„Blik 1960/Þórarinn Hafliðason, fyrri hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1960/Þórarinn Hafliðason, fyrri hluti“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:




[[Sigfús M. Johnsen|SIGFÚS M. JOHNSEN]]
<center>[[Sigfús M. Johnsen|SIGFÚS M. JOHNSEN]]:</center>


=''Þórarinn Hafliðason,''=
 
==fyrsti mormónatrúboðinn==
<big><big><big><big><big><center>''Þórarinn Hafliðason,''</center></big></big></big>
==í Vestmannaeyjum==
 
<center>fyrsti mormónatrúboðinn í Vestmannaeyjum</center></big>
[[Mynd: Sigfús M. Johnsen 2.jpg|thumb|350px|''Sigfús M. Johnsen, höf. greinarinnar.'']]
[[Mynd: Sigfús M. Johnsen 2.jpg|thumb|350px|''Sigfús M. Johnsen, höf. greinarinnar.'']]
<br>
 
 
Í Vestmannaeyjum hófst fyrst sem kunnugt er, mormónatrúboð hér á landi, og var það árið 1851, er [[Þórarinn Hafliðason]] kom í síðara skiptið frá Kaupmannahöfn, en þar hafði hann tekið mormónatrú, meðan hann var þar við trésmíðanám. Sama ár kom og hingað frá Danmörku [[Guðmundur Guðmundsson mormóni|Guðmundur Guðmundsson]], mormóni, frá Ártúnum í Oddasókn í Rangárvallasýslu, er verið hafði lengi í Danmörku við gullsmíðanám.  <br>
Í Vestmannaeyjum hófst fyrst sem kunnugt er, mormónatrúboð hér á landi, og var það árið 1851, er [[Þórarinn Hafliðason]] kom í síðara skiptið frá Kaupmannahöfn, en þar hafði hann tekið mormónatrú, meðan hann var þar við trésmíðanám. Sama ár kom og hingað frá Danmörku [[Guðmundur Guðmundsson mormóni|Guðmundur Guðmundsson]], mormóni, frá Ártúnum í Oddasókn í Rangárvallasýslu, er verið hafði lengi í Danmörku við gullsmíðanám.  <br>
Þórarinn Hafliðason var Rangvellingur að ætt og uppruna, fæddur að Eystra-Hóli í Sigluvíkursókn í þáverandi Stórólfshvolsprestakalli, 1. október 1825 og skírður sama dag. Guðfeðgin voru Sólrún ljósmóðir Sigurðardóttir í Tobbakoti í Þykkvabæ og Páll Arnoddsson, aðalbóndinn á Eystra-Hóli, og Sigmundur Pálsson. <br>
Þórarinn Hafliðason var Rangvellingur að ætt og uppruna, fæddur að Eystra-Hóli í Sigluvíkursókn í þáverandi Stórólfshvolsprestakalli, 1. október 1825 og skírður sama dag. Guðfeðgin voru Sólrún ljósmóðir Sigurðardóttir í Tobbakoti í Þykkvabæ og Páll Arnoddsson, aðalbóndinn á Eystra-Hóli, og Sigmundur Pálsson. <br>
Foreldrar Þórarins, Hafliði Þórarinsson og Halla Gunnlaugsdóttir, höfðu flutzt 1825 frá Dalskoti í Dalssókn undir Eyjafjöllum að Eystra- (Syðra) Hóli og setzt að á einhverjum hluta af jörðinni. Með þeim voru tveir synir þeirra, Þórarinn eldri f. 29. júlí 1823, og Eiríkur, f. 29. ág. 1824. Eigi staðnæmdust hjónin lengi á Eystra-Hóli, því að árið eftir, 1826, fara þau þegar þaðan og flytjast búferlum að Syðri-Kvíhólma í Holtssókn undir Eyjafjöllum. Erfitt var þá eignalitlu fólki að reisa bú og fá ábúð á jörð og þótti gott, ef hægt var að fá þó ekki væri nema smájarðarskika. Tveim drengjunum komu þau fyrir í fóstur hjá skyldfólki, Þórarni eldra í Litlu-Hildisey hjá móðurömmu Oddnýju Guðmundsdóttur, er þar bjó með seinna manni sínum, og Þórarni yngra hjá föðurafa sínum, síðar í Miðeyjarhólmi, Þórarni Eiríkssyni, er síðar bjó í Hólmahjáleigu, er þeir Þórarinn Eiríksson og Pétur Ólafsson, er þar bjó, höfðu jarðaskipti. Pétur var faðir Sigríðar Pétursdóttur, konu Sigurðar Sigurðssonar Eyjólfssonar á Kúhóli og Jóns Péturssonar, föður [[Jón Jónsson (Hlíð)|Jóns Jónssonar]] útgerðarmanns í [[Hlíð]] í Eyjum. <br>
Foreldrar Þórarins, Hafliði Þórarinsson og Halla Gunnlaugsdóttir, höfðu flutzt 1825 frá Dalskoti í Dalssókn undir Eyjafjöllum að Eystra- (Syðra) Hóli og setzt að á einhverjum hluta af jörðinni. Með þeim voru tveir synir þeirra, Þórarinn eldri f. 29. júlí 1823, og Eiríkur, f. 29. ág. 1824. Eigi staðnæmdust hjónin lengi á Eystra-Hóli, því að árið eftir, 1826, fara þau þegar þaðan og flytjast búferlum að Syðri-Kvíhólma í Holtssókn undir Eyjafjöllum. Erfitt var þá eignalitlu fólki að reisa bú og fá ábúð á jörð og þótti gott, ef hægt var að fá þó ekki væri nema smájarðarskika. Tveim drengjunum komu þau fyrir í fóstur hjá skyldfólki, Þórarni eldra í Litlu-Hildisey hjá móðurömmu Oddnýju Guðmundsdóttur, er þar bjó með seinna manni sínum, og Þórarni yngra hjá föðurafa sínum, síðar í Miðeyjarhólmi, Þórarni Eiríkssyni, er síðar bjó í Hólmahjáleigu, er þeir Þórarinn Eiríksson og Pétur Ólafsson, er þar bjó, höfðu jarðaskipti. Pétur var faðir Sigríðar Pétursdóttur, konu Sigurðar Sigurðssonar Eyjólfssonar á Kúhóli og Jóns Péturssonar, föður [[Jón Jónsson (Hlíð)|Jóns Jónssonar]] útgerðarmanns í [[Hlíð]] í Eyjum. <br>
Frá fósturforeldrum sínum í Hólmahjáleigu fluttist Þórarinn til Vestmannaeyja, 14 ára að aldri, árið 1838, og fer þá léttadrengur að Kirkjubæ (1839) til [[Sigurður Einarsson klénssmiður|Sigurðar Einarssonar klénssmiðs]], er þá bjó þar ásamt konu sinni [[Guðný Austmann|Guðnýju Austmann]]. Hjá þeim var hann, er séra [[Jón Austmann]] fermdi hann 17 ára gamlan. Gefur prestur honum þann vitnisburð, að hann kunni allsæmilega, en skilji illa, frómur og hlýðinn sagður. Hann getur þess, að Þórarinn hafi komið frá fastalandi lítt kunnandi, en síðan hafi hann lært þá uppáboðnu evangel. lærdómsbók, án smástílsins, enda hafi þessi 2—3 ár verið lögð öll rækt við hann, bæði af presti og húsbændum. Sigurður Einarsson var þjóðhagasmiður og tók sveinspróf í þeirri grein. Hjá honum mun Þórarinn hafa lært smíðar. Segir sóknarprestur, að mikil rækt hafi verið lögð við hann hjá þeim hjónum á Kirkjubæ. Við húsvitjun þar 1839, segir um Þórarinn: „Les vel og skilur.“ <br>
Frá fósturforeldrum sínum í Hólmahjáleigu fluttist Þórarinn til Vestmannaeyja, 14 ára að aldri, árið 1838, og fer þá léttadrengur að Kirkjubæ (1839) til [[Sigurður Einarsson klénssmiður|Sigurðar Einarssonar klénssmiðs]], er þá bjó þar ásamt konu sinni [[Guðný Austmann|Guðnýju Austmann]]. Hjá þeim var hann, er séra [[Jón Austmann]] fermdi hann 17 ára gamlan. Gefur prestur honum þann vitnisburð, að hann kunni allsæmilega, en skilji illa, frómur og hlýðinn sagður. Hann getur þess, að Þórarinn hafi komið frá fastalandi lítt kunnandi, en síðan hafi hann lært þá uppáboðnu evangel. lærdómsbók, án smástílsins, enda hafi þessi 2—3 ár verið lögð öll rækt við hann, bæði af presti og húsbændum. Sigurður Einarsson var þjóðhagasmiður og tók sveinspróf í þeirri grein. Hjá honum mun Þórarinn hafa lært smíðar. Segir sóknarprestur, að mikil rækt hafi verið lögð við hann hjá þeim hjónum á Kirkjubæ. Við húsvitjun þar 1839, segir um Þórarinn: „Les vel og skilur.“ <br>
Sigurður Einarsson mun hafa verið fyrsti lærði járn- eða málmsmiðurinn í Vestmannaeyjum. Hann átti og til þeirra að telja, sem nafnkunnir voru smiðir og hagleiksmenn, sonur [[Einar Sigurðsson hreppstjóri|Einars Sigurðssonar]], hreppstjóra og meðhjálpara á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], bróður [[Árni Einarsson|Árna Einarssonar]] á Vilborgarstöðum og merkiskonunnar [[Kristín Einarsdóttir|Kristínar Einarsdóttur]] í [[Nýibær|Nýjabæ]], en heimili þeirra feðga á Vilborgarstöðum, austasti bærinn, var lengi mesta myndarheimilið í Vestmannaeyjum, og þeir feðgar forsjármenn sinnar sveitar og allt í öllu, eins og sagt var. Afi Einars bónda á Vilborgarstöðum var [[Magnús Sigurðsson kóngssmiður|Magnús (Sigurðsson)]] síðastur eða meðal hinna síðustu hinna svokölluðu kóngssmiða hér, þeirra, er smíðuðu konungsskipin (vertíðarskip konungsverzlunarinnar)¹. <br>
Sigurður Einarsson mun hafa verið fyrsti lærði járn- eða málmsmiðurinn í Vestmannaeyjum. Hann átti og til þeirra að telja, sem nafnkunnir voru smiðir og hagleiksmenn, sonur [[Einar Sigurðsson hreppstjóri|Einars Sigurðssonar]], hreppstjóra og meðhjálpara á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], bróður [[Árni Einarsson|Árna Einarssonar]] á Vilborgarstöðum og merkiskonunnar [[Kristín Einarsdóttir|Kristínar Einarsdóttur]] í [[Nýibær|Nýjabæ]], en heimili þeirra feðga á Vilborgarstöðum, austasti bærinn, var lengi mesta myndarheimilið í Vestmannaeyjum, og þeir feðgar forsjármenn sinnar sveitar og allt í öllu, eins og sagt var. Afi Einars bónda á Vilborgarstöðum var [[Magnús Sigurðsson kóngssmiður|Magnús (Sigurðsson)]] síðastur eða meðal hinna síðustu hinna svokölluðu kóngssmiða hér, þeirra, er smíðuðu konungsskipin (vertíðarskip konungsverzlunarinnar)<nowiki>*</nowiki>. <br>
Segja má með sanni, að Þórarinn hafi verið heppinn að lenda hjá þeim hjónum á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] og dveljast hjá þeim nokkur þroskaár sín. Árið 1843 er hann kominn að [[Ólafshús]]um til [[Jón Jónsson bóndi í Ólafshúsum|Jóns Jónssonar]] bónda, er ættaður var úr Marteinstungu í Holtum, er þar bjó ókvæntur. Þar er Þórarinn til 1845 og er Jón bóndi þá kvæntur [[Vilborg Jónsdóttir í Ólafshúsum|Vilborgu Jónsdóttur]], ættaðri úr Vestmannaeyjum. Þá eru og sjálfra sín ógift í Ólafshúsum, nýkomin af landi, [[Magnús Bjarnason mormóni|Magnús Bjarnason]], síðar mormóni, og [[Þuríður Magnúsdóttir mormóni|Þuríður Magnúsdóttir]]. Þau giftust 1849 og fóru síðan til Utah með [[Loftur Jónsson í Þorlaugargerði|Lopti Jónssyni]] í Þorlaugargerði árið 1857. Í Eyjum áttu þau heima í [[Helgahjallur|Helgahjalli]], þar sem nú er húsið [[Klöpp]]. Í Ólafshúsum kynnast þeir Magnús Bjarnason, síðar nafnkunnur mormóni og trúboði, greindarmaður, og Þórarinn. <br>
Segja má með sanni, að Þórarinn hafi verið heppinn að lenda hjá þeim hjónum á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] og dveljast hjá þeim nokkur þroskaár sín. Árið 1843 er hann kominn að [[Ólafshús]]um til [[Jón Jónsson bóndi í Ólafshúsum|Jóns Jónssonar]] bónda, er ættaður var úr Marteinstungu í Holtum, er þar bjó ókvæntur. Þar er Þórarinn til 1845 og er Jón bóndi þá kvæntur [[Vilborg Jónsdóttir í Ólafshúsum|Vilborgu Jónsdóttur]], ættaðri úr Vestmannaeyjum. Þá eru og sjálfra sín ógift í Ólafshúsum, nýkomin af landi, [[Magnús Bjarnason mormóni|Magnús Bjarnason]], síðar mormóni, og [[Þuríður Magnúsdóttir mormóni|Þuríður Magnúsdóttir]]. Þau giftust 1849 og fóru síðan til Utah með [[Loftur Jónsson í Þorlaugargerði|Lopti Jónssyni]] í Þorlaugargerði árið 1857. Í Eyjum áttu þau heima í [[Helgahjallur|Helgahjalli]], þar sem nú er húsið [[Klöpp]]. Í Ólafshúsum kynnast þeir Magnús Bjarnason, síðar nafnkunnur mormóni og trúboði, greindarmaður, og Þórarinn. <br>


Lína 52: Lína 54:
Sbr. afrit meðal bréfa amtsins og afrit sér Jóns Austmanns með skýrslu hans 1853. <br>
Sbr. afrit meðal bréfa amtsins og afrit sér Jóns Austmanns með skýrslu hans 1853. <br>
Skömmu eftir komu Þórarins til Eyja, kom þangað Guðmundur Guðmundsson frá Ártúnum í Oddasókn á Rangárvöllum, seinna kenndur við Þorlaugargerði. Guðmundur Guðmundsson hafði farið til Danmerkur fyrir 6 árum og lært gullsmíðaiðn í Kaupmannahöfn hjá meistara í faginu, og eftir að hann hafði tekið sveinspróf, var hann um tíma hjá gullsmið í Slagelse á Sjálandi og síðan eitt ár aftur í Kaupmannahöfn, og fer svo til Vestmannaeyja 1851, en til Kaupmannahafnar hefur hann farið 1845 frá Ártúnum. Hann er þá hjá Halldóri Þórðarsyni smið í Ártúnum, tengdasyni Magnúsar bónda Árnasonar, er einnig bjó í Ártúnum í tvíbýli móti Guðmundi Benediktssyni. Guðm. mun hafa lært síðar hjá Halldóri, eins og Þórarinn hjá Sigurði Einarssyni á Kirkjubæ, og báðir farið utan til frekara náms. Guðmundur er utan sex ár samfleytt, og Þórarinn þrjú til fjögur ár. Þriðji íslenzki mormóninn kemur hingað einnig frá Kaupmannahöfn 1851, [[Jóhann Jóhannsson snikkari|Jóhann Jóhannsson (Johannessen)]] snikkari. Hann fer til Keflavíkur og er þar hjá Duus kaupmanni í árslok þ.s. ár, en fer til Kaupmannahafnar aftur 1852. Hvaðan þessi maður hefur verið upprunninn og um ætt hans, hefur eigi verið kunnugt. En hann var Vestmannaeyingur og fyrsti mormóninn þar fæddur. Hefi lýst þessu nánar á öðrum stað. <br>
Skömmu eftir komu Þórarins til Eyja, kom þangað Guðmundur Guðmundsson frá Ártúnum í Oddasókn á Rangárvöllum, seinna kenndur við Þorlaugargerði. Guðmundur Guðmundsson hafði farið til Danmerkur fyrir 6 árum og lært gullsmíðaiðn í Kaupmannahöfn hjá meistara í faginu, og eftir að hann hafði tekið sveinspróf, var hann um tíma hjá gullsmið í Slagelse á Sjálandi og síðan eitt ár aftur í Kaupmannahöfn, og fer svo til Vestmannaeyja 1851, en til Kaupmannahafnar hefur hann farið 1845 frá Ártúnum. Hann er þá hjá Halldóri Þórðarsyni smið í Ártúnum, tengdasyni Magnúsar bónda Árnasonar, er einnig bjó í Ártúnum í tvíbýli móti Guðmundi Benediktssyni. Guðm. mun hafa lært síðar hjá Halldóri, eins og Þórarinn hjá Sigurði Einarssyni á Kirkjubæ, og báðir farið utan til frekara náms. Guðmundur er utan sex ár samfleytt, og Þórarinn þrjú til fjögur ár. Þriðji íslenzki mormóninn kemur hingað einnig frá Kaupmannahöfn 1851, [[Jóhann Jóhannsson snikkari|Jóhann Jóhannsson (Johannessen)]] snikkari. Hann fer til Keflavíkur og er þar hjá Duus kaupmanni í árslok þ.s. ár, en fer til Kaupmannahafnar aftur 1852. Hvaðan þessi maður hefur verið upprunninn og um ætt hans, hefur eigi verið kunnugt. En hann var Vestmannaeyingur og fyrsti mormóninn þar fæddur. Hefi lýst þessu nánar á öðrum stað. <br>
Þórarinn og Guðmundur munu hafa kynnzt, er þeir voru að alast upp í Rangárvallasýslu. Venzl voru milli ættfólks þeirra, því að Níels Þórarinsson, föðurbróðir og fósturbróðir Þórarins, var mágur Guðmundar Guðmundssonar, kvæntur systur hans, og bjuggu ungu hjónin fyrst hjá tengdaforeldrum Níelsar í Ártúnum. Þegar gömlu og ungu hjónin fluttu frá Ártúnum, 1835, varð Guðmundur Guðmundsson eftir í Ártúnum hjá sambýlismanni föður síns, Magnúsi, er hann kallaði fóstra sinn. Guðmundur var 10 vetra, er faðir hans fór frá Ártúnum, en þeir voru nær alveg jafngamlir, Þórarinn og Guðmundur, er fæddur var 10 marz 1825. Guðmundur Guðmundsson var fermdur á Trinitatishátíð 1840 í Oddakirkju, af þáverandi sóknarpresti að Odda, séra Helga Thordersen, síðar biskupi². <br>
Þórarinn og Guðmundur munu hafa kynnzt, er þeir voru að alast upp í Rangárvallasýslu. Venzl voru milli ættfólks þeirra, því að Níels Þórarinsson, föðurbróðir og fósturbróðir Þórarins, var mágur Guðmundar Guðmundssonar, kvæntur systur hans, og bjuggu ungu hjónin fyrst hjá tengdaforeldrum Níelsar í Ártúnum. Þegar gömlu og ungu hjónin fluttu frá Ártúnum, 1835, varð Guðmundur Guðmundsson eftir í Ártúnum hjá sambýlismanni föður síns, Magnúsi, er hann kallaði fóstra sinn. Guðmundur var 10 vetra, er faðir hans fór frá Ártúnum, en þeir voru nær alveg jafngamlir, Þórarinn og Guðmundur, er fæddur var 10 marz 1825. Guðmundur Guðmundsson var fermdur á Trinitatishátíð 1840 í Oddakirkju, af þáverandi sóknarpresti að Odda, séra Helga Thordersen, síðar biskupi<nowiki>*</nowiki><nowiki>*</nowiki>. <br>
Fær Guðmundur þennan vitnisburð af sóknarpresti sínum við ferminguna: „Rétt vel að sér, siðsamur og vel gáfaður.“ Sigríður systir hans er sögð ,,vel kunnandi, siðfegrandi unglingur“, hafa þau systkin verið greind og góðum hæfileikum gædd. <br>
Fær Guðmundur þennan vitnisburð af sóknarpresti sínum við ferminguna: „Rétt vel að sér, siðsamur og vel gáfaður.“ Sigríður systir hans er sögð ,,vel kunnandi, siðfegrandi unglingur“, hafa þau systkin verið greind og góðum hæfileikum gædd. <br>
Í Kaupmannahöfn hafa þeir félagar, Þórarinn og Guðmundur, fljótt endurnýjað kunningsskapinn og haldið trútt saman. Báðir hafa þeir sótt samkomur mormóna með samstarfsmönnum sínum og hrifizt af hinni nýju trú. Mormónatrúboðið hófst frá Ameríku, og í New York var fyrsti mormónasöfnuðurinn stofnaður 1830. Höfundur þessarar sértrúarhreyfingar var Josef Smith. Að Josef Smith látnum (var myrtur 1849) varð Brigham Young forseti mormónasafnaðarins. Söfnuðinum var víst naumast vært austur í fylkjum í Bandaríkjunum og fluttist hann þá með söfnuðinn til sléttunnar bak við Klettafjöllin og settist að við Saltvatnið mika (Salt Lake) í Utah. Mormónatrúboðar voru sendir víða um lönd í Evrópu, þar á meðal til Danmerkur og hinna Norðurlandanna, og varð þeim töluvert ágengt.  
Í Kaupmannahöfn hafa þeir félagar, Þórarinn og Guðmundur, fljótt endurnýjað kunningsskapinn og haldið trútt saman. Báðir hafa þeir sótt samkomur mormóna með samstarfsmönnum sínum og hrifizt af hinni nýju trú. Mormónatrúboðið hófst frá Ameríku, og í New York var fyrsti mormónasöfnuðurinn stofnaður 1830. Höfundur þessarar sértrúarhreyfingar var Josef Smith. Að Josef Smith látnum (var myrtur 1849) varð Brigham Young forseti mormónasafnaðarins. Söfnuðinum var víst naumast vært austur í fylkjum í Bandaríkjunum og fluttist hann þá með söfnuðinn til sléttunnar bak við Klettafjöllin og settist að við Saltvatnið mika (Salt Lake) í Utah. Mormónatrúboðar voru sendir víða um lönd í Evrópu, þar á meðal til Danmerkur og hinna Norðurlandanna, og varð þeim töluvert ágengt.  


¹<small> Frá Magnúsi kóngssmið voru þeir og komnir trésmíðameistararnir Sveinn Jónsson forstjóri í Völundi, Helgi Jónsson í Steinum og Ísleifur Jónsson í Nýjahúsi.</small><br>
<nowiki>*</nowiki><small> Frá Magnúsi kóngssmið voru þeir og komnir trésmíðameistararnir Sveinn Jónsson forstjóri í Völundi, Helgi Jónsson í Steinum og Ísleifur Jónsson í Nýjahúsi.</small><br>
²<small> Hann var faðir Stefáns Thordersen sóknarprests í Vestmannaeyjum, 1885-1889, d. 3. apríl 1889.</small>
<nowiki>*</nowiki><nowiki>*</nowiki><small> Hann var faðir Stefáns Thordersen sóknarprests í Vestmannaeyjum, 1885-1889, d. 3. apríl 1889.</small>


[[Blik 1960/Þórarinn Hafliðason, seinni hluti|seinni hluti]]
[[Blik 1960/Þórarinn Hafliðason, seinni hluti|seinni hluti]]