„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 203: Lína 203:
Þegar ég les dagbók mína frá þessum árum, þá minnist ég jafnan þessa fundar með kátínu og glettni og um leið auknum skilningi á menningarástandinu í Vestmannaeyjakaupstað. Hvað hefði Eyjafólk álitið um slíka samkundu svo sem 20 árum síðar? Hún hefði tæpast verið metin mikils, - talin skrílssamkunda og skoplegt fyrirbrigði.
Þegar ég les dagbók mína frá þessum árum, þá minnist ég jafnan þessa fundar með kátínu og glettni og um leið auknum skilningi á menningarástandinu í Vestmannaeyjakaupstað. Hvað hefði Eyjafólk álitið um slíka samkundu svo sem 20 árum síðar? Hún hefði tæpast verið metin mikils, - talin skrílssamkunda og skoplegt fyrirbrigði.


== '''Presturinn fær ádrepu''' <br> ==
== '''Presturinn fær ádrepu''' ==
En nú þurfti að hirta sóknarprestinn fyrir atkvæði hans mér til stuðnings í skólanefndinni. Bezt þótti að gera það undir dulnefni, því að verknaður sá varð eflaust illa séður af mörgum, líka Flokksmönnum, svo vinsæll sem sóknarpresturinn var í sókn sinni. Hann naut trausts og virðingar allra Eyjamanna, og það var ekki vandalaust verk að mæla honum út þann skammt, sem hann þó áleizt hafa unnið til með atkvæði sínu í skólanefnd.<br>
En nú þurfti að hirta sóknarprestinn fyrir atkvæði hans mér til stuðnings í skólanefndinni. Bezt þótti að gera það undir dulnefni, því að verknaður sá varð eflaust illa séður af mörgum, líka Flokksmönnum, svo vinsæll sem sóknarpresturinn var í sókn sinni. Hann naut trausts og virðingar allra Eyjamanna, og það var ekki vandalaust verk að mæla honum út þann skammt, sem hann þó áleizt hafa unnið til með atkvæði sínu í skólanefnd.<br>
Í [[Víðir, blað|Víði]], Flokksblaðinu, 19. sept. (1931) birtist klausa, sem kölluð var Ráðgáta. Allir skynigæddir Eyjabúar þekktu orðalagið á henni og vissu þess vegna, hver sá huldumaður var, sem nú kallaði sig Örn. Hér birti ég klausu þessa orðrétta.
Í [[Víðir, blað|Víði]], Flokksblaðinu, 19. sept. (1931) birtist klausa, sem kölluð var Ráðgáta. Allir skynigæddir Eyjabúar þekktu orðalagið á henni og vissu þess vegna, hver sá huldumaður var, sem nú kallaði sig Örn. Hér birti ég klausu þessa orðrétta.
Lína 226: Lína 226:
Og hér kemur svo greinin birt í Flokksblaðinu 26. sept. 1931.
Og hér kemur svo greinin birt í Flokksblaðinu 26. sept. 1931.


'''Hversvegna ég mælti með Þorsteini Þ. Víglundssyni'''
== '''Hversvegna ég mælti með Þorsteini Þ. Víglundssyni''' ==
<br>
Sökum þess að í blaði þessa bæjar hefur verið átalið all harðlega, að ég skyldi mæla með [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þorsteini Þ. Víglundssyni]] sem skólastjóra við gagnfræðaskólann hér, tel ég rétt að gera nokkra grein fyrir því, hvers vegna ég mælti með honum.<br>
Sökum þess að í blaði þessa bæjar hefur verið átalið all harðlega, að ég skyldi mæla með [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þorsteini Þ. Víglundssyni]] sem skólastjóra við gagnfræðaskólann hér, tel ég rétt að gera nokkra grein fyrir því, hvers vegna ég mælti með honum.<br>
Þegar meta skal kosti manns til skólastjórastöðu, kemur að mínum dómi til greina bæði menntun og kennarahæfileikar.<br>
Þegar meta skal kosti manns til skólastjórastöðu, kemur að mínum dómi til greina bæði menntun og kennarahæfileikar.<br>
Lína 351: Lína 350:
Skólastarf mitt var nú styrkara og stóð fastari fótum en nokkru sinni fyrr. Öll þessi níðskrif höfðu snúizt mér og skólanum til góðs. Það átti ég að þakka vinsemd og velvild mætra manna, sem stóðu með mér og voru mér ómetanlegar hjálparhellur. Og svo fylgdu mér hulin öfl, svo að ég vissi fyrirfram, hvernig fara mundi. Sú vissa hafði góð og hressandi áhrif á sálarlífið. Þessi árás hafði snúizt mér til góðs og fleiri fóru á eftir, sem einnig urðu mér til framdráttar og gengis. Sömu öfl á verði. Við komum bráðum að þeim kafla sögu minnar.
Skólastarf mitt var nú styrkara og stóð fastari fótum en nokkru sinni fyrr. Öll þessi níðskrif höfðu snúizt mér og skólanum til góðs. Það átti ég að þakka vinsemd og velvild mætra manna, sem stóðu með mér og voru mér ómetanlegar hjálparhellur. Og svo fylgdu mér hulin öfl, svo að ég vissi fyrirfram, hvernig fara mundi. Sú vissa hafði góð og hressandi áhrif á sálarlífið. Þessi árás hafði snúizt mér til góðs og fleiri fóru á eftir, sem einnig urðu mér til framdráttar og gengis. Sömu öfl á verði. Við komum bráðum að þeim kafla sögu minnar.


== Hitler talar. Kaupfélag Eyjabúa „setur upp tærnar“ ==
'''Hitler talar. Kaupfélag Eyjabúa „setur upp tærnar“''' <br>
 
Og nú tóku við nýstárlegir tímar í Eyjum. Hitler hafði flutt hina miklu æsingaræðu sína 8. apríl 1933, þegar nazisminn í Þýzkalandi var að ryðja sér til rúms. Og ræðan var brátt þýdd og birt í blaði Flokksins í Vestmannaeyjum, enda rak þingmaðurinn „þýzkt konsúlat“ í bænum. Hákot er stórt orð, sagði karlinn og spýtti mórauðu.<br>
Og nú tóku við nýstárlegir tímar í Eyjum. Hitler hafði flutt hina miklu æsingaræðu sína 8. apríl 1933, þegar nazisminn í Þýzkalandi var að ryðja sér til rúms. Og ræðan var brátt þýdd og birt í blaði Flokksins í Vestmannaeyjum, enda rak þingmaðurinn „þýzkt konsúlat“ í bænum. Hákot er stórt orð, sagði karlinn og spýtti mórauðu.<br>
Ungir Eyjamenn í flokknum lutu höfði og létu ánetjast. Það kom mér persónulega ekki á óvart, því að flokksuppeldi þeirra margra hafði verið í þeim anda (sbr. skrif S.S.S.) og jarðvegurinn frjór.<br>
Ungir Eyjamenn í flokknum lutu höfði og létu ánetjast. Það kom mér persónulega ekki á óvart, því að flokksuppeldi þeirra margra hafði verið í þeim anda (sbr. skrif S.S.S.) og jarðvegurinn frjór.<br>
Lína 534: Lína 532:
Lymskan, sem svipurinn átti að gefa til kynna, kom mér ekki á óvart. Hún fólst í dálitlu sérstæðu viðhorfi hjá Flokksforustunni. Hjá henni hét það lymska mín og lævísi að kosta kapps um að halda vinfengi og samstarfi við verkalýðsforustuna í bænum, svo að aldrei skeikaði, enda létu þeir góðu menn mig í friði og voru skólastarfi mínu vinveittir og hlýir. Já, þarna fólst lymska mín og þarna var ég undirförull! - Og svo bar ég orðið heimskuna utan á mér! Sú fullyrðing kom mér á óvart, því að þingmaðurinn hafði einu sinni sent mér tóninn sem oftar í Flokksblaðinu. Þar sagði hann, að ég væri „skynsamur en lýginn“. Og nú hafði vitglóran rýrnað svo stórum, að andlitið bar þess vott!
Lymskan, sem svipurinn átti að gefa til kynna, kom mér ekki á óvart. Hún fólst í dálitlu sérstæðu viðhorfi hjá Flokksforustunni. Hjá henni hét það lymska mín og lævísi að kosta kapps um að halda vinfengi og samstarfi við verkalýðsforustuna í bænum, svo að aldrei skeikaði, enda létu þeir góðu menn mig í friði og voru skólastarfi mínu vinveittir og hlýir. Já, þarna fólst lymska mín og þarna var ég undirförull! - Og svo bar ég orðið heimskuna utan á mér! Sú fullyrðing kom mér á óvart, því að þingmaðurinn hafði einu sinni sent mér tóninn sem oftar í Flokksblaðinu. Þar sagði hann, að ég væri „skynsamur en lýginn“. Og nú hafði vitglóran rýrnað svo stórum, að andlitið bar þess vott!


'''Nemendur mínir mótmæla'''<br>
== '''Nemendur mínir mótmæla''' ==
En nú bar Flokksforustunni vanda að höndum. Nokkrir Flokksmenn knúðu á og kröfðust þess, að nemendur gagnfræðaskólans fengju birt í Flokksblaðinu mótmæli sín gegn öllum persónulegu svívirðingunum, sem sænski konsúllinn hafði hellt yfir mig og svo gegn róginum á skólann. ''Þau'' neyddist blaðið til að birta, þar sem svo sterk flokksöfl stóðu að kröfu þessari. Þessi mótmæli voru þannig orðuð og birtust almenningi í blaði Flokksins 20. maí 1944: ''„Að gefnu tilefni mótmælum við nemendur Gagnfrœðaskólans í Vestmannaeyjum harðlega þeirri tilefnislausu árás og illmælgi, sem beint er að skólastjóranum Þ.Þ.V., sem reynist okkur í hvívetna hinn bezti stjórnari, reglusamur og áhugasamur um öll sín skólastörf.“''<br>
En nú bar Flokksforustunni vanda að höndum. Nokkrir Flokksmenn knúðu á og kröfðust þess, að nemendur gagnfræðaskólans fengju birt í Flokksblaðinu mótmæli sín gegn öllum persónulegu svívirðingunum, sem sænski konsúllinn hafði hellt yfir mig og svo gegn róginum á skólann. ''Þau'' neyddist blaðið til að birta, þar sem svo sterk flokksöfl stóðu að kröfu þessari. Þessi mótmæli voru þannig orðuð og birtust almenningi í blaði Flokksins 20. maí 1944: <br>
''„Að gefnu tilefni mótmælum við nemendur Gagnfrœðaskólans í Vestmannaeyjum harðlega þeirri tilefnislausu árás og illmælgi, sem beint er að skólastjóranum Þ.Þ.V., sem reynist okkur í hvívetna hinn bezti stjórnari, reglusamur og áhugasamur um öll sín skólastörf.“''<br>
Mér var tjáð, að undir mótmæli þessi hefðu skrifað eigin hendi um það bil 95% af nemendunum.<br>
Mér var tjáð, að undir mótmæli þessi hefðu skrifað eigin hendi um það bil 95% af nemendunum.<br>
Jæja, karlinn minn, hvað var nú til ráða? Þetta var ljótt. Og gallharðir Flokksmenn stóðu að þessu! Vonandi hafði það engin áhrif á fylgið, þó að dómgreind og reynsla fólksins væri misboðið! Hvar voru takmörkin?
Jæja, karlinn minn, hvað var nú til ráða? Þetta var ljótt. Og gallharðir Flokksmenn stóðu að þessu! Vonandi hafði það engin áhrif á fylgið, þó að dómgreind og reynsla fólksins væri misboðið! Hvar voru takmörkin?