóvember 1842 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Runólfur Sæmundsson frá Sámsstöðum í Fljótshlíð, bóndi á Mið-Fossi og Haugnum í Mýrdal, f. 1788, d. 15. ágúst 1827 á Haugnum, og kona hans Þorbjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1792, d. 27. júní 1868.
Sæmundur var með foreldrum sínum til 1828, var niðursetningur á Skagnesi í Mýrdal 1834-1836, var matvinnungur á Fossi í Mýrdal 1836-1837, í Pétursey þar 1837-1839, í Engigarði þar 1839-1840, á Giljum þar 1840-1841.
Hann fluttist úr Mýrdal að Miðhúsum 1842, var vinnumaður á Gjábakka, er hann drukknaði með Vigfúsi Bergssyni og fleiri 1842.
Þeir voru á leið til Elliðaeyjar 18. nóvember, er bátnum hlekktist á.
Þeir, sem drukknuðu, voru:
1. Vigfús Bergsson, bóndi og hreppstjóri í Stakkagerði, 31 árs.
2. Guðmundur Sigurðsson, bóndi á Oddsstöðum, 42 ára.
3. Brandur Eiríksson tómthúsmaður frá Hóli, 45 ára.
4. Einar Einarsson, tómthúsmaður frá Kastala, 30 ára.
5. Magnús Sigmundsson sjómaður frá Oddsstöðum, 24 ára.
6. Sæmundur Runólfsson vinnumaður á Gjábakka, 22 ára.
Sæmundur var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.