„Sigurður Sigurfinnsson (hreppstjóri)“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:
'''Sigurður Sigurfinnsson''' var fæddur 6. nóvember 1851 í Yzta-Bæliskoti undir Eyjafjöllum, og lést 8. september 1916.<br>
'''Sigurður Sigurfinnsson''' var fæddur 6. nóvember 1851 í Yzta-Bæliskoti undir Eyjafjöllum, og lést 8. september 1916.<br>


==Ætt og uppruni==
=Ætt og uppruni=
Foreldrar hans voru Sigurfinnur bóndi að Yztabæliskoti og Yztabæli u. Eyjafjöllum, f. 30. júní 1824, d. 10. júní 1879, Runólfs skálds í Skaganesi, f. 1798, d. 1862, Sigurðar prests Ögmundssonar, Högnasonar og konu (1823) Runólfs, Ingveldar húsfreyju, f. 1798, d. 1868, Jónsdóttur, Bjarnasonar. Móðir Sigurðar og kona Sigurfinns var Helga húsfreyja, f. 30. ágúst 1815, d. um 1890, Jóns bónda að Brekkum í Holtum, Jónssonar.<br>
Foreldrar hans voru Sigurfinnur bóndi að Yztabæliskoti og Yztabæli u. Eyjafjöllum, f. 30. júní 1824, d. 10. júní 1879, Runólfs skálds í Skaganesi, f. 1798, d. 1862, Sigurðar prests Ögmundssonar, Högnasonar og konu (1823) Runólfs, Ingveldar húsfreyju, f. 1798, d. 1868, Jónsdóttur, Bjarnasonar. Móðir Sigurðar og kona Sigurfinns var Helga húsfreyja, f. 30. ágúst 1815, d. um 1890, Jóns bónda að Brekkum í Holtum, Jónssonar.<br>
Sigurður var fóstraður frá því á fyrsta ári hjá Einari Magnússyni bónda í Yztabæli og k.h. Sigríði Ísleifsdóttur húsfreyju og ólst hann upp hjá þeim, þar til hann varð fullvaxta.<br>
Sigurður var fóstraður frá því á fyrsta ári hjá Einari Magnússyni bónda í Yztabæli og k.h. Sigríði Ísleifsdóttur húsfreyju og ólst hann upp hjá þeim, þar til hann varð fullvaxta.<br>


==Lífsferill==
=Lífsferill=
[[Mynd:KG-mannamyndir 12234.jpg|thumb|220px|''Sigurður Sigurfinnsson.]]
[[Mynd:KG-mannamyndir 12234.jpg|thumb|220px|''Sigurður Sigurfinnsson.]]
Sigurður fluttist til Eyja árið 1872, bjó í [[Garðar við Kirkjubæ|Görðum]] við [[Kirkjubær | Kirkjubæi]] og hóf sjómennsku.<br>  
Sigurður fluttist til Eyja árið 1872, bjó í [[Garðar við Kirkjubæ|Görðum]] við [[Kirkjubær | Kirkjubæi]] og hóf sjómennsku.<br>  
Lína 16: Lína 16:
Þegar um haustið eftir komuna til landsins var báturinn nýttur til ferða til Stokkseyrar með vörur, en var notaður til fiskveiða á vertíð 1906. Gekk það fremur illa og var báturinn seldur. Árið 1908 byggði Sigurður bátinn [[Skeið]] upp úr opnu skipi og var formaður á þeim bát í tvær vertíðir. Eftir það hætti hann formennsku.<br>  
Þegar um haustið eftir komuna til landsins var báturinn nýttur til ferða til Stokkseyrar með vörur, en var notaður til fiskveiða á vertíð 1906. Gekk það fremur illa og var báturinn seldur. Árið 1908 byggði Sigurður bátinn [[Skeið]] upp úr opnu skipi og var formaður á þeim bát í tvær vertíðir. Eftir það hætti hann formennsku.<br>  


====Félagsmál====
=Félagsmál=
Sigurður varð oddviti 1902, þegar [[Þorsteinn Jónsson (héraðslæknir)|Þorsteinn Jónsson]] læknir hætti, og gegndi því starfi meðan hann lifði. Hann sat í hreppsnefnd frá 1901, í sýslunefnd sem varamaður í fjölda ára. Hreppstjóri varð hann 1895 eftir drukknun [[Lárus Jónsson|Lárusar Jónssonar]] á Búastöðum.<br>  
Sigurður varð oddviti 1902, þegar [[Þorsteinn Jónsson (héraðslæknir)|Þorsteinn Jónsson]] læknir hætti, og gegndi því starfi meðan hann lifði. Hann sat í hreppsnefnd frá 1901, í sýslunefnd sem varamaður í fjölda ára. Hreppstjóri varð hann 1895 eftir drukknun [[Lárus Jónsson|Lárusar Jónssonar]] á Búastöðum.<br>  
Hann var mikill framfaramaður. Hreppsnefndin boðaði, fyrir forgöngu hans, til almenns fundar 1907 til að fjalla um verzlunarmál og var sá fundur fjölmennur. Fundurinn lýsti yfir óánægju sinni með verð á útfluttum og innfluttum vörum. Kosin var nefnd þriggja manna, [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)| Þorsteins í Laufási]], [[Gísli Lárusson | Gísla Lárussonar]] í Stakkagerði auk Sigurðar til að afla upplýsinga um vöruverð og semja um kaup á erlendum vörum og semja um sölu á innlendum vörum. Var sett á stofn pöntunarfélag, sem starfaði í nokkur ár, en síðan stóðu sömu menn að stofnun [[Kaupfélagið Herjólfur|Kaupfélagsins Herjólfs]]. Á síðasta áratug nítjándu aldar neitaði [[J.P.T. Bryde | Bryde]] kaupmaður að selja mönnum salt, en vildi fá fiskinn upp úr sjó. Þótti af þessu mikill bagi og varð til þess að stofnað var pöntunarfélag til saltkaupa.<br>
Hann var mikill framfaramaður. Hreppsnefndin boðaði, fyrir forgöngu hans, til almenns fundar 1907 til að fjalla um verzlunarmál og var sá fundur fjölmennur. Fundurinn lýsti yfir óánægju sinni með verð á útfluttum og innfluttum vörum. Kosin var nefnd þriggja manna, [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)| Þorsteins í Laufási]], [[Gísli Lárusson | Gísla Lárussonar]] í Stakkagerði auk Sigurðar til að afla upplýsinga um vöruverð og semja um kaup á erlendum vörum og semja um sölu á innlendum vörum. Var sett á stofn pöntunarfélag, sem starfaði í nokkur ár, en síðan stóðu sömu menn að stofnun [[Kaupfélagið Herjólfur|Kaupfélagsins Herjólfs]]. Á síðasta áratug nítjándu aldar neitaði [[J.P.T. Bryde | Bryde]] kaupmaður að selja mönnum salt, en vildi fá fiskinn upp úr sjó. Þótti af þessu mikill bagi og varð til þess að stofnað var pöntunarfélag til saltkaupa.<br>
Lína 27: Lína 27:
Ráðríkur þótti hann enda mun hann oft hafa þurft að taka ákvarðanir, þegar hinir linari stóðu ráðþrota og klumsa.<br>
Ráðríkur þótti hann enda mun hann oft hafa þurft að taka ákvarðanir, þegar hinir linari stóðu ráðþrota og klumsa.<br>


==Ritverk==
=Ritverk=


#Ritgerðir í Fjallkonunni: Um sjómennsku 1891; Sjávarútvegur í Vestmannaeyjum 1893; Styrktarsjóður handa ekkjum og börnum drukknaðra sjómanna 1893; Mannslán og skipsáróður 1894; Kúðaós sem verzlunarstaður 1894; Félög og sjóðir í Vestmannaeyjum 1894; Ónotalegar samgöngur 1894; Nokkur skilyrði fyrir framför landbúnaðarins 1895; Hvalveiði við Vestmannaeyjar 1897.  
#Ritgerðir í Fjallkonunni: Um sjómennsku 1891; Sjávarútvegur í Vestmannaeyjum 1893; Styrktarsjóður handa ekkjum og börnum drukknaðra sjómanna 1893; Mannslán og skipsáróður 1894; Kúðaós sem verzlunarstaður 1894; Félög og sjóðir í Vestmannaeyjum 1894; Ónotalegar samgöngur 1894; Nokkur skilyrði fyrir framför landbúnaðarins 1895; Hvalveiði við Vestmannaeyjar 1897.  
Lína 36: Lína 36:
Auk þessa eru margar óprentaðar ritgerðir, meðal annars löng grein um slysfarir á Íslandi.<br>
Auk þessa eru margar óprentaðar ritgerðir, meðal annars löng grein um slysfarir á Íslandi.<br>


==Eftirmæli==
=Eftirmæli=
Örn Arnarson kvað lengi um Sigurð,- m.a.:<br>  
Örn Arnarson kvað lengi um Sigurð,- m.a.:<br>  
[[Mynd:thorgerdurgisladottir.jpg.jpg|thumb|300px|''Þorgerður Gísladóttir, fyrri kona Sigurðar.]]
[[Mynd:thorgerdurgisladottir.jpg.jpg|thumb|300px|''Þorgerður Gísladóttir, fyrri kona Sigurðar.]]
Lína 64: Lína 64:
óttaðist hvorki guð né fjandann.<br>
óttaðist hvorki guð né fjandann.<br>


==Fjölskylda==
=Fjölskylda=
Sigurður bjó fyrst í [[Garðar við Kirkjubæ|Görðum við Kirkjubæ]], en síðar keypti hann [[Kokkhús]]. Um 1880 byggði hann [[Boston]] við [[Vestmannabraut]] og síðar [[Dalbær | Dalbæ]] þar. Að síðust bjó hann á [[Litla-Heiði|Litlu-Heiði]].<br>   
Sigurður bjó fyrst í [[Garðar við Kirkjubæ|Görðum við Kirkjubæ]], en síðar keypti hann [[Kokkhús]]. Um 1880 byggði hann [[Boston]] við [[Vestmannabraut]] og síðar [[Dalbær | Dalbæ]] þar. Að síðust bjó hann á [[Litla-Heiði|Litlu-Heiði]].<br>   
Maki I (16. október 1875, skildu): [[Þorgerður Gísladóttir]] húsfreyja, f. 16. ágúst 1840, d. 8. ágúst 1919.<br>
Maki I (16. október 1875, skildu): [[Þorgerður Gísladóttir]] húsfreyja, f. 16. ágúst 1840, d. 8. ágúst 1919.<br>