„Blik 1969/Vesturhúsafeðgarnir“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 26: Lína 26:
Árið 1872 fluttist Margrét Hafliðadóttir til Vestmannaeyja í hornið til Guðmundar sonar síns, sem þá var orðinn bóndi á Vesturhúsum. Komum við að þeim báðum síðar þar í frásögu þessari.<br>
Árið 1872 fluttist Margrét Hafliðadóttir til Vestmannaeyja í hornið til Guðmundar sonar síns, sem þá var orðinn bóndi á Vesturhúsum. Komum við að þeim báðum síðar þar í frásögu þessari.<br>
Með skipi Fjallamanna til Eyja 1. júlí 1867 fékk að fljóta unglingspiltur frá Steinum undir Eyjafjöllum, - Guðmundur sonur Margrétar Hafliðadóttur vinnukonu þar í hverfinu.<br>
Með skipi Fjallamanna til Eyja 1. júlí 1867 fékk að fljóta unglingspiltur frá Steinum undir Eyjafjöllum, - Guðmundur sonur Margrétar Hafliðadóttur vinnukonu þar í hverfinu.<br>
Guðmundur Þórarinsson var ráðinn vinnumaður til hjónanna á Kirkjubæ, [[Sveinn Sveinsson|Sveins bónda Sveinssonar]] og [[Helga Þorláksdóttir|Helgu Þorláksdóttur]].<br>
Guðmundur Þórarinsson var ráðinn vinnumaður til hjónanna á Kirkjubæ, [[Sveinn Sveinsson (Kirkjubæ)|Sveins bónda Sveinssonar]] og [[Helga Þorláksdóttir (Kirkjubæ)|Helgu Þorláksdóttur]].<br>
Ýmis erindi þurfti piltur þessi að reka við verzlanir í Eyjum, meðan Fjallaskipið stóð þar við þennan dag. Meðferðis hafði hann t. d. tvö bréf. Þeim þurfti hann að koma til skila. Annað þeirra a. m. k. var þess efnis, að hann þurfti að snúast í að taka út vörur samkvæmt því og koma þeim til skips. Það bréf var frá [[Einar Jóhannsson|Einari hreppstjóra Jóhannssyni]], bónda í Þórisholti í Mýrdal til verzlunarstjóra [[Austurbúðin|Austurbúðarinnar]], [[Jóhann Bjarnasen|Jóhanns P. Bjarnasen]] og hljóðaði á þessa leið:
Ýmis erindi þurfti piltur þessi að reka við verzlanir í Eyjum, meðan Fjallaskipið stóð þar við þennan dag. Meðferðis hafði hann t. d. tvö bréf. Þeim þurfti hann að koma til skila. Annað þeirra a. m. k. var þess efnis, að hann þurfti að snúast í að taka út vörur samkvæmt því og koma þeim til skips. Það bréf var frá [[Einar Jóhannsson|Einari hreppstjóra Jóhannssyni]], bónda í Þórisholti í Mýrdal til verzlunarstjóra [[Austurbúðin|Austurbúðarinnar]], [[Jóhann Bjarnasen|Jóhanns P. Bjarnasen]] og hljóðaði á þessa leið:


Lína 64: Lína 64:
[[Mynd: 1969 b 96 A.jpg|450px|thumb|''Hjónin Guðmundur Þórarinsson og Guðrún Erlendsdóttir með [[Halla Guðmundsdóttir|Höllu]] dóttur sína.'']]
[[Mynd: 1969 b 96 A.jpg|450px|thumb|''Hjónin Guðmundur Þórarinsson og Guðrún Erlendsdóttir með [[Halla Guðmundsdóttir|Höllu]] dóttur sína.'']]
Guðrún Erlendsdóttir vinnukona í Landlyst var tekin að gildna undir belti svo að séð varð, þegar leið fram á útmánuði 1872. Ekki fóru læknishjónin í grafgötur með það, hver vera mundi faðirinn að fóstri vinnukonunnar.<br>
Guðrún Erlendsdóttir vinnukona í Landlyst var tekin að gildna undir belti svo að séð varð, þegar leið fram á útmánuði 1872. Ekki fóru læknishjónin í grafgötur með það, hver vera mundi faðirinn að fóstri vinnukonunnar.<br>
Síðari hluta vertíðarinnar 1872 kom Guðmundur vinnumaður að máli við húsbónda sinn, sem þá var settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, eftir að [[Bjarni Einar Magnússon|Bjarni E. Magnússon]] fluttist til embættis síns norður í Húnavatnssýslu (1871). Vinnumaðurinn fór þess á flot við húsbónda sinn, hinn setta sýslumann, að hann hlutaðist til um það, að þau hjónaefnin í Landlyst fengju byggingu fyrir [[Vesturhús-vestri|vestari Vesturhúsajörðinni]] í Eyjum, ef ekkillinn, [[Sveinn Hjaltason]] bóndi þar, segði henni lausri. Hinn setti sýslumaður hét því að hugleiða málið fyrir vinnumanninn sinn. Sýslumaðurinn vissi þá ekki til þess, að Sveinn bóndi hygðist bregða búi.<br>
Síðari hluta vertíðarinnar 1872 kom Guðmundur vinnumaður að máli við húsbónda sinn, sem þá var settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, eftir að [[Bjarni Einar Magnússon|Bjarni E. Magnússon]] fluttist til embættis síns norður í Húnavatnssýslu (1871). Vinnumaðurinn fór þess á flot við húsbónda sinn, hinn setta sýslumann, að hann hlutaðist til um það, að þau hjónaefnin í Landlyst fengju byggingu fyrir [[Vesturhús-vestri|vestari Vesturhúsajörðinni]] í Eyjum, ef ekkillinn, [[Sveinn Hjaltason (Vesturhúsum)|Sveinn Hjaltason]] bóndi þar, segði henni lausri. Hinn setti sýslumaður hét því að hugleiða málið fyrir vinnumanninn sinn. Sýslumaðurinn vissi þá ekki til þess, að Sveinn bóndi hygðist bregða búi.<br>
En hinn hyggni og forsjáli vinnumaður í Landlyst vissi betur en sýslumaðurinn í þessum efnum. Hann hafði í kyrrþey gert samning við Svein bónda og þeir orðið á það sáttir, að bóndi yrði húsmaður hjá ungu hjónunum vorið 1872 og hætti þar með búskap á Vesturhúsum. Þó skyldi þetta ekki að fullu afráðið fyrr en tryggt yrði, að þau Guðmundur og Guðrún fengju byggingu fyrir jörðinni. Allt var þannig undirbúið, er hinn setti sýslumaður gekk á fund Sveins bónda til þess að tala máli vinnumanns síns.<br>
En hinn hyggni og forsjáli vinnumaður í Landlyst vissi betur en sýslumaðurinn í þessum efnum. Hann hafði í kyrrþey gert samning við Svein bónda og þeir orðið á það sáttir, að bóndi yrði húsmaður hjá ungu hjónunum vorið 1872 og hætti þar með búskap á Vesturhúsum. Þó skyldi þetta ekki að fullu afráðið fyrr en tryggt yrði, að þau Guðmundur og Guðrún fengju byggingu fyrir jörðinni. Allt var þannig undirbúið, er hinn setti sýslumaður gekk á fund Sveins bónda til þess að tala máli vinnumanns síns.<br>
Sveinn Hjaltason bóndi hafði misst konu sína, [[Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum|Kristínu Jónsdóttur]] árið 1859, frá tveim börnum þeirra hjóna, Margréti og Gunnari. Vegna barnanna hafði hann haldið áfram búskapnum á Vesturhúsum, þótt konan væri fallin frá. En þegar hér var komið tíð og tíma, voru börn bónda uppkomin, Margrét 25 ára og Gunnar 16 ára. Sveinn bóndi vildi því gjarnan hætta búskap nú og ráðast í húsmennsku.<br>
Sveinn Hjaltason bóndi hafði misst konu sína, [[Kristín Jónsdóttir (Vesturhúsum)|Kristínu Jónsdóttur]] árið 1859, frá tveim börnum þeirra hjóna, Margréti og Gunnari. Vegna barnanna hafði hann haldið áfram búskapnum á Vesturhúsum, þótt konan væri fallin frá. En þegar hér var komið tíð og tíma, voru börn bónda uppkomin, Margrét 25 ára og Gunnar 16 ára. Sveinn bóndi vildi því gjarnan hætta búskap nú og ráðast í húsmennsku.<br>
Hinn setti sýslumaður hafði komið byggingu Vesturhúsajarðarinnar í hendur Guðmundar vinnumanns síns, þegar [[Michael Marius Ludvig Aagaard|M. M. Aagaard]], hinn danski sýslumaður, kom til Vestmannaeyja með skipunarbréf sitt síðla vors 1872, til þess að taka við hinu nýja embætti sínu, sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum.<br>
Hinn setti sýslumaður hafði komið byggingu Vesturhúsajarðarinnar í hendur Guðmundar vinnumanns síns, þegar [[Michael Marius Ludvig Aagaard|M. M. Aagaard]], hinn danski sýslumaður, kom til Vestmannaeyja með skipunarbréf sitt síðla vors 1872, til þess að taka við hinu nýja embætti sínu, sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum.<br>
Guðmundur Þórarinsson hafði sama háttinn á eins og svo margir mikilsvirtir borgarar í Eyjum fyrr og síðar á 19. öldinni: Hann hóf búskap sinn með „bústýru“, hjákúrunni sinni, Guðrúnu Erlendsdóttur. Þau hófu sem sé búskap sinn á Vesturhúsum í fardögum 1872 og áttu þá eftir að gera þennan garð farsælan og frægan á sína vísu næstu 44 árin, er þau bjuggu þar.<br>
Guðmundur Þórarinsson hafði sama háttinn á eins og svo margir mikilsvirtir borgarar í Eyjum fyrr og síðar á 19. öldinni: Hann hóf búskap sinn með „bústýru“, hjákúrunni sinni, Guðrúnu Erlendsdóttur. Þau hófu sem sé búskap sinn á Vesturhúsum í fardögum 1872 og áttu þá eftir að gera þennan garð farsælan og frægan á sína vísu næstu 44 árin, er þau bjuggu þar.<br>
Þrem vikum eftir að þau fluttu að Vesturhúsum og hófu búskapinn, ól Guðrún Erlendsdóttir, bústýra og unnusta húsbónda síns, honum einkar efnilegan son. Það gerðist 27. júní um sumarið. Sveinbarn þetta var skírt 30. s. m. og hlaut nafnið [[Magnús Guðmundsson|Magnús]]. Það þýðir hinn mikli, en það vissu foreldrarnir ekki, sem vonlegt var. Annað réð nafngiftinni.<br>
Þrem vikum eftir að þau fluttu að Vesturhúsum og hófu búskapinn, ól Guðrún Erlendsdóttir, bústýra og unnusta húsbónda síns, honum einkar efnilegan son. Það gerðist 27. júní um sumarið. Sveinbarn þetta var skírt 30. s. m. og hlaut nafnið [[Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)|Magnús]]. Það þýðir hinn mikli, en það vissu foreldrarnir ekki, sem vonlegt var. Annað réð nafngiftinni.<br>
Þrem dögum eftir skírnarathöfnina settist [[séra Brynjólfur Jónsson]] prestur að Ofanleiti við skrifborðið sitt í „skrifkammersinu“ sínu og páraði sýslumanninum danska nokkrar línur:<br>
Þrem dögum eftir skírnarathöfnina settist [[séra Brynjólfur Jónsson]] prestur að Ofanleiti við skrifborðið sitt í „skrifkammersinu“ sínu og páraði sýslumanninum danska nokkrar línur:<br>
„Að ógiftar persónur, Guðmundur Þórarinsson og Guðrún Erlendsdóttir, bæði á Vesturhúsum hér í sókn, séu með sameiginlegri barneign, er að bar 27. f. m., orðin uppvís að legorðsbroti í fyrsta sinni, gefst sýslumanninum hér með til vitundar.
„Að ógiftar persónur, Guðmundur Þórarinsson og Guðrún Erlendsdóttir, bæði á Vesturhúsum hér í sókn, séu með sameiginlegri barneign, er að bar 27. f. m., orðin uppvís að legorðsbroti í fyrsta sinni, gefst sýslumanninum hér með til vitundar.